„Þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 8. maí 2017 17:00 Mikið að gera hjá Felix úti í Úkraínu. „Ég var að taka við af Jónatan Garðarssyni og það eru stórir skór að fylla,“ segir Felix Bergsson sem er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. „Ég held utan um alla okkar framgöngu hér úti og passa upp á það að allir séu á réttum stað á réttum tíma og ég er svona okkar andlit út á við gagnvart öðrum þjóðum.“ Felix segir að íslensa hópnum sé mjög vel tekið úti í Kænugarði. „Eurovision er alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbrigði af því leytinu til að hér eru 42 þjóðir að keppa en samt sem áður eru þær líka bara að koma saman og syngja,“ segir fararstjórinn og bætir við að það hafi alltaf verið hugsun keppninnar að þjóðir gætu sameinast í söng. „Keppnin er sett á stökk í kjölfar hina hræðilegu heimstyrjalda í álfunni og var því hugsunin sú að þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan. Það er nákvæmlega svoleiðis stemmning hér. Hér er fólk að syngja saman og það reynir eins og það mögulega getur að leiða pólitíkina hjá sér.“ Hann segir að það sé samt sem áður alltaf einhver pólitík í Eurovision. „Maður sér það til að mynda í máli Rússa og Úkraínumanna. Þær þjóðir eru bara í hálfgerðu stríði þó að maður megi kannski ekki segja það upphátt. Þar að leiðandi er þetta alltaf flókið. “Stúttfullur staður af hæfileikaríkum listamönnum Felix segir að það sé allt að langmestu leyti mjög friðsamlegt. „Fyrst og fremst eru hér listamenn og mikið af hæfileikafólki sem er að koma hérna saman og það er það sem allir upplifa sem koma á Eurovision í fyrsta sinn, hvað það er mikið af hæfileikafólki. Margir tala um þetta sem sirkus og vissulega er þetta sjónvarpsþáttur og afþreygingarefni en það er mikið af hæfileikafólki og mikið af góðum sjónvarpsmönnum.“ Hann segir að það hafi verið tekið vel á móti Svölu Björgvinsdóttur sem stígur á svið í dómararennslinu í Kænugarði í kvöld. „Við gerum okkur mjög vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem okkur er falin, við erum hér fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Við reynum að koma vel fram og gera okkar allra allra besta. Við verðum bara að sjá til hvernig gengur á mánudags og þriðjudagskvöldið.“ Felix segir að kvöldið í kvöld sé gríðarlega mikilvægt en þar koma inn helmingur af stigum þjóðanna. „Í kvöld mun dómnefnd úr hverju landi sem er með okkur í riðli gefa stig og telur það alveg jafn mikið og atkvæðin á þriðjudagskvöldinu.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis. Eurovision Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
„Ég var að taka við af Jónatan Garðarssyni og það eru stórir skór að fylla,“ segir Felix Bergsson sem er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. „Ég held utan um alla okkar framgöngu hér úti og passa upp á það að allir séu á réttum stað á réttum tíma og ég er svona okkar andlit út á við gagnvart öðrum þjóðum.“ Felix segir að íslensa hópnum sé mjög vel tekið úti í Kænugarði. „Eurovision er alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbrigði af því leytinu til að hér eru 42 þjóðir að keppa en samt sem áður eru þær líka bara að koma saman og syngja,“ segir fararstjórinn og bætir við að það hafi alltaf verið hugsun keppninnar að þjóðir gætu sameinast í söng. „Keppnin er sett á stökk í kjölfar hina hræðilegu heimstyrjalda í álfunni og var því hugsunin sú að þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan. Það er nákvæmlega svoleiðis stemmning hér. Hér er fólk að syngja saman og það reynir eins og það mögulega getur að leiða pólitíkina hjá sér.“ Hann segir að það sé samt sem áður alltaf einhver pólitík í Eurovision. „Maður sér það til að mynda í máli Rússa og Úkraínumanna. Þær þjóðir eru bara í hálfgerðu stríði þó að maður megi kannski ekki segja það upphátt. Þar að leiðandi er þetta alltaf flókið. “Stúttfullur staður af hæfileikaríkum listamönnum Felix segir að það sé allt að langmestu leyti mjög friðsamlegt. „Fyrst og fremst eru hér listamenn og mikið af hæfileikafólki sem er að koma hérna saman og það er það sem allir upplifa sem koma á Eurovision í fyrsta sinn, hvað það er mikið af hæfileikafólki. Margir tala um þetta sem sirkus og vissulega er þetta sjónvarpsþáttur og afþreygingarefni en það er mikið af hæfileikafólki og mikið af góðum sjónvarpsmönnum.“ Hann segir að það hafi verið tekið vel á móti Svölu Björgvinsdóttur sem stígur á svið í dómararennslinu í Kænugarði í kvöld. „Við gerum okkur mjög vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem okkur er falin, við erum hér fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Við reynum að koma vel fram og gera okkar allra allra besta. Við verðum bara að sjá til hvernig gengur á mánudags og þriðjudagskvöldið.“ Felix segir að kvöldið í kvöld sé gríðarlega mikilvægt en þar koma inn helmingur af stigum þjóðanna. „Í kvöld mun dómnefnd úr hverju landi sem er með okkur í riðli gefa stig og telur það alveg jafn mikið og atkvæðin á þriðjudagskvöldinu.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.
Eurovision Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira