Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 16:55 Frá Ólafsfirði. Vísir/GK Rúmlega 60 foreldrar í Ólafsfirði hafa tekið ákvörðun um að senda börn sín ekki í skólann á morgun í mótmælaskyni við ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Á fundi nefndarinnar þann 18. apríl síðastliðinn var samþykkt að fylgja „fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar“ sem kveður á um að börn í 1. til 5. bekk í Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði og leggja þannig á sig um 16 kílómetra akstur á hverjum morgni. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segir þau vera tilraun foreldranna til að fá bæjaryfirvöld til að endurskoða þessa ákvörðun sína. „Þetta er í rauninni bara fyrsta skrefið að þá vonandi einhverju meira,“ segir Hildur sem gerir ráð fyrir því að mótmælum verið framhaldið allt þar til komið verður á fundi með stjórn grunnskólanna eða bæjaryfirvöldum. Markmið mótmælanna sé ekki síst að fá svör við spurningum sem leitað hafa á foreldrana enda hafi þeir lítið verið hafðir með í ráðum að sögn Hildar. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta eftir að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem á síðan ekki eftir að hafa neitt gott í för með sér? Í áliti meirihluta Fræðslu- og frístundanefndar segir að ákvörðunin sé liður í sameiningu allra skólastiga grunnskólans þar sem sé „horft bæði til faglegra og félagslegra þátta. Samkennslu í 1.- 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verður hætt og þannig er tryggt að allir nemendur fái sömu námstækifæri í árgangaskiptum bekkjadeildum og að aukinn stöðugleiki í félagslegum tengslum náist,“ eins og þar stendur. Meirihlutinn vilji stuðla að betri námsárangri og auknum metnaði meðal nemenda. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í álitinu. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að áður færi fram kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um málið í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón Valgeir í bókuninni og bætir við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tillaga hans var felld með 5 atkvæðum gegn 1. Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Rúmlega 60 foreldrar í Ólafsfirði hafa tekið ákvörðun um að senda börn sín ekki í skólann á morgun í mótmælaskyni við ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Á fundi nefndarinnar þann 18. apríl síðastliðinn var samþykkt að fylgja „fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar“ sem kveður á um að börn í 1. til 5. bekk í Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði og leggja þannig á sig um 16 kílómetra akstur á hverjum morgni. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segir þau vera tilraun foreldranna til að fá bæjaryfirvöld til að endurskoða þessa ákvörðun sína. „Þetta er í rauninni bara fyrsta skrefið að þá vonandi einhverju meira,“ segir Hildur sem gerir ráð fyrir því að mótmælum verið framhaldið allt þar til komið verður á fundi með stjórn grunnskólanna eða bæjaryfirvöldum. Markmið mótmælanna sé ekki síst að fá svör við spurningum sem leitað hafa á foreldrana enda hafi þeir lítið verið hafðir með í ráðum að sögn Hildar. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta eftir að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem á síðan ekki eftir að hafa neitt gott í för með sér? Í áliti meirihluta Fræðslu- og frístundanefndar segir að ákvörðunin sé liður í sameiningu allra skólastiga grunnskólans þar sem sé „horft bæði til faglegra og félagslegra þátta. Samkennslu í 1.- 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verður hætt og þannig er tryggt að allir nemendur fái sömu námstækifæri í árgangaskiptum bekkjadeildum og að aukinn stöðugleiki í félagslegum tengslum náist,“ eins og þar stendur. Meirihlutinn vilji stuðla að betri námsárangri og auknum metnaði meðal nemenda. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í álitinu. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að áður færi fram kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um málið í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón Valgeir í bókuninni og bætir við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tillaga hans var felld með 5 atkvæðum gegn 1.
Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira