„Þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 8. maí 2017 17:00 Mikið að gera hjá Felix úti í Úkraínu. „Ég var að taka við af Jónatan Garðarssyni og það eru stórir skór að fylla,“ segir Felix Bergsson sem er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. „Ég held utan um alla okkar framgöngu hér úti og passa upp á það að allir séu á réttum stað á réttum tíma og ég er svona okkar andlit út á við gagnvart öðrum þjóðum.“ Felix segir að íslensa hópnum sé mjög vel tekið úti í Kænugarði. „Eurovision er alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbrigði af því leytinu til að hér eru 42 þjóðir að keppa en samt sem áður eru þær líka bara að koma saman og syngja,“ segir fararstjórinn og bætir við að það hafi alltaf verið hugsun keppninnar að þjóðir gætu sameinast í söng. „Keppnin er sett á stökk í kjölfar hina hræðilegu heimstyrjalda í álfunni og var því hugsunin sú að þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan. Það er nákvæmlega svoleiðis stemmning hér. Hér er fólk að syngja saman og það reynir eins og það mögulega getur að leiða pólitíkina hjá sér.“ Hann segir að það sé samt sem áður alltaf einhver pólitík í Eurovision. „Maður sér það til að mynda í máli Rússa og Úkraínumanna. Þær þjóðir eru bara í hálfgerðu stríði þó að maður megi kannski ekki segja það upphátt. Þar að leiðandi er þetta alltaf flókið. “Stúttfullur staður af hæfileikaríkum listamönnum Felix segir að það sé allt að langmestu leyti mjög friðsamlegt. „Fyrst og fremst eru hér listamenn og mikið af hæfileikafólki sem er að koma hérna saman og það er það sem allir upplifa sem koma á Eurovision í fyrsta sinn, hvað það er mikið af hæfileikafólki. Margir tala um þetta sem sirkus og vissulega er þetta sjónvarpsþáttur og afþreygingarefni en það er mikið af hæfileikafólki og mikið af góðum sjónvarpsmönnum.“ Hann segir að það hafi verið tekið vel á móti Svölu Björgvinsdóttur sem stígur á svið í dómararennslinu í Kænugarði í kvöld. „Við gerum okkur mjög vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem okkur er falin, við erum hér fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Við reynum að koma vel fram og gera okkar allra allra besta. Við verðum bara að sjá til hvernig gengur á mánudags og þriðjudagskvöldið.“ Felix segir að kvöldið í kvöld sé gríðarlega mikilvægt en þar koma inn helmingur af stigum þjóðanna. „Í kvöld mun dómnefnd úr hverju landi sem er með okkur í riðli gefa stig og telur það alveg jafn mikið og atkvæðin á þriðjudagskvöldinu.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis. Eurovision Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Ég var að taka við af Jónatan Garðarssyni og það eru stórir skór að fylla,“ segir Felix Bergsson sem er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. „Ég held utan um alla okkar framgöngu hér úti og passa upp á það að allir séu á réttum stað á réttum tíma og ég er svona okkar andlit út á við gagnvart öðrum þjóðum.“ Felix segir að íslensa hópnum sé mjög vel tekið úti í Kænugarði. „Eurovision er alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbrigði af því leytinu til að hér eru 42 þjóðir að keppa en samt sem áður eru þær líka bara að koma saman og syngja,“ segir fararstjórinn og bætir við að það hafi alltaf verið hugsun keppninnar að þjóðir gætu sameinast í söng. „Keppnin er sett á stökk í kjölfar hina hræðilegu heimstyrjalda í álfunni og var því hugsunin sú að þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan. Það er nákvæmlega svoleiðis stemmning hér. Hér er fólk að syngja saman og það reynir eins og það mögulega getur að leiða pólitíkina hjá sér.“ Hann segir að það sé samt sem áður alltaf einhver pólitík í Eurovision. „Maður sér það til að mynda í máli Rússa og Úkraínumanna. Þær þjóðir eru bara í hálfgerðu stríði þó að maður megi kannski ekki segja það upphátt. Þar að leiðandi er þetta alltaf flókið. “Stúttfullur staður af hæfileikaríkum listamönnum Felix segir að það sé allt að langmestu leyti mjög friðsamlegt. „Fyrst og fremst eru hér listamenn og mikið af hæfileikafólki sem er að koma hérna saman og það er það sem allir upplifa sem koma á Eurovision í fyrsta sinn, hvað það er mikið af hæfileikafólki. Margir tala um þetta sem sirkus og vissulega er þetta sjónvarpsþáttur og afþreygingarefni en það er mikið af hæfileikafólki og mikið af góðum sjónvarpsmönnum.“ Hann segir að það hafi verið tekið vel á móti Svölu Björgvinsdóttur sem stígur á svið í dómararennslinu í Kænugarði í kvöld. „Við gerum okkur mjög vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem okkur er falin, við erum hér fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Við reynum að koma vel fram og gera okkar allra allra besta. Við verðum bara að sjá til hvernig gengur á mánudags og þriðjudagskvöldið.“ Felix segir að kvöldið í kvöld sé gríðarlega mikilvægt en þar koma inn helmingur af stigum þjóðanna. „Í kvöld mun dómnefnd úr hverju landi sem er með okkur í riðli gefa stig og telur það alveg jafn mikið og atkvæðin á þriðjudagskvöldinu.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.
Eurovision Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira