Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 16:55 Frá Ólafsfirði. Vísir/GK Rúmlega 60 foreldrar í Ólafsfirði hafa tekið ákvörðun um að senda börn sín ekki í skólann á morgun í mótmælaskyni við ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Á fundi nefndarinnar þann 18. apríl síðastliðinn var samþykkt að fylgja „fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar“ sem kveður á um að börn í 1. til 5. bekk í Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði og leggja þannig á sig um 16 kílómetra akstur á hverjum morgni. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segir þau vera tilraun foreldranna til að fá bæjaryfirvöld til að endurskoða þessa ákvörðun sína. „Þetta er í rauninni bara fyrsta skrefið að þá vonandi einhverju meira,“ segir Hildur sem gerir ráð fyrir því að mótmælum verið framhaldið allt þar til komið verður á fundi með stjórn grunnskólanna eða bæjaryfirvöldum. Markmið mótmælanna sé ekki síst að fá svör við spurningum sem leitað hafa á foreldrana enda hafi þeir lítið verið hafðir með í ráðum að sögn Hildar. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta eftir að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem á síðan ekki eftir að hafa neitt gott í för með sér? Í áliti meirihluta Fræðslu- og frístundanefndar segir að ákvörðunin sé liður í sameiningu allra skólastiga grunnskólans þar sem sé „horft bæði til faglegra og félagslegra þátta. Samkennslu í 1.- 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verður hætt og þannig er tryggt að allir nemendur fái sömu námstækifæri í árgangaskiptum bekkjadeildum og að aukinn stöðugleiki í félagslegum tengslum náist,“ eins og þar stendur. Meirihlutinn vilji stuðla að betri námsárangri og auknum metnaði meðal nemenda. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í álitinu. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að áður færi fram kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um málið í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón Valgeir í bókuninni og bætir við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tillaga hans var felld með 5 atkvæðum gegn 1. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Rúmlega 60 foreldrar í Ólafsfirði hafa tekið ákvörðun um að senda börn sín ekki í skólann á morgun í mótmælaskyni við ákvörðun Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar. Á fundi nefndarinnar þann 18. apríl síðastliðinn var samþykkt að fylgja „fyrirliggjandi fræðslustefnu Fjallabyggðar“ sem kveður á um að börn í 1. til 5. bekk í Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði og leggja þannig á sig um 16 kílómetra akstur á hverjum morgni. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1. Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segir þau vera tilraun foreldranna til að fá bæjaryfirvöld til að endurskoða þessa ákvörðun sína. „Þetta er í rauninni bara fyrsta skrefið að þá vonandi einhverju meira,“ segir Hildur sem gerir ráð fyrir því að mótmælum verið framhaldið allt þar til komið verður á fundi með stjórn grunnskólanna eða bæjaryfirvöldum. Markmið mótmælanna sé ekki síst að fá svör við spurningum sem leitað hafa á foreldrana enda hafi þeir lítið verið hafðir með í ráðum að sögn Hildar. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta eftir að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem á síðan ekki eftir að hafa neitt gott í för með sér? Í áliti meirihluta Fræðslu- og frístundanefndar segir að ákvörðunin sé liður í sameiningu allra skólastiga grunnskólans þar sem sé „horft bæði til faglegra og félagslegra þátta. Samkennslu í 1.- 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verður hætt og þannig er tryggt að allir nemendur fái sömu námstækifæri í árgangaskiptum bekkjadeildum og að aukinn stöðugleiki í félagslegum tengslum náist,“ eins og þar stendur. Meirihlutinn vilji stuðla að betri námsárangri og auknum metnaði meðal nemenda. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í álitinu. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að áður færi fram kosning meðal íbúa Fjallabyggðar um málið í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón Valgeir í bókuninni og bætir við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tillaga hans var felld með 5 atkvæðum gegn 1.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira