Sigmundur Davíð segir formannsskipti hvorki hafa verið lýðræðisleg né heiðarleg Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2017 19:45 Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins fyrir miðstjórnarfund sem fram fer á morgun. Hópar innan flokksins gagnrýna forystuna og kenna henni um slægt gengi í könnunum. Fyrrverandi formaður segir núverandi formann tala um lýðræðislega niðurstöðu í formannskjöri en þar hafi öllu heldur átt sér stað afskræming á lýðræðinu. Ekki hefur gróið um heilt innan Framsóknarflokksins frá því Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson á flokksþingi í byrjun október. Fjölmörg félög innan Framsóknarflokksins hafa sent frá sér ályktanir um að endurnýja þurfi forystuna og það hefur Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra einnig gert. Sigurður Ingi fékk 52,7 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð 46,8 prósent í formannskjörinu fyrir sjö mánuðum. Formaður flokksins segist hlakka til að hitta flokksmenn á miðstjórnarfundi á morgun sem er æðsta stofnun flokksins milli flokksþinga til að eiga þarfa umræðu, en raddir hafa verið uppi inna flokksins að flýta flokksþingi til að kjósa nýja forystu.Fyrrverandi ráðherra með þér í ríkisstjórn, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur sagt opinberlega að hann telji nauðsynlegt að skipta um forystu í flokknum?„Já, hann hefur svosem ekkert farið leynt með það alveg síðan síðast liðið haust þegar hann sagðist ekki styðja mig. Þannig að það kemur svosem ekki á óvart,“ segir Sigurður Ingi. Staðan inn Framsóknarflokksins er flókinn. Víst er að Sigmundur Davíð á sér stóran hóp fylgismanna, en það er líka fólk innan flokksins sem myndi vilja Lilju Alfreðsdóttur eða jafnvel Gunnar Braga í formannsstólinn. Formaðurinn harmar hvað fólk innan flokksins hafi verið tilbúið að fara fram með einhliða málflutning í fjölmiðlum.En finnur þú ekki fyrir þessum mikla titringi?„Ég finn vissulega fyrir miklum óróa og að það sé ákveðinn hópur fólks sem sættir sig ekki við niðurstöðu flokksþingsins. En ég finn líka fyrir mjög víða, ég hef farið um allt land á síðustu vikum og mánuðum og hitt fyrir aragrúa framsóknarmanna sem vilja allra helst og heitast að flokkurinn gangi í takt og sýni samstöðu,“ segir Sigurður Ingi. Sigmundur Davíð er langt í frá ánægður með málflutning núverandi formanns flokksins. „Mér finnst hann gera lítið úr mörgum flokksmönnum með því að halda því fram að þetta snúist bara um að menn sætti sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu. Staðreyndin er sú að margir framsóknarmenn líta svo á að þetta hafi hvorki verið lýðræðislegt né heiðarlegt heldur miklu fremur afskræming á lýðræðnu. En að öðru leyti ætla ég að láta vera að svara hnútukasti opinberlega þar til menn hafa fengið tækifæri til að ræða þetta í flokknum sem er náttúrlega orðið löngu tímabært,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Tengdar fréttir Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins fyrir miðstjórnarfund sem fram fer á morgun. Hópar innan flokksins gagnrýna forystuna og kenna henni um slægt gengi í könnunum. Fyrrverandi formaður segir núverandi formann tala um lýðræðislega niðurstöðu í formannskjöri en þar hafi öllu heldur átt sér stað afskræming á lýðræðinu. Ekki hefur gróið um heilt innan Framsóknarflokksins frá því Sigurður Ingi Jóhannsson sigraði Sigmund Davíð Gunnlaugsson á flokksþingi í byrjun október. Fjölmörg félög innan Framsóknarflokksins hafa sent frá sér ályktanir um að endurnýja þurfi forystuna og það hefur Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi utanríkisráðherra einnig gert. Sigurður Ingi fékk 52,7 prósent atkvæða en Sigmundur Davíð 46,8 prósent í formannskjörinu fyrir sjö mánuðum. Formaður flokksins segist hlakka til að hitta flokksmenn á miðstjórnarfundi á morgun sem er æðsta stofnun flokksins milli flokksþinga til að eiga þarfa umræðu, en raddir hafa verið uppi inna flokksins að flýta flokksþingi til að kjósa nýja forystu.Fyrrverandi ráðherra með þér í ríkisstjórn, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur sagt opinberlega að hann telji nauðsynlegt að skipta um forystu í flokknum?„Já, hann hefur svosem ekkert farið leynt með það alveg síðan síðast liðið haust þegar hann sagðist ekki styðja mig. Þannig að það kemur svosem ekki á óvart,“ segir Sigurður Ingi. Staðan inn Framsóknarflokksins er flókinn. Víst er að Sigmundur Davíð á sér stóran hóp fylgismanna, en það er líka fólk innan flokksins sem myndi vilja Lilju Alfreðsdóttur eða jafnvel Gunnar Braga í formannsstólinn. Formaðurinn harmar hvað fólk innan flokksins hafi verið tilbúið að fara fram með einhliða málflutning í fjölmiðlum.En finnur þú ekki fyrir þessum mikla titringi?„Ég finn vissulega fyrir miklum óróa og að það sé ákveðinn hópur fólks sem sættir sig ekki við niðurstöðu flokksþingsins. En ég finn líka fyrir mjög víða, ég hef farið um allt land á síðustu vikum og mánuðum og hitt fyrir aragrúa framsóknarmanna sem vilja allra helst og heitast að flokkurinn gangi í takt og sýni samstöðu,“ segir Sigurður Ingi. Sigmundur Davíð er langt í frá ánægður með málflutning núverandi formanns flokksins. „Mér finnst hann gera lítið úr mörgum flokksmönnum með því að halda því fram að þetta snúist bara um að menn sætti sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu. Staðreyndin er sú að margir framsóknarmenn líta svo á að þetta hafi hvorki verið lýðræðislegt né heiðarlegt heldur miklu fremur afskræming á lýðræðnu. En að öðru leyti ætla ég að láta vera að svara hnútukasti opinberlega þar til menn hafa fengið tækifæri til að ræða þetta í flokknum sem er náttúrlega orðið löngu tímabært,“ segir formaðurinn fyrrverandi.
Tengdar fréttir Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Búist við átökum hjá Framsókn Svo gæti farið að Framsóknarmenn velji sér nýjan formann strax í haust. Rúmir sjö mánuðir eru síðan Sigurður Ingi tók við en flokksmenn eru orðnir óþreyjufullir að uppskera betur í skoðanakönnunum. 17. maí 2017 06:00