Spil gegn staðalímyndum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. maí 2017 20:00 Hér má sjá dæmi um pípara, leikskólakennara, listamenn og hjúkrunarfræðinga en alls er um fimmtán störf að ræða vísir/bsm Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur gefið leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar spil sem á að brjóta upp staðalímyndir á vinnumarkaði og opna umræðu um kynjuð störf. Á spilunum má sjá alls konar fólk sinna fimmtán ólíkum störfum. Tvö spjöld eru fyrir hvert starf. Á öðru spjaldinu er kona að sinna starfinu og á hinu er karl að sinna starfinu. Á sumum spjöldum er óljóst hvort um karl eða konu er að ræða. Einnig sýna spilin fjölbreytileika mannlífsins, fólk er með mismunandi litarhaft, á öllum aldri, fatlað og ófatlað - til dæmis eru leikskólakennararnir í hjólastól. Hugmyndin kom frá Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru jafnréttismála í Reykjavík, en myndirnar teiknaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Við búum í landi þar sem er frekar kynbundinn vinnumarkaður og pælingin er að opna á það gagnvart börnunum að þú getur orðið það sem þú vilt óháð kyni," segir Kolbrún. Spilið má nota sem samstæðuspil - þar sem reynt er að finna sem flestar samstæður en einnig er hægt að nýta það í sögugerð, leiklist, veiðimann og svo framvegis. „Ég hef fundið fyrir því þegar ég fer á vettvang og hitti starfsfólk leikskóla og frístundaheimila að því finnst það vanta verkfæri. Starfsfólk vill fræða börnin en það veit ekki hvar á að byrja eða hvað það á að segja. Þannig að mig langaði að útbúa eitthvað sem væri hægt að nota - gleðja börnin og hjálpa starfsfólki að opna umræðuna," segir Kolbrún. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur gefið leikskólum og frístundaheimilum borgarinnar spil sem á að brjóta upp staðalímyndir á vinnumarkaði og opna umræðu um kynjuð störf. Á spilunum má sjá alls konar fólk sinna fimmtán ólíkum störfum. Tvö spjöld eru fyrir hvert starf. Á öðru spjaldinu er kona að sinna starfinu og á hinu er karl að sinna starfinu. Á sumum spjöldum er óljóst hvort um karl eða konu er að ræða. Einnig sýna spilin fjölbreytileika mannlífsins, fólk er með mismunandi litarhaft, á öllum aldri, fatlað og ófatlað - til dæmis eru leikskólakennararnir í hjólastól. Hugmyndin kom frá Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru jafnréttismála í Reykjavík, en myndirnar teiknaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Við búum í landi þar sem er frekar kynbundinn vinnumarkaður og pælingin er að opna á það gagnvart börnunum að þú getur orðið það sem þú vilt óháð kyni," segir Kolbrún. Spilið má nota sem samstæðuspil - þar sem reynt er að finna sem flestar samstæður en einnig er hægt að nýta það í sögugerð, leiklist, veiðimann og svo framvegis. „Ég hef fundið fyrir því þegar ég fer á vettvang og hitti starfsfólk leikskóla og frístundaheimila að því finnst það vanta verkfæri. Starfsfólk vill fræða börnin en það veit ekki hvar á að byrja eða hvað það á að segja. Þannig að mig langaði að útbúa eitthvað sem væri hægt að nota - gleðja börnin og hjálpa starfsfólki að opna umræðuna," segir Kolbrún.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira