Salvador Sobral: Hjartasjúklingurinn sem vann hug og hjörtu Evrópubúa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. maí 2017 10:12 Salvador Sobral. Vísir/EPA Portúgalsi hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. Salvador var auk þess auðmjúkur eftir sigurinn. „Hetja landsmanna? Ég held að alvöru hetjan sé Christiano Ronaldo.“Sobral er eins og flestum er kunnugt hjartasjúklingur og bíður raunar hjartaígræðslu. Hann mátti einungis vera í burtu frá heimalandi sínu í tvær vikur þar sem hann þarf að fara til baka í lyfjameðferð. Sobral gerir þó lítið úr veikindum sínum, þar sem „vandamál annarra eru mun stærri en hans.“ Þannig vakti Sobral til að mynda athygli á flóttamannastrauminum í Evrópu á blaðamannafundum fyrir keppnina.Ef ég er hér og hef athygli Evrópu á mér, er það minnsta sem ég get gert að vekja athygli á mannúðarmálum. Fólk sem kemur til Evrópu á bátum er ekki innflytjendur heldur flóttamenn sem flýja dauðann. Salvador Sobral er 27 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Lissabon þar sem hann hefur búið mest allt sitt líf en auk þess bjó hann um skamma stund í Bandaríkjunum í æsku. Salvador hefur frá upphafi haft gríðarlega mikinn áhuga á tónlist og var hann strax farinn að syngja í sjónvarpsþáttum þegar hann var 10 ára gamall. Þegar hann var tvítugur tók hann þátt í raunveruleikaþættinum Ídolos árið 2009 sem er portúgalska útgáfan af Idol. Þar lenti hann í sjöunda sæti. Sjá má prufu hans í keppninni hér að neðan. Athyglin sem hann hlaut í kjölfarið átti eftir að verða Salvador erfið. Salvador ákvað í kjölfarið að segja skilið við tónlistina og nema sálfræði í Lissabon árið 2011 en námið hentaði honum ekki og tókst Salvador í skamma stund á við eiturlyfjafíkn. Hann sigraðist þó á henni og flutti hann til Mallorca þar sem hann vann fyrir sér með því að syngja á börum. Hann hélt svo áfram að einbeita sér að tónlist og fór hann tónlistarnám í Barcelona og kláraði nám sitt þar árið 2014. Salvador er mikill aðdáandi jazz tónlistar og má heyra áhrif hennar í tónlist hans en hann er sérlega mikill aðdáandi jazz tónlistarmannsins Chet Baker. Salvador hefur gefið út tvö önnur lög auk lagsins sem hann flutti í Eurovision keppninni í gær en það eru lögin „Excuse me“ og „Nem Eu“ þar sem hann syngur annars vegar á ensku og portúgölsku. Þau má heyra hér að neðan. . . Eurovision Tengdar fréttir Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05 Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55 Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24 Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Portúgalsi hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. Salvador var auk þess auðmjúkur eftir sigurinn. „Hetja landsmanna? Ég held að alvöru hetjan sé Christiano Ronaldo.“Sobral er eins og flestum er kunnugt hjartasjúklingur og bíður raunar hjartaígræðslu. Hann mátti einungis vera í burtu frá heimalandi sínu í tvær vikur þar sem hann þarf að fara til baka í lyfjameðferð. Sobral gerir þó lítið úr veikindum sínum, þar sem „vandamál annarra eru mun stærri en hans.“ Þannig vakti Sobral til að mynda athygli á flóttamannastrauminum í Evrópu á blaðamannafundum fyrir keppnina.Ef ég er hér og hef athygli Evrópu á mér, er það minnsta sem ég get gert að vekja athygli á mannúðarmálum. Fólk sem kemur til Evrópu á bátum er ekki innflytjendur heldur flóttamenn sem flýja dauðann. Salvador Sobral er 27 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Lissabon þar sem hann hefur búið mest allt sitt líf en auk þess bjó hann um skamma stund í Bandaríkjunum í æsku. Salvador hefur frá upphafi haft gríðarlega mikinn áhuga á tónlist og var hann strax farinn að syngja í sjónvarpsþáttum þegar hann var 10 ára gamall. Þegar hann var tvítugur tók hann þátt í raunveruleikaþættinum Ídolos árið 2009 sem er portúgalska útgáfan af Idol. Þar lenti hann í sjöunda sæti. Sjá má prufu hans í keppninni hér að neðan. Athyglin sem hann hlaut í kjölfarið átti eftir að verða Salvador erfið. Salvador ákvað í kjölfarið að segja skilið við tónlistina og nema sálfræði í Lissabon árið 2011 en námið hentaði honum ekki og tókst Salvador í skamma stund á við eiturlyfjafíkn. Hann sigraðist þó á henni og flutti hann til Mallorca þar sem hann vann fyrir sér með því að syngja á börum. Hann hélt svo áfram að einbeita sér að tónlist og fór hann tónlistarnám í Barcelona og kláraði nám sitt þar árið 2014. Salvador er mikill aðdáandi jazz tónlistar og má heyra áhrif hennar í tónlist hans en hann er sérlega mikill aðdáandi jazz tónlistarmannsins Chet Baker. Salvador hefur gefið út tvö önnur lög auk lagsins sem hann flutti í Eurovision keppninni í gær en það eru lögin „Excuse me“ og „Nem Eu“ þar sem hann syngur annars vegar á ensku og portúgölsku. Þau má heyra hér að neðan. . .
Eurovision Tengdar fréttir Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05 Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55 Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24 Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05
Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55
Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24