Telja ferðaþjónustuna á Akranesi eflast með nýrri Reykjavíkurferju Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. apríl 2017 09:00 Á fimm árum hafa um 40 þúsund manns heimsótt vitann á Akranesi sem Hilmar líkir við vitann á Gróttu. Mynd/ Hilmar sigvaldason Ný ferja sem mun sigla milli Reykjavíkur og Akraness verður tekin á leigu frá Noregi. Það verður dótturfyrirtæki Eimskips, Sæferðir, sem sér um rekstur ferjunnar. Reykjavíkurborg og Akranes tóku tilboði fyrirtækisins að undangengnu útboði. Siglt verður þrisvar á dag, tvisvar að morgni og einu sinni síðdegis. „Við vorum í Noregi í síðustu viku og sigldum einu skipi sem er svona heitast í þetta. Við tökum þetta skip á leigu í sex mánuði með kauprétti,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Siglingin á að geta tekið innan við 30 mínútur. Samkvæmt útboði fá Sæferðir allt að 30 milljónir króna samtals fyrir sex mánaða tímabil, helming frá hvoru sveitarfélagi. Þeir ferðaþjónustuaðilar á Akranesi sem Fréttablaðið ræddi við hafa væntingar um að ferjan muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum. „Ég hugsa að þetta muni til skemmri tíma hafa meiri áhrif á veitingaþjónustuna og almennan bæjarbrag. Fólk getur fengið þarna stutta ferð yfir og til baka,“ segir Eggert Herbertsson, sem rekur þrjú gistiheimili undir merkjum Stay Akranes.Hilmar SigvaldasonEggert telur siglingarnar geta aukið áhuga á dagsferðum til Akraness, á árlegt lopapeysuball og aðra viðburði tengda bæjarlífinu. Hins vegar þurfi að markaðssetja Akranes betur sem gististað til að ferjan hafi áhrif á eftirspurn eftir gistingu. „Ég veit ekki hversu auðvelt er að gera það fyrir þetta sumar og þetta verkefni er bara tilraun. En ef þetta yrði varanlegt þá hugsa ég að þetta gæti haft töluverð áhrif,“ segir Eggert. Hilmar Sigvaldason, sem rekur Vitann á Akranesi, telur að siglingarnar hafi góð áhrif á sinn rekstur. „Við erum líka að fara að fá skemmtiferðaskip í sumar. Þetta hjálpar allt saman til,“ segir hann. Hilmar segir Vitann vera svipaðan stað og Gróttu í Reykjavík. Þangað sæki fullt af fólki sem aldrei hafi séð sjó. Þá sé góður hljómburður í Vitanum og þar séu haldnir tónleikar reglulega. Hann segir 40 þúsund manns hafa sótt Vitann á síðustu fimm árum og býst við að ferjan muni auka aðsóknina. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Ný ferja sem mun sigla milli Reykjavíkur og Akraness verður tekin á leigu frá Noregi. Það verður dótturfyrirtæki Eimskips, Sæferðir, sem sér um rekstur ferjunnar. Reykjavíkurborg og Akranes tóku tilboði fyrirtækisins að undangengnu útboði. Siglt verður þrisvar á dag, tvisvar að morgni og einu sinni síðdegis. „Við vorum í Noregi í síðustu viku og sigldum einu skipi sem er svona heitast í þetta. Við tökum þetta skip á leigu í sex mánuði með kauprétti,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða. Siglingin á að geta tekið innan við 30 mínútur. Samkvæmt útboði fá Sæferðir allt að 30 milljónir króna samtals fyrir sex mánaða tímabil, helming frá hvoru sveitarfélagi. Þeir ferðaþjónustuaðilar á Akranesi sem Fréttablaðið ræddi við hafa væntingar um að ferjan muni hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið í bænum. „Ég hugsa að þetta muni til skemmri tíma hafa meiri áhrif á veitingaþjónustuna og almennan bæjarbrag. Fólk getur fengið þarna stutta ferð yfir og til baka,“ segir Eggert Herbertsson, sem rekur þrjú gistiheimili undir merkjum Stay Akranes.Hilmar SigvaldasonEggert telur siglingarnar geta aukið áhuga á dagsferðum til Akraness, á árlegt lopapeysuball og aðra viðburði tengda bæjarlífinu. Hins vegar þurfi að markaðssetja Akranes betur sem gististað til að ferjan hafi áhrif á eftirspurn eftir gistingu. „Ég veit ekki hversu auðvelt er að gera það fyrir þetta sumar og þetta verkefni er bara tilraun. En ef þetta yrði varanlegt þá hugsa ég að þetta gæti haft töluverð áhrif,“ segir Eggert. Hilmar Sigvaldason, sem rekur Vitann á Akranesi, telur að siglingarnar hafi góð áhrif á sinn rekstur. „Við erum líka að fara að fá skemmtiferðaskip í sumar. Þetta hjálpar allt saman til,“ segir hann. Hilmar segir Vitann vera svipaðan stað og Gróttu í Reykjavík. Þangað sæki fullt af fólki sem aldrei hafi séð sjó. Þá sé góður hljómburður í Vitanum og þar séu haldnir tónleikar reglulega. Hann segir 40 þúsund manns hafa sótt Vitann á síðustu fimm árum og býst við að ferjan muni auka aðsóknina.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira