Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Höskuldur Kári Schram skrifar 2. maí 2017 18:45 Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. Lyfjagagnagrunni Landlæknis er ætlað að veita upplýsingar um meðal annars þróun lyfjanotkunar hér á landi og einnig til að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Ingunn Björnsdóttir er dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló í Noregi en hún starfaði áður hjá Landlæknisembættinu. Í mörg ár hefur hún bent á villur í gagnagrunninum sem gera það að verkum að hann gefur rangar upplýsingar um lyfjanotkun landsmanna. „Kannski svæsnasta villan var þegar það fóru inn 71.712 pakkar af ákveðnu sýklalyfi á einn sjúkling. Það var út af því að það hafði verið slegið óvart inn vörunúmer í staðinn fyrir pakkafjölda. Apótekið hefur haldið það hafi verið á öðrum stað í tölvukerfinu heldur en raunin var. Það átti að vera girðing sem stoppaði allt yfir 40 eintök en hún virkaði ekki,“ segir Ingunn. Hún segir að koma megi í veg fyrir mistök af þessu tagi með því að villuvakta gagnagrunninn. Svipuð dæmi megi finna varðandi amfetamíntöflur og í fyrra hafi tíu þúsund töflur verið ofskráðar. „Sem er rosalega mikið þegar haft er í huga að samtals fóru á markað af þessu lyfi um 73 þúsund töflur,“ segir Ingunn. Íslendingar eiga meðal annars Norðurlandametið í notkun ADHD lyfja en Ingunn segir mögulegt að skýra megi það met út frá villum af þessu tagi. Landlæknir segir í minnisblaði til velferðarráðuneytisins í október á síðasta ári að endurteknar staðhæfingar Ingunnar í fjölmiðlum um að gagnagrunnurinn sé uppfullur af villum standist enga skoðun. Þrátt fyrir það séu allir ábendingar um villur teknar alvarlega. Sjúkratryggingar Íslands viðurkenna hins vegar villu í forriti í minnisblaði sem var sent forstjóra stofnunarinnar í janúarmánuði síðastliðinum. Ingunn segir alvarlegt ef ekki er hægt að treysta þeim upplýsingum sem koma fram í gagnagrunni. „Ég er ekki sú eina sem hefur bent á að lélegir heilsufarsgagnagrunnar geti verið hættulegir. Geti í raun leitt til dauðsfalla,“ segir Ingunn. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira
Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. Lyfjagagnagrunni Landlæknis er ætlað að veita upplýsingar um meðal annars þróun lyfjanotkunar hér á landi og einnig til að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Ingunn Björnsdóttir er dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló í Noregi en hún starfaði áður hjá Landlæknisembættinu. Í mörg ár hefur hún bent á villur í gagnagrunninum sem gera það að verkum að hann gefur rangar upplýsingar um lyfjanotkun landsmanna. „Kannski svæsnasta villan var þegar það fóru inn 71.712 pakkar af ákveðnu sýklalyfi á einn sjúkling. Það var út af því að það hafði verið slegið óvart inn vörunúmer í staðinn fyrir pakkafjölda. Apótekið hefur haldið það hafi verið á öðrum stað í tölvukerfinu heldur en raunin var. Það átti að vera girðing sem stoppaði allt yfir 40 eintök en hún virkaði ekki,“ segir Ingunn. Hún segir að koma megi í veg fyrir mistök af þessu tagi með því að villuvakta gagnagrunninn. Svipuð dæmi megi finna varðandi amfetamíntöflur og í fyrra hafi tíu þúsund töflur verið ofskráðar. „Sem er rosalega mikið þegar haft er í huga að samtals fóru á markað af þessu lyfi um 73 þúsund töflur,“ segir Ingunn. Íslendingar eiga meðal annars Norðurlandametið í notkun ADHD lyfja en Ingunn segir mögulegt að skýra megi það met út frá villum af þessu tagi. Landlæknir segir í minnisblaði til velferðarráðuneytisins í október á síðasta ári að endurteknar staðhæfingar Ingunnar í fjölmiðlum um að gagnagrunnurinn sé uppfullur af villum standist enga skoðun. Þrátt fyrir það séu allir ábendingar um villur teknar alvarlega. Sjúkratryggingar Íslands viðurkenna hins vegar villu í forriti í minnisblaði sem var sent forstjóra stofnunarinnar í janúarmánuði síðastliðinum. Ingunn segir alvarlegt ef ekki er hægt að treysta þeim upplýsingum sem koma fram í gagnagrunni. „Ég er ekki sú eina sem hefur bent á að lélegir heilsufarsgagnagrunnar geti verið hættulegir. Geti í raun leitt til dauðsfalla,“ segir Ingunn.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira