Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 19:42 Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus. Þetta segir landlæknir sem vill endurskoða samning Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs.Klíníkin Ármúla fékk í janúar staðfestingu frá embætti landlæknis á að starfsemi með fimm daga legudeild uppfyllti faglegar lágmarkskröfur, meðal annars um mönnun, húsnæði og tæki. Í kjölfarið hófst umræða um hvort starfsemin þyrfti leyfi frá heilbrigðisráðherra. Skoðun landlæknis var sú að um væri að ræða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og því þyrfti lögum samkvæmt leyfi ráðherra. Velferðarráðuneytið var þessu ósammála og taldi að líta bæri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og því væri ekki þörf á leyfi ráðherra.Þróast nánast stjórnlaustEins og staðan er í dag, hvaða áhrif hefur þessi túlkun að ekki þurfi leyfi ráðherra fyrir svona starfsemi? „Hún hefur í raun þau áhrif að einkarekstur, sem þá er fjármagnaður af ríkinu, hann þróast áfram, nánast stjórnlaust, vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,” segir Birgir Jakobsson, landlæknir.Á kostnað ríkisins Að mati landlæknis er staðan í dag því þessi: Heilbrigðisstofnanir þurfa ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu í formi fimm daga legudeildar, einungis staðfestingu frá Embætti landlæknis um að þær uppfylli faglegar kröfur til rekstrarins. Þá geta þær stofnanir fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Að mati landlæknis mun einkarekstur því halda áfram að aukast án neinna takmarkanna á kostnað ríkisins. „Það er alls ekki viðunandi að mínu mati. Vegna þess að í nýlegri skýrslu sem að Ríkisendurskoðun birtir um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu þá kemur þar fram að fjármagn eða raunútgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs,” segir Birgir.Segja upp samningi LR og SÍ Hann segir lagalegan ágreining sem þennan milli ráðuneytisins og landlæknis bagalegan.Hvað þarf að gera til að leysa þessa stöðu, breyta lögum? „Já nema lögfræðingar komi sér saman um sameiginlega túlkun. Eða, ég held að raunverulega sé leið fram hjá þessu sú að segja upp samningi LR og SÍ og stöðva inntöku lækna á þann samning,” segir Birgir. Samningur Sjúkratrygginga og sérgreinalækna sem Birgir vísar til rennur út á næsta ári. „Ég held að við getum alveg hæglega komið með aðrar aðgerðir í staðinn fyrir þennan samning og fylgt lögum um sjúkratryggingar raunverulega. Vegna þess að þar er talið að ríkið eigi að kaupa heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu. Gera kröfur um magn, gæði, aðgengileika og síðan að koma sér saman um hvað á maður að greiða fyrir þjónustuna,” segir Birgir. Heilbrigðismál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus. Þetta segir landlæknir sem vill endurskoða samning Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs.Klíníkin Ármúla fékk í janúar staðfestingu frá embætti landlæknis á að starfsemi með fimm daga legudeild uppfyllti faglegar lágmarkskröfur, meðal annars um mönnun, húsnæði og tæki. Í kjölfarið hófst umræða um hvort starfsemin þyrfti leyfi frá heilbrigðisráðherra. Skoðun landlæknis var sú að um væri að ræða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og því þyrfti lögum samkvæmt leyfi ráðherra. Velferðarráðuneytið var þessu ósammála og taldi að líta bæri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og því væri ekki þörf á leyfi ráðherra.Þróast nánast stjórnlaustEins og staðan er í dag, hvaða áhrif hefur þessi túlkun að ekki þurfi leyfi ráðherra fyrir svona starfsemi? „Hún hefur í raun þau áhrif að einkarekstur, sem þá er fjármagnaður af ríkinu, hann þróast áfram, nánast stjórnlaust, vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,” segir Birgir Jakobsson, landlæknir.Á kostnað ríkisins Að mati landlæknis er staðan í dag því þessi: Heilbrigðisstofnanir þurfa ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu í formi fimm daga legudeildar, einungis staðfestingu frá Embætti landlæknis um að þær uppfylli faglegar kröfur til rekstrarins. Þá geta þær stofnanir fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Að mati landlæknis mun einkarekstur því halda áfram að aukast án neinna takmarkanna á kostnað ríkisins. „Það er alls ekki viðunandi að mínu mati. Vegna þess að í nýlegri skýrslu sem að Ríkisendurskoðun birtir um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu þá kemur þar fram að fjármagn eða raunútgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs,” segir Birgir.Segja upp samningi LR og SÍ Hann segir lagalegan ágreining sem þennan milli ráðuneytisins og landlæknis bagalegan.Hvað þarf að gera til að leysa þessa stöðu, breyta lögum? „Já nema lögfræðingar komi sér saman um sameiginlega túlkun. Eða, ég held að raunverulega sé leið fram hjá þessu sú að segja upp samningi LR og SÍ og stöðva inntöku lækna á þann samning,” segir Birgir. Samningur Sjúkratrygginga og sérgreinalækna sem Birgir vísar til rennur út á næsta ári. „Ég held að við getum alveg hæglega komið með aðrar aðgerðir í staðinn fyrir þennan samning og fylgt lögum um sjúkratryggingar raunverulega. Vegna þess að þar er talið að ríkið eigi að kaupa heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu. Gera kröfur um magn, gæði, aðgengileika og síðan að koma sér saman um hvað á maður að greiða fyrir þjónustuna,” segir Birgir.
Heilbrigðismál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira