Oddný vill allan viðbótarkvóta á uppboð Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 13:00 Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. Vísir/Anton Þingflokksformaður Samfylkingarinnar vill að viðbótar veiðiheimildir verði boðnar upp á markaði og hvetur sjávarútvegsráðherra til að setja slíkar heimildir á uppboð. Ráðherra segir þverpólitíska nefnd bráðlega hefja störf um tillögur um stjórn fiskveiða og vill bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. En tveir af núverandi stjórnarflokkum hefðu haft þetta mál á stefnuskrám sínum fyrir síðustu kosningar, Björt framtíð og Viðreisn. Beinast lægi við að nota tilboð og tilboðsmarkaði þegar viðbótarveiðiheimildum verði útdeilt samkvæmt tillögum Hafrannsóknarstofnunar.Oddný sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra tíðrætt um að sátt næðist um sjávarauðlindina en hæpið væri að það gerðist fyrr en veiðigjald ákvarðaðist á markaðslegum forsendum. „Þannig fæst sanngjarnt verð og fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar, getur treyst því að ekki sé verið að hygla einum umfram annan. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni en en það er hægt að taka strax á næsta fiskveiðiári skref í rétta átt,“ sagði Oddný. Þorskkvótinn hafi verið aukinn um 21 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári og um fimm þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt nýjustu mælingum hafi þorskstofninn aldrei verið stærri. Því megi búast við viðbótarkvóta á næsta fiskveiðiári, í það minnsta á kjörtímabilinu. „Ef viðbótarkvótinn yrði boðinn út fengju smærri útgerðir tækifæri til að fá kvóta á lægra en stóru útgerðirnar eru að leigja hann á. Núna gengur kílóið á rúmar 200 krónur frá útgerðunum. En veiðigjaldið sem rennur til ríkisins er aðeins rétt um 11 krónur. Það fengist einnig reynsla af útboðsleiðinni sem sem nýta mætti í sáttaumræðum sem sem ráðherrann hæstvirtur hyggst hrinda af stað. Ég vil því spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra hvort henni finnst það ekki réttlátt og góð tillaga að viðbótarkvótinn, hver sem hann verður, verði boðinn út í stað þess að færa hann þeim útgerðum sem eru með kvóta fyrir,“ spurði Oddný. Sjávarútvegsráðherra sagði að í þessari viku yrði lokið við að skipa nefnd fulltrúa allra flokka á Alþingi sem hefði það hlutverk að sætta sjónarmið varðandi úthlutun veiðiheimilda og gjaldtöku vegna þeirra. Flestir flokka á Alþingi hafi komið að því að móta kerfið sem skilað hafi hagræðingu í greininni og uppbyggingu fiskistofna. „En hvað spurningu háttvirts þingmanns varðar, þá er ýmislegt í henni sem hægt er að taka undir. En ég vil benda á það að á meðan nefndin sem hefur ekki mikinn tíma, hún hefur út þetta ár; að meðan að hún er að störfum tel ég rétt að hún fái svigrúm til að meta hvaða leiðir eru bestar til að stuðla að sem víðtækastri sátt um þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar vill að viðbótar veiðiheimildir verði boðnar upp á markaði og hvetur sjávarútvegsráðherra til að setja slíkar heimildir á uppboð. Ráðherra segir þverpólitíska nefnd bráðlega hefja störf um tillögur um stjórn fiskveiða og vill bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. En tveir af núverandi stjórnarflokkum hefðu haft þetta mál á stefnuskrám sínum fyrir síðustu kosningar, Björt framtíð og Viðreisn. Beinast lægi við að nota tilboð og tilboðsmarkaði þegar viðbótarveiðiheimildum verði útdeilt samkvæmt tillögum Hafrannsóknarstofnunar.Oddný sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra tíðrætt um að sátt næðist um sjávarauðlindina en hæpið væri að það gerðist fyrr en veiðigjald ákvarðaðist á markaðslegum forsendum. „Þannig fæst sanngjarnt verð og fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar, getur treyst því að ekki sé verið að hygla einum umfram annan. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni en en það er hægt að taka strax á næsta fiskveiðiári skref í rétta átt,“ sagði Oddný. Þorskkvótinn hafi verið aukinn um 21 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári og um fimm þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt nýjustu mælingum hafi þorskstofninn aldrei verið stærri. Því megi búast við viðbótarkvóta á næsta fiskveiðiári, í það minnsta á kjörtímabilinu. „Ef viðbótarkvótinn yrði boðinn út fengju smærri útgerðir tækifæri til að fá kvóta á lægra en stóru útgerðirnar eru að leigja hann á. Núna gengur kílóið á rúmar 200 krónur frá útgerðunum. En veiðigjaldið sem rennur til ríkisins er aðeins rétt um 11 krónur. Það fengist einnig reynsla af útboðsleiðinni sem sem nýta mætti í sáttaumræðum sem sem ráðherrann hæstvirtur hyggst hrinda af stað. Ég vil því spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra hvort henni finnst það ekki réttlátt og góð tillaga að viðbótarkvótinn, hver sem hann verður, verði boðinn út í stað þess að færa hann þeim útgerðum sem eru með kvóta fyrir,“ spurði Oddný. Sjávarútvegsráðherra sagði að í þessari viku yrði lokið við að skipa nefnd fulltrúa allra flokka á Alþingi sem hefði það hlutverk að sætta sjónarmið varðandi úthlutun veiðiheimilda og gjaldtöku vegna þeirra. Flestir flokka á Alþingi hafi komið að því að móta kerfið sem skilað hafi hagræðingu í greininni og uppbyggingu fiskistofna. „En hvað spurningu háttvirts þingmanns varðar, þá er ýmislegt í henni sem hægt er að taka undir. En ég vil benda á það að á meðan nefndin sem hefur ekki mikinn tíma, hún hefur út þetta ár; að meðan að hún er að störfum tel ég rétt að hún fái svigrúm til að meta hvaða leiðir eru bestar til að stuðla að sem víðtækastri sátt um þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira