Er spenntust fyrir útópískum draumaherbergjum Guðný Hrönn skrifar 16. maí 2017 18:30 Sesselja Thorberg er fagstjóri hönnunarhluta sýningarinnar Amazing Home Show. Mynd/Saga Sig Innanhússhönnuðurinn Sesselja Thorberg er afar spennt fyrir helginni því þá opnar sýningin Amazing Home Show sem hún hefur unnið hörðum höndum við að undirbúa og setja upp undanfarna mánuði. Um risastóra og viðamikla heimilissýningu í Laugardalshöll er að ræða. „Það er ótrúlegt að það sé komið að þessu, við erum búin að vinna svo ótrúlega lengi að þessu. Þetta er alveg gríðarlega yfirgripsmikil sýning sem stendur yfir í tvo daga fyrir almenning, en svo er einn dagur til viðbótar sem er fyrir fyrirtæki,“ segir Sesselja sem er fagstjóri hönnunarhluta sýningarinnar. „Sýningin er þemaskipt, þannig að ef þú hefur bara áhuga á að skoða garðtengda hluti sem dæmi þá getur þú gert það. En auðvitað skoðar maður allt þegar maður er kominn,“ segir hún og hlær. „Sýningin er fyrir alla sem hafa áhuga á einhverju sem tengist heimili, hönnun og framkvæmdum en líka fyrir heilu fjölskyldurnar.“ Þórunn Antonía og Friðrik Dór láta draum rætastSesselja er afar spennt fyrir helginni og að sjá sýninguna smella saman. Hún er þó einna spenntust fyrir að afhjúpa hluta sýningarinnar sem heitir Draumaherbergið. „Ég er spenntust fyrir hönnunarhluta sýningarinnar og svo Draumaherberginu.“„Draumaherbergið er náttúrulega bara aðalmálið fyrir mér. Upphaflega hugmyndin mín var að fá tvo þjóðþekkta Íslendinga, sem væru líka smekksfólk, til að hanna draumaherbergið sitt. Þannig ég bað Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Friðrik Dór Jónsson um að taka þátt, og þau voru bara meira en til í það. Mér fannst mjög gaman að etja saman tveimur týpum sem eru frekar ólíkar.“ „Þau eru að hanna draumaherbergi, þetta er mjög útópískt,“ segir Sesselja og leggur áherslu á orðið „drauma“. Herbergið þarf sem sagt ekki að vera praktískt. „Útkoman byggir á draumórum þeirra, annað hvort í fortíð eða framtíð. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim og ég held að það leynist góður innanhússhönnuður inn í þeim báðum,“ segir hún og hlær. Þess má geta að Þórunn og Friðrik hafa unnið herbergið í samstarfi við við Byko, Snúruna og Ilvu. „Þessi fyrirtæki hafa lánað okkur hluti, styrkt okkur að hluta og þannig látið drauminn verða að veruleika.“ Búist við um 30.000 gestumSesselja finnur fyrir miklum áhuga frá fólki á sýningunni. „Það er búist við um 30.000 manns á sýninguna sem er í raun fyrir alla. Það verður heilmikið gert fyrir krakka, þarna verður t.d. útisvæði og skemmtiatriði á stóru sviði á klukkutíma fresti. Þannig að allir ættu að gera skemmt sér vel,“ segir Sesselja sem hvetur alla sem vilja gera sér glaðan dag að leggja leið sína í Laugardalshöll um helgina. Tíska og hönnun Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Innanhússhönnuðurinn Sesselja Thorberg er afar spennt fyrir helginni því þá opnar sýningin Amazing Home Show sem hún hefur unnið hörðum höndum við að undirbúa og setja upp undanfarna mánuði. Um risastóra og viðamikla heimilissýningu í Laugardalshöll er að ræða. „Það er ótrúlegt að það sé komið að þessu, við erum búin að vinna svo ótrúlega lengi að þessu. Þetta er alveg gríðarlega yfirgripsmikil sýning sem stendur yfir í tvo daga fyrir almenning, en svo er einn dagur til viðbótar sem er fyrir fyrirtæki,“ segir Sesselja sem er fagstjóri hönnunarhluta sýningarinnar. „Sýningin er þemaskipt, þannig að ef þú hefur bara áhuga á að skoða garðtengda hluti sem dæmi þá getur þú gert það. En auðvitað skoðar maður allt þegar maður er kominn,“ segir hún og hlær. „Sýningin er fyrir alla sem hafa áhuga á einhverju sem tengist heimili, hönnun og framkvæmdum en líka fyrir heilu fjölskyldurnar.“ Þórunn Antonía og Friðrik Dór láta draum rætastSesselja er afar spennt fyrir helginni og að sjá sýninguna smella saman. Hún er þó einna spenntust fyrir að afhjúpa hluta sýningarinnar sem heitir Draumaherbergið. „Ég er spenntust fyrir hönnunarhluta sýningarinnar og svo Draumaherberginu.“„Draumaherbergið er náttúrulega bara aðalmálið fyrir mér. Upphaflega hugmyndin mín var að fá tvo þjóðþekkta Íslendinga, sem væru líka smekksfólk, til að hanna draumaherbergið sitt. Þannig ég bað Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Friðrik Dór Jónsson um að taka þátt, og þau voru bara meira en til í það. Mér fannst mjög gaman að etja saman tveimur týpum sem eru frekar ólíkar.“ „Þau eru að hanna draumaherbergi, þetta er mjög útópískt,“ segir Sesselja og leggur áherslu á orðið „drauma“. Herbergið þarf sem sagt ekki að vera praktískt. „Útkoman byggir á draumórum þeirra, annað hvort í fortíð eða framtíð. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim og ég held að það leynist góður innanhússhönnuður inn í þeim báðum,“ segir hún og hlær. Þess má geta að Þórunn og Friðrik hafa unnið herbergið í samstarfi við við Byko, Snúruna og Ilvu. „Þessi fyrirtæki hafa lánað okkur hluti, styrkt okkur að hluta og þannig látið drauminn verða að veruleika.“ Búist við um 30.000 gestumSesselja finnur fyrir miklum áhuga frá fólki á sýningunni. „Það er búist við um 30.000 manns á sýninguna sem er í raun fyrir alla. Það verður heilmikið gert fyrir krakka, þarna verður t.d. útisvæði og skemmtiatriði á stóru sviði á klukkutíma fresti. Þannig að allir ættu að gera skemmt sér vel,“ segir Sesselja sem hvetur alla sem vilja gera sér glaðan dag að leggja leið sína í Laugardalshöll um helgina.
Tíska og hönnun Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira