Heilsugæslan stendur ekki að öllu leyti undir því að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 13:39 Ríkisendurskoðun beinir því til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að auka eftirlit með þjónustu og skilvirkni þeirra 15 heilsugæslustöðva sem reknar eru á höfuðborgarsvæðinu. vísir/ernir Í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kemur fram að Ríkisendurskoðun telji heilsugæsluna ekki standa að öllu leyti undir því markmiði laga um heiglbrigðisþjónustu að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Eru meginástæður þessa taldar vera „vankantar á skipulagi í heilbrigðiskerfinu, takmarkaðar fjárveitingar til Heilsugæslunnar og skortur á aðhaldi með heilsugæslustöðvunum 15. Afleiðingarnar eru heft aðgengi almennings að þjónustu Heilsugæslunnar á dagtíma sem hefur m.a. valdið því að fólk leitar iðulega á bráðamóttöku Landspítala með erindi sem Heilsugæslan gæti leyst. Eins hefur þjónusta sérgreinalækna aukist mjög á síðustu árum. Hvort tveggja hefur leitt til aukins heildarkostnaðar í heilbrigðiskerfinu og ófullnægjandi aðgengi að sérhæfðu fagfólki innan þess,“ segir í frétt á vef Ríkisendurskoðunar um úttektina. Þar segir jafnframt að það sé mat Ríkisendurskoðunar að stýring fjárveitinga innan heilbrigðiskerfisins hafi „ekki stuðlað að því að gera Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að fyrsta viðkomustað sjúklinga. Á tímabilinu 2007–16 jukust fjárframlög til hennar einungis um 3% að raunvirði þótt íbúum svæðisins fjölgaði um 11%. Á sama tíma jukust útgjöld vegna sérgreinalækninga um 57% að raunvirði.“ Ríkisendurskoðun beinir því þar af leiðandi til „Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að auka eftirlit með þjónustu og skilvirkni þeirra 15 heilsugæslustöðva sem reknar eru á höfuðborgarsvæðinu. Fylgjast þarf betur en nú er gert með biðtíma notenda eftir þjónustu einstakra stöðva og afköstum þeirra. Í nóvember 2016 fengu innan við helmingur þeirra sem leituðu til Heilsugæslunnar tíma hjá lækni innan tveggja daga þótt stefnt sé að því að 85% fái tíma innan þeirra tímamarka. Velferðarráðuneyti er einnig hvatt til að skýra betur hlutverk þjónustuaðila í heilbrigðiskerfinu og huga að árangri og skilvirkni með markvissri aðgangsstýringu. Mikilvægt er að þjónusta sé jafnan veitt á réttu þjónustustigi og að ríkið kaupi ekki dýrari heilsugæsluþjónustu en heilsugæslan getur sjálf veitt,“ að því er fram kemur á vef Ríkisendurskoðunar. Tengdar fréttir Fáir hafa nýtt réttinn til að skipta um heilsugæslustöð Innan við 1% þeirra sem eru skráðir með heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu hafa nýtt sér þann möguleika sem gafst um áramótin að skipta um heilsugæslustöð. Þessi tala er þó líklega ekki marktæk, að sögn Ingveldar Ingvarsdóttur, deildarstjóra hjá Sjúkratryggingum Íslands. 18. mars 2017 07:00 Óttarr segir óásættanlegt að stór hópur fólks njóti ekki heilsugæslu Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. 7. febrúar 2017 19:15 Fjórðungi sjúklinga vísað á heilsugæsluna Framkvæmdastjóri Geðhjálpar gagnrýnir að fólki sem upplifir sig í bráðum vanda sé vísað annað frá bráðamóttöku geðsviðs. Stórum hluta er vísað til heilsugæslu og um átján prósent þeirra sem leita á móttökuna eru lögð inn. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kemur fram að Ríkisendurskoðun telji heilsugæsluna ekki standa að öllu leyti undir því markmiði laga um heiglbrigðisþjónustu að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Eru meginástæður þessa taldar vera „vankantar á skipulagi í heilbrigðiskerfinu, takmarkaðar fjárveitingar til Heilsugæslunnar og skortur á aðhaldi með heilsugæslustöðvunum 15. Afleiðingarnar eru heft aðgengi almennings að þjónustu Heilsugæslunnar á dagtíma sem hefur m.a. valdið því að fólk leitar iðulega á bráðamóttöku Landspítala með erindi sem Heilsugæslan gæti leyst. Eins hefur þjónusta sérgreinalækna aukist mjög á síðustu árum. Hvort tveggja hefur leitt til aukins heildarkostnaðar í heilbrigðiskerfinu og ófullnægjandi aðgengi að sérhæfðu fagfólki innan þess,“ segir í frétt á vef Ríkisendurskoðunar um úttektina. Þar segir jafnframt að það sé mat Ríkisendurskoðunar að stýring fjárveitinga innan heilbrigðiskerfisins hafi „ekki stuðlað að því að gera Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að fyrsta viðkomustað sjúklinga. Á tímabilinu 2007–16 jukust fjárframlög til hennar einungis um 3% að raunvirði þótt íbúum svæðisins fjölgaði um 11%. Á sama tíma jukust útgjöld vegna sérgreinalækninga um 57% að raunvirði.“ Ríkisendurskoðun beinir því þar af leiðandi til „Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að auka eftirlit með þjónustu og skilvirkni þeirra 15 heilsugæslustöðva sem reknar eru á höfuðborgarsvæðinu. Fylgjast þarf betur en nú er gert með biðtíma notenda eftir þjónustu einstakra stöðva og afköstum þeirra. Í nóvember 2016 fengu innan við helmingur þeirra sem leituðu til Heilsugæslunnar tíma hjá lækni innan tveggja daga þótt stefnt sé að því að 85% fái tíma innan þeirra tímamarka. Velferðarráðuneyti er einnig hvatt til að skýra betur hlutverk þjónustuaðila í heilbrigðiskerfinu og huga að árangri og skilvirkni með markvissri aðgangsstýringu. Mikilvægt er að þjónusta sé jafnan veitt á réttu þjónustustigi og að ríkið kaupi ekki dýrari heilsugæsluþjónustu en heilsugæslan getur sjálf veitt,“ að því er fram kemur á vef Ríkisendurskoðunar.
Tengdar fréttir Fáir hafa nýtt réttinn til að skipta um heilsugæslustöð Innan við 1% þeirra sem eru skráðir með heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu hafa nýtt sér þann möguleika sem gafst um áramótin að skipta um heilsugæslustöð. Þessi tala er þó líklega ekki marktæk, að sögn Ingveldar Ingvarsdóttur, deildarstjóra hjá Sjúkratryggingum Íslands. 18. mars 2017 07:00 Óttarr segir óásættanlegt að stór hópur fólks njóti ekki heilsugæslu Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. 7. febrúar 2017 19:15 Fjórðungi sjúklinga vísað á heilsugæsluna Framkvæmdastjóri Geðhjálpar gagnrýnir að fólki sem upplifir sig í bráðum vanda sé vísað annað frá bráðamóttöku geðsviðs. Stórum hluta er vísað til heilsugæslu og um átján prósent þeirra sem leita á móttökuna eru lögð inn. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Fáir hafa nýtt réttinn til að skipta um heilsugæslustöð Innan við 1% þeirra sem eru skráðir með heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu hafa nýtt sér þann möguleika sem gafst um áramótin að skipta um heilsugæslustöð. Þessi tala er þó líklega ekki marktæk, að sögn Ingveldar Ingvarsdóttur, deildarstjóra hjá Sjúkratryggingum Íslands. 18. mars 2017 07:00
Óttarr segir óásættanlegt að stór hópur fólks njóti ekki heilsugæslu Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt hve stór hluti íbúa landsins hafi ekki haft gott aðgengi að þjónustu á heilsugæslu. 7. febrúar 2017 19:15
Fjórðungi sjúklinga vísað á heilsugæsluna Framkvæmdastjóri Geðhjálpar gagnrýnir að fólki sem upplifir sig í bráðum vanda sé vísað annað frá bráðamóttöku geðsviðs. Stórum hluta er vísað til heilsugæslu og um átján prósent þeirra sem leita á móttökuna eru lögð inn. 16. janúar 2017 07:00