Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2017 20:34 Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var sýnt frá brottför forsetahjónanna frá Reykjavíkurflugvelli og komu þeirra til Færeyja. Forsetahjónin lögðu upp frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi. Guðni var spurður hver skilaboðin yrðu til Færeyinga í þessari fyrstu heimsókn hans sem forseta til Færeyja: „Við Íslendingar njótum þess að eiga bestu granna í heimi,” var svar forsetans.Forsetahjónin við brottför frá Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem Færeyjar eru ekki sjálfstætt ríki má þetta ekki heita opinber heimsókn, þótt hún beri öll einkenni slíkrar heimsóknar. Hún markar engu að síður tímamót í samskiptum Íslendinga og Færeyinga. Forsetinn hefur þegar heimsótt Danmörku og Noreg og, ef fylgt væri áratuga hefð, ættu næstu heimsóknir að vera til Svíþjóðar og Finnlands, en nú gerist það í fyrsta sinn að Færeyjar eru teknar fram fyrir fullvalda Norðurlandaríki í röðinni. „Það er afskaplega gaman að koma til Færeyja og sýna í verki að við kunnum vel að meta þeirra vinarþel. Þessar þjóðir, Íslendingar og Færeyingar, eiga svo margt sameiginlegt þannig að mér fannst þjóðráð að drífa mig sem fyrst til Færeyja,” sagði forsetinn áður en hann steig upp í flugvél Atlantic Airways.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, með Guðna Th. Jóhannessyni, í Sörvogi síðdegis.Mynd/KVF.Myndir frá færeyska Kringvarpinu sýndu komu forsetans til Vogaflugvallar í Færeyjum. Þar tók lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, á móti Guðna og fylgdarliði. Eftir fund forsetans og lögmannsins var á dagskrá að heimsækja tónlistarskóla, laxeldisstöð og stríðsminjasafn áður en sest var til kvöldverðar í boði bæjarstjóra Sörvogs. Tengdar fréttir Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var sýnt frá brottför forsetahjónanna frá Reykjavíkurflugvelli og komu þeirra til Færeyja. Forsetahjónin lögðu upp frá Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi. Guðni var spurður hver skilaboðin yrðu til Færeyinga í þessari fyrstu heimsókn hans sem forseta til Færeyja: „Við Íslendingar njótum þess að eiga bestu granna í heimi,” var svar forsetans.Forsetahjónin við brottför frá Reykjavíkurflugvelli í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þar sem Færeyjar eru ekki sjálfstætt ríki má þetta ekki heita opinber heimsókn, þótt hún beri öll einkenni slíkrar heimsóknar. Hún markar engu að síður tímamót í samskiptum Íslendinga og Færeyinga. Forsetinn hefur þegar heimsótt Danmörku og Noreg og, ef fylgt væri áratuga hefð, ættu næstu heimsóknir að vera til Svíþjóðar og Finnlands, en nú gerist það í fyrsta sinn að Færeyjar eru teknar fram fyrir fullvalda Norðurlandaríki í röðinni. „Það er afskaplega gaman að koma til Færeyja og sýna í verki að við kunnum vel að meta þeirra vinarþel. Þessar þjóðir, Íslendingar og Færeyingar, eiga svo margt sameiginlegt þannig að mér fannst þjóðráð að drífa mig sem fyrst til Færeyja,” sagði forsetinn áður en hann steig upp í flugvél Atlantic Airways.Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, með Guðna Th. Jóhannessyni, í Sörvogi síðdegis.Mynd/KVF.Myndir frá færeyska Kringvarpinu sýndu komu forsetans til Vogaflugvallar í Færeyjum. Þar tók lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, á móti Guðna og fylgdarliði. Eftir fund forsetans og lögmannsins var á dagskrá að heimsækja tónlistarskóla, laxeldisstöð og stríðsminjasafn áður en sest var til kvöldverðar í boði bæjarstjóra Sörvogs.
Tengdar fréttir Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00 Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30 Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Afhentu Færeyingum tæpar sex milljónir Peningarnir voru afhentir við formlega athöfn í dag og við sama tækifæri voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar Rauða krossins og björgunarsveita í báðum löndum. 3. febrúar 2017 20:00
Þetta eru jarðgöngin sem bylta Færeyjum Framkvæmdir eru hafnar við mesta samgöngumannvirki Færeyja, ellefu kílómetra löng neðansjávargöng sem stytta aksturstímann milli Þórshafnar og Klakksvíkur um helming. 26. febrúar 2017 07:30
Forsetahjónin lögð af stað til Færeyja Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reid héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 15:07