Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2017 21:00 Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. Sjómenn á norðanverðu landinu virðast þó almennt hafa ýtt úr vör. Í Hafnarfjarðarhöfn voru strandveiðisjómenn að huga að bátum sínum í dag, þeirra á meðal Guðni Einarsson, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Hann komst ekki til veiða vegna brælu, frekar en meirihluti þeirra nærri 400 einstaklinga sem hlotið hafa leyfi til strandveiða í ár, en Landhelgisgæslan áætlar þó að um 150 strandveiðibátar hafi verið á sjó í dag. Strandveiðarnar voru teknar upp fyrir átta árum en þær eru eina tækifæri kvótalausra manna til að stunda atvinnuveiðar en þó í takmörkuðum mæli og aðeins yfir sumartímann fjóra daga vikunnar í fjóra mánuði. Fyrsta sumarið 2009 var samtals leyft að veiða sex þúsund tonn yfir landið en í ár má veiða alls 9.200 tonn, eða 53 prósent meira. Landinu er skipt í fjögur veiðisvæði og hefur hvert sinn pott fyrir hvern mánuð og hann klárast oft á einni til tveim vikum. Hver bátur má veiða að hámarki 650 þorskígildiskíló á dag sem gera 774 kíló af þorski upp úr sjó á dag. Fjárhagslega eru strandveiðarnar ekki jafn kræsilegar í ár miðað við mörg undanfarin ár. Á sama tíma í fyrra var markaðsverð á óslægðum þorski til dæmis um 250 krónur. Núna er verðið í kringum 190 krónur og hefur þannig lækkað um 24 prósent, meðal annars vegna styrkingar krónunnar. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. Sjómenn á norðanverðu landinu virðast þó almennt hafa ýtt úr vör. Í Hafnarfjarðarhöfn voru strandveiðisjómenn að huga að bátum sínum í dag, þeirra á meðal Guðni Einarsson, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Hann komst ekki til veiða vegna brælu, frekar en meirihluti þeirra nærri 400 einstaklinga sem hlotið hafa leyfi til strandveiða í ár, en Landhelgisgæslan áætlar þó að um 150 strandveiðibátar hafi verið á sjó í dag. Strandveiðarnar voru teknar upp fyrir átta árum en þær eru eina tækifæri kvótalausra manna til að stunda atvinnuveiðar en þó í takmörkuðum mæli og aðeins yfir sumartímann fjóra daga vikunnar í fjóra mánuði. Fyrsta sumarið 2009 var samtals leyft að veiða sex þúsund tonn yfir landið en í ár má veiða alls 9.200 tonn, eða 53 prósent meira. Landinu er skipt í fjögur veiðisvæði og hefur hvert sinn pott fyrir hvern mánuð og hann klárast oft á einni til tveim vikum. Hver bátur má veiða að hámarki 650 þorskígildiskíló á dag sem gera 774 kíló af þorski upp úr sjó á dag. Fjárhagslega eru strandveiðarnar ekki jafn kræsilegar í ár miðað við mörg undanfarin ár. Á sama tíma í fyrra var markaðsverð á óslægðum þorski til dæmis um 250 krónur. Núna er verðið í kringum 190 krónur og hefur þannig lækkað um 24 prósent, meðal annars vegna styrkingar krónunnar.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira