Lífið

Gospelkór Norðurlandanna sló í gegn og truflaði Gísla Martein í miðju viðtali

Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa
Skandinavíska partýið fór fram á Premier Palace hótelinu í miðborg Kænugarðs í gærkvöldi.

Mikil stemning var á svæðinu og mættu allir keppendur Norðurlandanna auk Eistanna.

Svala Björgvinsdóttir mætti á svæðið og veitti fjölmiðlum viðtöl. Öll Norðurlöndin eru með gospel söngvara í sínu atriði og má segja að þeir hafi verið stjörnur gærkvöldsins.

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem lýsir keppninni á RÚV, var hreinlega truflaður í miðju viðtali þegar gospelkór Norðurlandanna byrjaði að þenja raddböndin.

Hér að neðan má sjá stemninguna í partýinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×