Salvador Sobral: Hjartasjúklingurinn sem vann hug og hjörtu Evrópubúa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. maí 2017 10:12 Salvador Sobral. Vísir/EPA Portúgalsi hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. Salvador var auk þess auðmjúkur eftir sigurinn. „Hetja landsmanna? Ég held að alvöru hetjan sé Christiano Ronaldo.“Sobral er eins og flestum er kunnugt hjartasjúklingur og bíður raunar hjartaígræðslu. Hann mátti einungis vera í burtu frá heimalandi sínu í tvær vikur þar sem hann þarf að fara til baka í lyfjameðferð. Sobral gerir þó lítið úr veikindum sínum, þar sem „vandamál annarra eru mun stærri en hans.“ Þannig vakti Sobral til að mynda athygli á flóttamannastrauminum í Evrópu á blaðamannafundum fyrir keppnina.Ef ég er hér og hef athygli Evrópu á mér, er það minnsta sem ég get gert að vekja athygli á mannúðarmálum. Fólk sem kemur til Evrópu á bátum er ekki innflytjendur heldur flóttamenn sem flýja dauðann. Salvador Sobral er 27 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Lissabon þar sem hann hefur búið mest allt sitt líf en auk þess bjó hann um skamma stund í Bandaríkjunum í æsku. Salvador hefur frá upphafi haft gríðarlega mikinn áhuga á tónlist og var hann strax farinn að syngja í sjónvarpsþáttum þegar hann var 10 ára gamall. Þegar hann var tvítugur tók hann þátt í raunveruleikaþættinum Ídolos árið 2009 sem er portúgalska útgáfan af Idol. Þar lenti hann í sjöunda sæti. Sjá má prufu hans í keppninni hér að neðan. Athyglin sem hann hlaut í kjölfarið átti eftir að verða Salvador erfið. Salvador ákvað í kjölfarið að segja skilið við tónlistina og nema sálfræði í Lissabon árið 2011 en námið hentaði honum ekki og tókst Salvador í skamma stund á við eiturlyfjafíkn. Hann sigraðist þó á henni og flutti hann til Mallorca þar sem hann vann fyrir sér með því að syngja á börum. Hann hélt svo áfram að einbeita sér að tónlist og fór hann tónlistarnám í Barcelona og kláraði nám sitt þar árið 2014. Salvador er mikill aðdáandi jazz tónlistar og má heyra áhrif hennar í tónlist hans en hann er sérlega mikill aðdáandi jazz tónlistarmannsins Chet Baker. Salvador hefur gefið út tvö önnur lög auk lagsins sem hann flutti í Eurovision keppninni í gær en það eru lögin „Excuse me“ og „Nem Eu“ þar sem hann syngur annars vegar á ensku og portúgölsku. Þau má heyra hér að neðan. . . Eurovision Tengdar fréttir Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05 Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55 Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Portúgalsi hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gær. Hann ásamt systur sinni og höfundi sigurlagsins, Luísa Sobral, hlutu alls 758 stig í keppninni í gær. Íslendingar hrifust einnig af systkinunum og fékk Portúgal 12 stig frá Íslandi. Salvador var auk þess auðmjúkur eftir sigurinn. „Hetja landsmanna? Ég held að alvöru hetjan sé Christiano Ronaldo.“Sobral er eins og flestum er kunnugt hjartasjúklingur og bíður raunar hjartaígræðslu. Hann mátti einungis vera í burtu frá heimalandi sínu í tvær vikur þar sem hann þarf að fara til baka í lyfjameðferð. Sobral gerir þó lítið úr veikindum sínum, þar sem „vandamál annarra eru mun stærri en hans.“ Þannig vakti Sobral til að mynda athygli á flóttamannastrauminum í Evrópu á blaðamannafundum fyrir keppnina.Ef ég er hér og hef athygli Evrópu á mér, er það minnsta sem ég get gert að vekja athygli á mannúðarmálum. Fólk sem kemur til Evrópu á bátum er ekki innflytjendur heldur flóttamenn sem flýja dauðann. Salvador Sobral er 27 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Lissabon þar sem hann hefur búið mest allt sitt líf en auk þess bjó hann um skamma stund í Bandaríkjunum í æsku. Salvador hefur frá upphafi haft gríðarlega mikinn áhuga á tónlist og var hann strax farinn að syngja í sjónvarpsþáttum þegar hann var 10 ára gamall. Þegar hann var tvítugur tók hann þátt í raunveruleikaþættinum Ídolos árið 2009 sem er portúgalska útgáfan af Idol. Þar lenti hann í sjöunda sæti. Sjá má prufu hans í keppninni hér að neðan. Athyglin sem hann hlaut í kjölfarið átti eftir að verða Salvador erfið. Salvador ákvað í kjölfarið að segja skilið við tónlistina og nema sálfræði í Lissabon árið 2011 en námið hentaði honum ekki og tókst Salvador í skamma stund á við eiturlyfjafíkn. Hann sigraðist þó á henni og flutti hann til Mallorca þar sem hann vann fyrir sér með því að syngja á börum. Hann hélt svo áfram að einbeita sér að tónlist og fór hann tónlistarnám í Barcelona og kláraði nám sitt þar árið 2014. Salvador er mikill aðdáandi jazz tónlistar og má heyra áhrif hennar í tónlist hans en hann er sérlega mikill aðdáandi jazz tónlistarmannsins Chet Baker. Salvador hefur gefið út tvö önnur lög auk lagsins sem hann flutti í Eurovision keppninni í gær en það eru lögin „Excuse me“ og „Nem Eu“ þar sem hann syngur annars vegar á ensku og portúgölsku. Þau má heyra hér að neðan. . .
Eurovision Tengdar fréttir Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05 Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55 Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Þýddi portúgalska lagið yfir á íslensku Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er einn þeirra sem hefur heillast af einlægni Salvador og hefur hann þýtt texta lagsins yfir á íslensku. 13. maí 2017 21:05
Íslendingar misstu sig yfir sigurflutningi Sobral systkinanna Íslendingar á Twitter virtust einstaklega hrifnir af Sobral systkinunum. 13. maí 2017 22:55
Svona kusu Íslendingar Salvador Sobral heillaði okkur Íslendinga upp úr skónum en Portúgalir fengu 12 stig í sinn hlut, bæði úr íslensku símakosningunni og frá íslensku dómnefndinni. 13. maí 2017 23:24