Amman sem fær ekki að hitta barnabörn sín Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2017 13:20 Vigdís: "Vinkona mín varð að læðast á sunnudaginn var til að sjá barnabarnið sitt fermt. Þarna sat hún í kirkjunni og grét. Það var ömmugrátur, og hverjum er ekki sama um hann?“ gettys Vigdís Grímsdóttir rithöfundur segir harmræna sögu á Facebook af vinkonu sinni sem er amma sem ekki fær að hitta barnabörn sín. Vigdís rekur það hvernig ónefnd vinkona hennar, sem einstæð móðir, hafi gert allt sem í hennar valdi stóð, fyrir syni sína tvo. Sem seinna, þegar þeir voru orðnir feður, meina henni nú að hitta barnabörn sín.Má ekki vera amma barnabarna sinnaFrásögn Vigdísar er á þessa leið: „Vinkona mín á tvo syni sem telja sig góða borgara; allt lífið reyndi hún að gera allt það besta sem hún gat fyrir þá. En sjálfsagt gat hún, einstæð móðir, pabbinn löngu horfinn og hafði engan áhuga á drengjunum, ekki gefið þeim nógu mikið. Við sem þekkjum viðkomandi konu vitum ekki hvað leiddi til þess að synir hennar ákváðu að hún mætti ekki vera amma barnabarnanna sinna. Við vitum ekki hvað leiddi til þess að þeir tálmuðu henni umgengni við þau. En við vitum að hún var og er sjálfstæð kona! Vinkonu minni var ekki boðið í hús sona sinna, ekki í veislur þeirra, ekki í afmæli barna þeirra, ekki um jól, páska, aldrei. Hún var útskúfuð, hún var ekki til, hún átti engan rétt. Samt var hún forsenda lífsins sem synir hennar höfnuðu,“ segir Vigdís. Og hún heldur áfram:Ömmugrátur í kirkjunni „Vinkona mín varð að læðast á sunnudaginn var til að sjá barnabarnið sitt fermt. Þarna sat hún í kirkjunni og grét. Það var ömmugrátur, og hverjum er ekki sama um hann?Vigdís segir harmræna sögu af ömmu sem meinað er að hitta barnabörn sín. Og laumaðist í kirkju til að fylgjast með því þegar eitt þeirra var fermt.visir/pjeturEr einhversstaðar einhver löggjöf sem tekur á tálmun einsog þessari? Eða flokkast þetta kannski ekki undir tálmun? Hversu mörg ár eiga þeir synir skilið að sitja inni sem tálma sinni eigin móður hamingju og gleði með barnabörnunum sínum?“ Svo mörg voru þau orð. Færsla Vigdísar hefur vakið verulega athygli og hafa menn á Fb-vegg hennar velt því upp hvort ekki vanti eitthvað inní frásögnina, að amman hljóti að hafa gert eitthvað af sér eða unnið sér eitthvað til óyndis? En, Vigdís ítrekar að amman hafi engar skýringar fengið á því hvers vegna henni er meinað að hitta barnabörn sín. Og Vigdís spyr hvort amman eigi engan rétt?Ekkert við þessu að geraVísir bar þetta dæmi undir Helgu Völu Helgadóttur lögmann en hún hefur fengist talsvert við forsjármál í störfum sínum. Hún vitnar í lög um umgengni við aðra: „Ef annað foreldra barns er látið eða bæði, foreldri er ókleift að rækja umgengnisskyldur sínar við barn eða foreldri nýtur verulega takmarkaðrar umgegni á barnið rétt á umgengni við nána vandamenn þess foreldris eða aðra nákomna barni, enda verði það talið til hagsbóta fyrir barnið.“ Helga Vala segist ekki þekkja þetta tiltekna dæmi nógu vel og henni finnst, eins og svo mörgum, sem eitthvað vanti í frásögnina. „En, þetta er sem sagt ef foreldri er látið eða til dæmis í fangelsi eða útlöndum. En, ef foreldri hins vegar vill ekki leyfa umgengni, þá er ekkert við þessu að gera.“ Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur segir harmræna sögu á Facebook af vinkonu sinni sem er amma sem ekki fær að hitta barnabörn sín. Vigdís rekur það hvernig ónefnd vinkona hennar, sem einstæð móðir, hafi gert allt sem í hennar valdi stóð, fyrir syni sína tvo. Sem seinna, þegar þeir voru orðnir feður, meina henni nú að hitta barnabörn sín.Má ekki vera amma barnabarna sinnaFrásögn Vigdísar er á þessa leið: „Vinkona mín á tvo syni sem telja sig góða borgara; allt lífið reyndi hún að gera allt það besta sem hún gat fyrir þá. En sjálfsagt gat hún, einstæð móðir, pabbinn löngu horfinn og hafði engan áhuga á drengjunum, ekki gefið þeim nógu mikið. Við sem þekkjum viðkomandi konu vitum ekki hvað leiddi til þess að synir hennar ákváðu að hún mætti ekki vera amma barnabarnanna sinna. Við vitum ekki hvað leiddi til þess að þeir tálmuðu henni umgengni við þau. En við vitum að hún var og er sjálfstæð kona! Vinkonu minni var ekki boðið í hús sona sinna, ekki í veislur þeirra, ekki í afmæli barna þeirra, ekki um jól, páska, aldrei. Hún var útskúfuð, hún var ekki til, hún átti engan rétt. Samt var hún forsenda lífsins sem synir hennar höfnuðu,“ segir Vigdís. Og hún heldur áfram:Ömmugrátur í kirkjunni „Vinkona mín varð að læðast á sunnudaginn var til að sjá barnabarnið sitt fermt. Þarna sat hún í kirkjunni og grét. Það var ömmugrátur, og hverjum er ekki sama um hann?Vigdís segir harmræna sögu af ömmu sem meinað er að hitta barnabörn sín. Og laumaðist í kirkju til að fylgjast með því þegar eitt þeirra var fermt.visir/pjeturEr einhversstaðar einhver löggjöf sem tekur á tálmun einsog þessari? Eða flokkast þetta kannski ekki undir tálmun? Hversu mörg ár eiga þeir synir skilið að sitja inni sem tálma sinni eigin móður hamingju og gleði með barnabörnunum sínum?“ Svo mörg voru þau orð. Færsla Vigdísar hefur vakið verulega athygli og hafa menn á Fb-vegg hennar velt því upp hvort ekki vanti eitthvað inní frásögnina, að amman hljóti að hafa gert eitthvað af sér eða unnið sér eitthvað til óyndis? En, Vigdís ítrekar að amman hafi engar skýringar fengið á því hvers vegna henni er meinað að hitta barnabörn sín. Og Vigdís spyr hvort amman eigi engan rétt?Ekkert við þessu að geraVísir bar þetta dæmi undir Helgu Völu Helgadóttur lögmann en hún hefur fengist talsvert við forsjármál í störfum sínum. Hún vitnar í lög um umgengni við aðra: „Ef annað foreldra barns er látið eða bæði, foreldri er ókleift að rækja umgengnisskyldur sínar við barn eða foreldri nýtur verulega takmarkaðrar umgegni á barnið rétt á umgengni við nána vandamenn þess foreldris eða aðra nákomna barni, enda verði það talið til hagsbóta fyrir barnið.“ Helga Vala segist ekki þekkja þetta tiltekna dæmi nógu vel og henni finnst, eins og svo mörgum, sem eitthvað vanti í frásögnina. „En, þetta er sem sagt ef foreldri er látið eða til dæmis í fangelsi eða útlöndum. En, ef foreldri hins vegar vill ekki leyfa umgengni, þá er ekkert við þessu að gera.“
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira