Lífeyrissjóðir hafi hag af lágum launum Pétur Fjeldsted skrifar 1. maí 2017 07:00 „Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihluta stuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar,“segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd/Pétur Fjeldsted „Lífeyrissjóðakerfið ætti að stærstum hluta að vera utan íslensks hagkerfis,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Lífeyrissjóðirnir séu með stærstu eigendum smásöluverslana á Íslandi og hafi hag af hárri álagningu og lágum launum. Kerfið vinni á móti lífsgæðum fólks frá degi til dags. Ragnar bendir á að sjóðirnir séu stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi. „Lífeyrissjóðakerfið setur framtíðarkynslóðir í stórkostleg vandræði. Lífeyrissjóðir eru leigurisar á leigumarkaði í gegnum félög eins og Gamma og fleiri leigufélög og hafa þar af leiðandi hag af hárri leigu. Sjóðirnir eru stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi og hafa þar af leiðandi hag af verðtryggingunni og háum vöxtum.“ Lífeyrissjóðirnir ættu að gera meira til þess að draga úr þenslu á fasteignamarkaði með hagkvæmum lausnum fyrir kaupendur íbúða. „Hérna gerist ekkert nema rétt fyrir kosningar. Ég vænti þess að sett verði Íslandsmet í úthlutun lóða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum. Það er enginn að fylgjast með því hvað hinn er að gera og hvert fara þessar lóðir? Fara þær í hendurnar á bröskurunum, eins og fyrir hrun? Lóðir ganga kaupum og sölum í gegnum fasteignafélög eða fasteignabraskara og þetta endar síðan í fanginu á okkur neytendum, fólkinu sem þarf að borga fyrir þetta á uppsprengdu verði, þangað til næsta bóla springur.“ Ragnar vill að komið sé í veg fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í íslenskum bönkum og að fjármögnun lífeyrissjóða til útlána bankanna sé lágmörkuð. Sú tenging sé óæskileg, eins og tíðkaðist fyrir hrun. „Bankakerfið hafði gríðarleg ítök í lífeyrissjóðunum og öfugt. Lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf í bönkunum og bankarnir buðu 100% íbúðalán.“ Almenningur hafi í kjölfarið þurft að taka afleiðingum þess eftir hrun. Hann telur að lífeyrissjóðirnir ættu að standa að viðskiptabanka á félagslegum grunni, sem ekki hefur tengsl við fjárfestingabankastarfsemi. „Tilgangurinn er að þjónusta viðskiptavini og smærri fyrirtæki. Ef fólk lendir í vandræðum er ekki farið í að selja ofan af því heldur er farið í að byggja einstaklinginn og fyrirtækin upp, skapa umhverfi eftir greiðslugetu hverju sinni. Við getum öll lent í niðursveiflum og erum stundum ekki í stakk búin til þess að takast á við þær en ef við höfum þolinmæði og viðmót banka, sem vinnur með okkur en ekki á móti, þá eru okkur allir vegir færir. Þetta er miklu betri framtíðarsýn á bankakerfið.“ Ragnar segir engan vilja til breytinga hjá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins, þrátt fyrir skýran lagaramma.Lög um lífeyrissjóði fjúka í gegnum Alþingi eins og hver annar gegnumtrekkur þegar þau eru sett fram. Og af hverju er þetta svona? Jú, vegna þess að ASÍ og til dæmis Samtök atvinnulífsins, sem stjórna þessu kerfi, vilja ekki breyta því. Hann telur að lífeyrissjóðir ættu að sinna samfélagslegri ábyrgð betur, til dæmis með því að byggja nokkur þúsund íbúðir fyrir aldraða. „Hvati kerfisins í dag er fyrst og fremst völd. Það eru engin völd í því að taka þátt í samfélagslegri uppbyggingu.“ Ragnar hefur setið í stjórn VR í átta ár en hefur aldrei komist að í stefnumótunarvinnu innan Alþýðusambandsins eða VR um framtíðarhlutverk lífeyrissjóðanna. „Okkur sem höfum aðrar skoðanir eða hugmyndir, er haldið utan við alla vinnu um stefnumótun. Þannig vinnur verkalýðshreyfingin. Hún hlustar ekki. Þetta er vandamálið. Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihlutastuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. Þetta snýst ekki um mig sem persónu. Þetta snýst um að breyta þessu kerfi og við breytum þessu ekki ef við erum með forystu sem hlustar ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Sjá meira
„Lífeyrissjóðakerfið ætti að stærstum hluta að vera utan íslensks hagkerfis,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Lífeyrissjóðirnir séu með stærstu eigendum smásöluverslana á Íslandi og hafi hag af hárri álagningu og lágum launum. Kerfið vinni á móti lífsgæðum fólks frá degi til dags. Ragnar bendir á að sjóðirnir séu stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi. „Lífeyrissjóðakerfið setur framtíðarkynslóðir í stórkostleg vandræði. Lífeyrissjóðir eru leigurisar á leigumarkaði í gegnum félög eins og Gamma og fleiri leigufélög og hafa þar af leiðandi hag af hárri leigu. Sjóðirnir eru stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi og hafa þar af leiðandi hag af verðtryggingunni og háum vöxtum.“ Lífeyrissjóðirnir ættu að gera meira til þess að draga úr þenslu á fasteignamarkaði með hagkvæmum lausnum fyrir kaupendur íbúða. „Hérna gerist ekkert nema rétt fyrir kosningar. Ég vænti þess að sett verði Íslandsmet í úthlutun lóða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum. Það er enginn að fylgjast með því hvað hinn er að gera og hvert fara þessar lóðir? Fara þær í hendurnar á bröskurunum, eins og fyrir hrun? Lóðir ganga kaupum og sölum í gegnum fasteignafélög eða fasteignabraskara og þetta endar síðan í fanginu á okkur neytendum, fólkinu sem þarf að borga fyrir þetta á uppsprengdu verði, þangað til næsta bóla springur.“ Ragnar vill að komið sé í veg fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í íslenskum bönkum og að fjármögnun lífeyrissjóða til útlána bankanna sé lágmörkuð. Sú tenging sé óæskileg, eins og tíðkaðist fyrir hrun. „Bankakerfið hafði gríðarleg ítök í lífeyrissjóðunum og öfugt. Lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf í bönkunum og bankarnir buðu 100% íbúðalán.“ Almenningur hafi í kjölfarið þurft að taka afleiðingum þess eftir hrun. Hann telur að lífeyrissjóðirnir ættu að standa að viðskiptabanka á félagslegum grunni, sem ekki hefur tengsl við fjárfestingabankastarfsemi. „Tilgangurinn er að þjónusta viðskiptavini og smærri fyrirtæki. Ef fólk lendir í vandræðum er ekki farið í að selja ofan af því heldur er farið í að byggja einstaklinginn og fyrirtækin upp, skapa umhverfi eftir greiðslugetu hverju sinni. Við getum öll lent í niðursveiflum og erum stundum ekki í stakk búin til þess að takast á við þær en ef við höfum þolinmæði og viðmót banka, sem vinnur með okkur en ekki á móti, þá eru okkur allir vegir færir. Þetta er miklu betri framtíðarsýn á bankakerfið.“ Ragnar segir engan vilja til breytinga hjá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins, þrátt fyrir skýran lagaramma.Lög um lífeyrissjóði fjúka í gegnum Alþingi eins og hver annar gegnumtrekkur þegar þau eru sett fram. Og af hverju er þetta svona? Jú, vegna þess að ASÍ og til dæmis Samtök atvinnulífsins, sem stjórna þessu kerfi, vilja ekki breyta því. Hann telur að lífeyrissjóðir ættu að sinna samfélagslegri ábyrgð betur, til dæmis með því að byggja nokkur þúsund íbúðir fyrir aldraða. „Hvati kerfisins í dag er fyrst og fremst völd. Það eru engin völd í því að taka þátt í samfélagslegri uppbyggingu.“ Ragnar hefur setið í stjórn VR í átta ár en hefur aldrei komist að í stefnumótunarvinnu innan Alþýðusambandsins eða VR um framtíðarhlutverk lífeyrissjóðanna. „Okkur sem höfum aðrar skoðanir eða hugmyndir, er haldið utan við alla vinnu um stefnumótun. Þannig vinnur verkalýðshreyfingin. Hún hlustar ekki. Þetta er vandamálið. Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihlutastuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. Þetta snýst ekki um mig sem persónu. Þetta snýst um að breyta þessu kerfi og við breytum þessu ekki ef við erum með forystu sem hlustar ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Sjá meira