Hver einasta framkvæmd myndi gleypa allt vegaféð Svavar Hávarðsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Ráðherra telur áratugi munu líða áður en samgöngubætur verða að veruleika, nema aðkoma einkaaðila komi til. vísir/gva Þær framkvæmdir sem ráðast þarf í til að bæta samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu kosta meira, hver um sig, en allt vegafé á fjárlögum sem ætlað er til nýframkvæmda. Ráðherra telur að gagnrýni á uppbyggingu með veggjöldum sé ótímabær – dæma skuli þegar niðurstöður rannsóknarvinnu liggja fyrir. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er að störfum starfshópur samgönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Starfshópurinn á að vinna hratt og skilar af sér á næstu vikum. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar króna – er gróft mat Jóns Gunnarssonar, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Það eru meðal annars Sundabraut, ný Hvalfjarðargöng, tvöföldun eða 2+1 vegur upp í Borgarnes, tvöföldun vegarins til Keflavíkur og tvöföldun vegarins austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá.Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitastjórarmálavísir/vilhelmÍ skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð að óbreyttu – enda kostnaðurinn níföld sú upphæð sem rennur til nýframkvæmda á fjárlögum. Því vill Jón láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld sem innheimt yrðu á þessum leiðum. Þörfin sé gríðarleg, og rökin ekki síst öryggi vegfarenda til viðbótar við þau sem lúta að hagræði þeirra sem eru á þessari leið. Spurður um vísbendingar um að almenningur leggist gegn slíkri fjármögnun framkvæmda og gjaldtöku segir Jón að á meðan hvorki liggur fyrir hvernig gjaldtöku yrði háttað, né hvað fengist fyrir veggjöldin, verði menn að staldra við og gaumgæfa rökin. „Nánari upplýsingar um það munu ekki liggja fyrir fyrr en skýrsla starfshópsins hefur verið rýnd og tillögur gerðar á grundvelli hennar,“ segir Jón sem sér fyrir sér „styttri ferðatíma, styttingu vegalengda, sparnað í eldsneyti, minnkun útblásturs og stóraukið umferðaröryggi. Mögulega gætu tryggingaiðgjöld lækkað í kjölfarið með minni slysatíðni. Ég vil gjarnan hvetja allan almenning til þess að bíða eftir því að sjá hvað er í pakkanum, en spara sér það í bili að vera á móti einhverju sem það veit ekki hvað er.“ Verði ráðist í þessar framkvæmdir til hliðar við samgönguáætlun, eins og Jón segir, losnar um vegafé til að taka stærri skref í uppbyggingu á landsbyggðinni en annars er mögulegt. Í ferðum hans hafi þetta mál hvarvetna borið á góma; fólk vilji vita líklegt gjald og spyrji hvort unnt sé að hraða tilteknum framkvæmdum á landsbyggðinni með því að leggja á veggjöld – sem margir eru fúsir til yrði það til þess að ljúka verkefnum fyrr en ella. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Þær framkvæmdir sem ráðast þarf í til að bæta samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu kosta meira, hver um sig, en allt vegafé á fjárlögum sem ætlað er til nýframkvæmda. Ráðherra telur að gagnrýni á uppbyggingu með veggjöldum sé ótímabær – dæma skuli þegar niðurstöður rannsóknarvinnu liggja fyrir. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er að störfum starfshópur samgönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Starfshópurinn á að vinna hratt og skilar af sér á næstu vikum. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar króna – er gróft mat Jóns Gunnarssonar, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Það eru meðal annars Sundabraut, ný Hvalfjarðargöng, tvöföldun eða 2+1 vegur upp í Borgarnes, tvöföldun vegarins til Keflavíkur og tvöföldun vegarins austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá.Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitastjórarmálavísir/vilhelmÍ skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð að óbreyttu – enda kostnaðurinn níföld sú upphæð sem rennur til nýframkvæmda á fjárlögum. Því vill Jón láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld sem innheimt yrðu á þessum leiðum. Þörfin sé gríðarleg, og rökin ekki síst öryggi vegfarenda til viðbótar við þau sem lúta að hagræði þeirra sem eru á þessari leið. Spurður um vísbendingar um að almenningur leggist gegn slíkri fjármögnun framkvæmda og gjaldtöku segir Jón að á meðan hvorki liggur fyrir hvernig gjaldtöku yrði háttað, né hvað fengist fyrir veggjöldin, verði menn að staldra við og gaumgæfa rökin. „Nánari upplýsingar um það munu ekki liggja fyrir fyrr en skýrsla starfshópsins hefur verið rýnd og tillögur gerðar á grundvelli hennar,“ segir Jón sem sér fyrir sér „styttri ferðatíma, styttingu vegalengda, sparnað í eldsneyti, minnkun útblásturs og stóraukið umferðaröryggi. Mögulega gætu tryggingaiðgjöld lækkað í kjölfarið með minni slysatíðni. Ég vil gjarnan hvetja allan almenning til þess að bíða eftir því að sjá hvað er í pakkanum, en spara sér það í bili að vera á móti einhverju sem það veit ekki hvað er.“ Verði ráðist í þessar framkvæmdir til hliðar við samgönguáætlun, eins og Jón segir, losnar um vegafé til að taka stærri skref í uppbyggingu á landsbyggðinni en annars er mögulegt. Í ferðum hans hafi þetta mál hvarvetna borið á góma; fólk vilji vita líklegt gjald og spyrji hvort unnt sé að hraða tilteknum framkvæmdum á landsbyggðinni með því að leggja á veggjöld – sem margir eru fúsir til yrði það til þess að ljúka verkefnum fyrr en ella.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira