Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 19:49 Það var mikið að gera hjá gæslunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld, vegna vélarvana báts, manns sem lenti í sjálfheldu við eggjatöku, og tveggja bílslysa. Fyrsta útkallið var neyðarkall frá báti sem var orðinn vélarvana norður af Rekavík bak Látur á Hornströndum. Bátinn rak í átt að Straumsnesi en þar er stórgrýtt fjara og straumþing röst og því talsverð hætta á ferðum. Kallað var eftir aðstoð nærliggjandi báta og björgunarsveitir á Ísafirði og Ísafirði og Bolungarvík kallaðar út. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF einnig send af stað. Þegar báturinn var innan við hálfa sjómílu frá Straumnesi breyttist rekið svo hann rak norður fyrir. Gísli Hjaltason kom fyrstur á vettvang og tók bátinn í tog. Þeir eru nú á leið í land. TF-LIF var komin í Ísafjarðardjúp þegar ljóst varð að skipverjinn á bátnum væri óhultur. Henni var þá snúið við austur á Langanes þar sem maður sem var við eggjatöku var lentur í sjálfheldu eftir að hafa slasast á fæti. Þá voru lögregla og björgunarsveitir á svæðinu komnar á vettvang. Á leiðinni þangað barst stjórnstöð hins vegar beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð vegna bílsslys í Vatnsdal, rétt vestan Blönduóss. Þyrlan lenti við slysstaðinn um sjöleytið. Á meðan þessu stóð barst stjórnstöð svo beiðni frá Neyðarlínunni um þyrluaðstoð vegna annars bílslyss, nærri Vík í Mýrdal. Þyrlan TF-SYN fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum og mætti hún sjúkrabíl með hinn slasaða á veginum að Landeyjahöfn rétt upp úr klukkan sjö. Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld, vegna vélarvana báts, manns sem lenti í sjálfheldu við eggjatöku, og tveggja bílslysa. Fyrsta útkallið var neyðarkall frá báti sem var orðinn vélarvana norður af Rekavík bak Látur á Hornströndum. Bátinn rak í átt að Straumsnesi en þar er stórgrýtt fjara og straumþing röst og því talsverð hætta á ferðum. Kallað var eftir aðstoð nærliggjandi báta og björgunarsveitir á Ísafirði og Ísafirði og Bolungarvík kallaðar út. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF einnig send af stað. Þegar báturinn var innan við hálfa sjómílu frá Straumnesi breyttist rekið svo hann rak norður fyrir. Gísli Hjaltason kom fyrstur á vettvang og tók bátinn í tog. Þeir eru nú á leið í land. TF-LIF var komin í Ísafjarðardjúp þegar ljóst varð að skipverjinn á bátnum væri óhultur. Henni var þá snúið við austur á Langanes þar sem maður sem var við eggjatöku var lentur í sjálfheldu eftir að hafa slasast á fæti. Þá voru lögregla og björgunarsveitir á svæðinu komnar á vettvang. Á leiðinni þangað barst stjórnstöð hins vegar beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð vegna bílsslys í Vatnsdal, rétt vestan Blönduóss. Þyrlan lenti við slysstaðinn um sjöleytið. Á meðan þessu stóð barst stjórnstöð svo beiðni frá Neyðarlínunni um þyrluaðstoð vegna annars bílslyss, nærri Vík í Mýrdal. Þyrlan TF-SYN fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum og mætti hún sjúkrabíl með hinn slasaða á veginum að Landeyjahöfn rétt upp úr klukkan sjö.
Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira