Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 16:55 Frá Ólafsfirði. Vísir/GK Rúmlega 60 foreldrar í Ólafsfirði hafa tekið ákvörðun um að senda börn sín ekki í skólann á morgun í mótmælaskyni við ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Á fundi nefndarinnar þann 18. apríl síðastliðinn var samþykkt að fylgja „fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar“ sem kveður á um að börn í 1. til 5. bekk í Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði og leggja þannig á sig um 16 kílómetra akstur á hverjum morgni. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segir þau vera tilraun foreldranna til að fá bæjaryfirvöld til að endurskoða þessa ákvörðun sína. „Þetta er í rauninni bara fyrsta skrefið að þá vonandi einhverju meira,“ segir Hildur sem gerir ráð fyrir því að mótmælum verið framhaldið allt þar til komið verður á fundi með stjórn grunnskólanna eða bæjaryfirvöldum. Markmið mótmælanna sé ekki síst að fá svör við spurningum sem leitað hafa á foreldrana enda hafi þeir lítið verið hafðir með í ráðum að sögn Hildar. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta eftir að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem á síðan ekki eftir að hafa neitt gott í för með sér? Í áliti meirihluta Fræðslu- og frístundanefndar segir að ákvörðunin sé liður í sameiningu allra skólastiga grunnskólans þar sem sé „horft bæði til faglegra og félagslegra þátta. Samkennslu í 1.- 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verður hætt og þannig er tryggt að allir nemendur fái sömu námstækifæri í árgangaskiptum bekkjadeildum og að aukinn stöðugleiki í félagslegum tengslum náist,“ eins og þar stendur. Meirihlutinn vilji stuðla að betri námsárangri og auknum metnaði meðal nemenda. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í álitinu. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að áður færi fram kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um málið í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón Valgeir í bókuninni og bætir við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tillaga hans var felld með 5 atkvæðum gegn 1. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Rúmlega 60 foreldrar í Ólafsfirði hafa tekið ákvörðun um að senda börn sín ekki í skólann á morgun í mótmælaskyni við ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Á fundi nefndarinnar þann 18. apríl síðastliðinn var samþykkt að fylgja „fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar“ sem kveður á um að börn í 1. til 5. bekk í Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði og leggja þannig á sig um 16 kílómetra akstur á hverjum morgni. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segir þau vera tilraun foreldranna til að fá bæjaryfirvöld til að endurskoða þessa ákvörðun sína. „Þetta er í rauninni bara fyrsta skrefið að þá vonandi einhverju meira,“ segir Hildur sem gerir ráð fyrir því að mótmælum verið framhaldið allt þar til komið verður á fundi með stjórn grunnskólanna eða bæjaryfirvöldum. Markmið mótmælanna sé ekki síst að fá svör við spurningum sem leitað hafa á foreldrana enda hafi þeir lítið verið hafðir með í ráðum að sögn Hildar. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta eftir að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem á síðan ekki eftir að hafa neitt gott í för með sér? Í áliti meirihluta Fræðslu- og frístundanefndar segir að ákvörðunin sé liður í sameiningu allra skólastiga grunnskólans þar sem sé „horft bæði til faglegra og félagslegra þátta. Samkennslu í 1.- 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verður hætt og þannig er tryggt að allir nemendur fái sömu námstækifæri í árgangaskiptum bekkjadeildum og að aukinn stöðugleiki í félagslegum tengslum náist,“ eins og þar stendur. Meirihlutinn vilji stuðla að betri námsárangri og auknum metnaði meðal nemenda. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í álitinu. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að áður færi fram kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um málið í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón Valgeir í bókuninni og bætir við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tillaga hans var felld með 5 atkvæðum gegn 1.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira