Lífið

Bein útsending: Rauði dregillinn í Kænugarði

Vísir/Stefán Árni
Opnunarhátíð Eurovision-keppninnar í Kænugarði hefst klukkan 14. Sýnt verður beint frá rauða dreglinum þar sem fulltrúar þátttökulandanna munu fara um í sínu fínasta pússi og ræða við fjölmiðla.

Svala Björgvinsdóttir er fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni í ár, en hún mun stíga á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu á þriðjudag.

Sjá má útsendingu frá rauða dreglinum að neðan.

Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. 

Þá verð
ur sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.  

Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu LífsinsFacebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×