Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Höskuldur Kári Schram skrifar 2. maí 2017 18:45 Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. Lyfjagagnagrunni Landlæknis er ætlað að veita upplýsingar um meðal annars þróun lyfjanotkunar hér á landi og einnig til að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Ingunn Björnsdóttir er dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló í Noregi en hún starfaði áður hjá Landlæknisembættinu. Í mörg ár hefur hún bent á villur í gagnagrunninum sem gera það að verkum að hann gefur rangar upplýsingar um lyfjanotkun landsmanna. „Kannski svæsnasta villan var þegar það fóru inn 71.712 pakkar af ákveðnu sýklalyfi á einn sjúkling. Það var út af því að það hafði verið slegið óvart inn vörunúmer í staðinn fyrir pakkafjölda. Apótekið hefur haldið það hafi verið á öðrum stað í tölvukerfinu heldur en raunin var. Það átti að vera girðing sem stoppaði allt yfir 40 eintök en hún virkaði ekki,“ segir Ingunn. Hún segir að koma megi í veg fyrir mistök af þessu tagi með því að villuvakta gagnagrunninn. Svipuð dæmi megi finna varðandi amfetamíntöflur og í fyrra hafi tíu þúsund töflur verið ofskráðar. „Sem er rosalega mikið þegar haft er í huga að samtals fóru á markað af þessu lyfi um 73 þúsund töflur,“ segir Ingunn. Íslendingar eiga meðal annars Norðurlandametið í notkun ADHD lyfja en Ingunn segir mögulegt að skýra megi það met út frá villum af þessu tagi. Landlæknir segir í minnisblaði til velferðarráðuneytisins í október á síðasta ári að endurteknar staðhæfingar Ingunnar í fjölmiðlum um að gagnagrunnurinn sé uppfullur af villum standist enga skoðun. Þrátt fyrir það séu allir ábendingar um villur teknar alvarlega. Sjúkratryggingar Íslands viðurkenna hins vegar villu í forriti í minnisblaði sem var sent forstjóra stofnunarinnar í janúarmánuði síðastliðinum. Ingunn segir alvarlegt ef ekki er hægt að treysta þeim upplýsingum sem koma fram í gagnagrunni. „Ég er ekki sú eina sem hefur bent á að lélegir heilsufarsgagnagrunnar geti verið hættulegir. Geti í raun leitt til dauðsfalla,“ segir Ingunn. Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. Lyfjagagnagrunni Landlæknis er ætlað að veita upplýsingar um meðal annars þróun lyfjanotkunar hér á landi og einnig til að hafa eftirlit með ávísunum lækna á lyf. Ingunn Björnsdóttir er dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló í Noregi en hún starfaði áður hjá Landlæknisembættinu. Í mörg ár hefur hún bent á villur í gagnagrunninum sem gera það að verkum að hann gefur rangar upplýsingar um lyfjanotkun landsmanna. „Kannski svæsnasta villan var þegar það fóru inn 71.712 pakkar af ákveðnu sýklalyfi á einn sjúkling. Það var út af því að það hafði verið slegið óvart inn vörunúmer í staðinn fyrir pakkafjölda. Apótekið hefur haldið það hafi verið á öðrum stað í tölvukerfinu heldur en raunin var. Það átti að vera girðing sem stoppaði allt yfir 40 eintök en hún virkaði ekki,“ segir Ingunn. Hún segir að koma megi í veg fyrir mistök af þessu tagi með því að villuvakta gagnagrunninn. Svipuð dæmi megi finna varðandi amfetamíntöflur og í fyrra hafi tíu þúsund töflur verið ofskráðar. „Sem er rosalega mikið þegar haft er í huga að samtals fóru á markað af þessu lyfi um 73 þúsund töflur,“ segir Ingunn. Íslendingar eiga meðal annars Norðurlandametið í notkun ADHD lyfja en Ingunn segir mögulegt að skýra megi það met út frá villum af þessu tagi. Landlæknir segir í minnisblaði til velferðarráðuneytisins í október á síðasta ári að endurteknar staðhæfingar Ingunnar í fjölmiðlum um að gagnagrunnurinn sé uppfullur af villum standist enga skoðun. Þrátt fyrir það séu allir ábendingar um villur teknar alvarlega. Sjúkratryggingar Íslands viðurkenna hins vegar villu í forriti í minnisblaði sem var sent forstjóra stofnunarinnar í janúarmánuði síðastliðinum. Ingunn segir alvarlegt ef ekki er hægt að treysta þeim upplýsingum sem koma fram í gagnagrunni. „Ég er ekki sú eina sem hefur bent á að lélegir heilsufarsgagnagrunnar geti verið hættulegir. Geti í raun leitt til dauðsfalla,“ segir Ingunn.
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira