Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 16:55 Frá Ólafsfirði. Vísir/GK Rúmlega 60 foreldrar í Ólafsfirði hafa tekið ákvörðun um að senda börn sín ekki í skólann á morgun í mótmælaskyni við ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Á fundi nefndarinnar þann 18. apríl síðastliðinn var samþykkt að fylgja „fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar“ sem kveður á um að börn í 1. til 5. bekk í Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði og leggja þannig á sig um 16 kílómetra akstur á hverjum morgni. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segir þau vera tilraun foreldranna til að fá bæjaryfirvöld til að endurskoða þessa ákvörðun sína. „Þetta er í rauninni bara fyrsta skrefið að þá vonandi einhverju meira,“ segir Hildur sem gerir ráð fyrir því að mótmælum verið framhaldið allt þar til komið verður á fundi með stjórn grunnskólanna eða bæjaryfirvöldum. Markmið mótmælanna sé ekki síst að fá svör við spurningum sem leitað hafa á foreldrana enda hafi þeir lítið verið hafðir með í ráðum að sögn Hildar. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta eftir að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem á síðan ekki eftir að hafa neitt gott í för með sér? Í áliti meirihluta Fræðslu- og frístundanefndar segir að ákvörðunin sé liður í sameiningu allra skólastiga grunnskólans þar sem sé „horft bæði til faglegra og félagslegra þátta. Samkennslu í 1.- 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verður hætt og þannig er tryggt að allir nemendur fái sömu námstækifæri í árgangaskiptum bekkjadeildum og að aukinn stöðugleiki í félagslegum tengslum náist,“ eins og þar stendur. Meirihlutinn vilji stuðla að betri námsárangri og auknum metnaði meðal nemenda. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í álitinu. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að áður færi fram kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um málið í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón Valgeir í bókuninni og bætir við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tillaga hans var felld með 5 atkvæðum gegn 1. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira
Rúmlega 60 foreldrar í Ólafsfirði hafa tekið ákvörðun um að senda börn sín ekki í skólann á morgun í mótmælaskyni við ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Á fundi nefndarinnar þann 18. apríl síðastliðinn var samþykkt að fylgja „fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar“ sem kveður á um að börn í 1. til 5. bekk í Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði og leggja þannig á sig um 16 kílómetra akstur á hverjum morgni. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segir þau vera tilraun foreldranna til að fá bæjaryfirvöld til að endurskoða þessa ákvörðun sína. „Þetta er í rauninni bara fyrsta skrefið að þá vonandi einhverju meira,“ segir Hildur sem gerir ráð fyrir því að mótmælum verið framhaldið allt þar til komið verður á fundi með stjórn grunnskólanna eða bæjaryfirvöldum. Markmið mótmælanna sé ekki síst að fá svör við spurningum sem leitað hafa á foreldrana enda hafi þeir lítið verið hafðir með í ráðum að sögn Hildar. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta eftir að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem á síðan ekki eftir að hafa neitt gott í för með sér? Í áliti meirihluta Fræðslu- og frístundanefndar segir að ákvörðunin sé liður í sameiningu allra skólastiga grunnskólans þar sem sé „horft bæði til faglegra og félagslegra þátta. Samkennslu í 1.- 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verður hætt og þannig er tryggt að allir nemendur fái sömu námstækifæri í árgangaskiptum bekkjadeildum og að aukinn stöðugleiki í félagslegum tengslum náist,“ eins og þar stendur. Meirihlutinn vilji stuðla að betri námsárangri og auknum metnaði meðal nemenda. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í álitinu. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að áður færi fram kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um málið í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón Valgeir í bókuninni og bætir við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tillaga hans var felld með 5 atkvæðum gegn 1.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira