Helltu sér yfir Jamie Oliver fyrir að birta mynd af laxeldi í Arnarfirði Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2017 11:02 „Þvílíkt útsýni,“ var skrifað á Facebook-síðu Jamie Oliver þar sem birt var mynd af sjókví í Arnarfirði í vikunni. Fékk kokkurinn bágt fyrir frá mörgum sem eru á móti laxeldi. Facebook Nakti kokkurinn Jamie Oliver fékk yfir sig mikla gagnrýni fyrir að birta mynd á Facebook-síðu sinni af sjókví fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Arnarfirði á Vestfjörðum á mánudag. Til stendur að opna veitingastaðinn Jamie´s Italian á á Hótel Borg í júní og voru menn á hans vegum í Arnarfirði í vikunni í leit að hráefni fyrir staðinn, eins og það er orðað á Facebook-síðunni. Arnarlax sérhæfir sig í laxeldi og voru því menn á vegum Jamie Oliver væntanlega í leit að eldislaxi. Um leið og Jamie birti mynd af sjókvínni dáðist hann að útsýninu í Arnarfirði. Þetta féll þó ekki í kramið hjá ýmsum sem sögðust í athugasemdum við myndina ekki trúa því að Jamie ætli að bjóða upp á eldislax á veitingastaðnum sínum.„Ættir að taka afstöðu gegn laxeldi“ „Þú ættir að taka afstöðu gegn laxeldi og ekki bjóða upp á eldislax á veitingastöðum þínum. Það væri eitthvað,“ skrifaði Oddný Magnadóttir við myndina. Aðrir benda á að þeir sem leggja sér eldisfisk til munns séu að vernda villta fiskistofna en því er svarað til í athugasemdum við myndina hans Jamie að laxeldi falli ekki þar undir. „Hafðu skömm fyrir,“ skrifar David Lemar við myndina hans Jamie til að mynda.Segjast leita til ábyrgra aðila Forsvarsmenn veitingahúsakeðju Jamie Oliver svara þessum athugasemdum við myndina þar sem þakkað er fyrir þessi skilaboð. Forsvarsmenn veitingahúsakeðjunnar fullvissa þá sem gagnrýna þetta fyrirkomulag að þeir séu ávallt með það hugfast að leita til ábyrgra aðila þegar kemur að því að finna hráefni fyrir veitingastaðina. „Við höfum alltaf notast við blöndu af viltu og ræktuðu sjávarfangi á Jamie´s Italian veitingastöðunum okkar sem hjálpar til við að halda jafnvægi á eftirspurn eftir viltu sjávarfangi. Við erum sammála því að það eru ákveðin vandkvæði sem fylgja allri dýraræktun og er það ástæðan fyrir því að við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum,“ segja forsvarsmenn Jamie´s Italian.„Vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn“ Þeir segja að Arnarlax reyni eftir fremsta megni að minnka öll þau áhrif sem fiskeldi hefur á umhverfið. „Og starfsemin fer fram án allra efna eða sýklalyfja. Við erum meðvituð um það að öll fiskeldi eru ekki eins, sem er ástæðan fyrir því að við göngum svona langt til að kanna birgjana okkar, og vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn og viðhorfi.“ Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Nakti kokkurinn Jamie Oliver fékk yfir sig mikla gagnrýni fyrir að birta mynd á Facebook-síðu sinni af sjókví fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Arnarfirði á Vestfjörðum á mánudag. Til stendur að opna veitingastaðinn Jamie´s Italian á á Hótel Borg í júní og voru menn á hans vegum í Arnarfirði í vikunni í leit að hráefni fyrir staðinn, eins og það er orðað á Facebook-síðunni. Arnarlax sérhæfir sig í laxeldi og voru því menn á vegum Jamie Oliver væntanlega í leit að eldislaxi. Um leið og Jamie birti mynd af sjókvínni dáðist hann að útsýninu í Arnarfirði. Þetta féll þó ekki í kramið hjá ýmsum sem sögðust í athugasemdum við myndina ekki trúa því að Jamie ætli að bjóða upp á eldislax á veitingastaðnum sínum.„Ættir að taka afstöðu gegn laxeldi“ „Þú ættir að taka afstöðu gegn laxeldi og ekki bjóða upp á eldislax á veitingastöðum þínum. Það væri eitthvað,“ skrifaði Oddný Magnadóttir við myndina. Aðrir benda á að þeir sem leggja sér eldisfisk til munns séu að vernda villta fiskistofna en því er svarað til í athugasemdum við myndina hans Jamie að laxeldi falli ekki þar undir. „Hafðu skömm fyrir,“ skrifar David Lemar við myndina hans Jamie til að mynda.Segjast leita til ábyrgra aðila Forsvarsmenn veitingahúsakeðju Jamie Oliver svara þessum athugasemdum við myndina þar sem þakkað er fyrir þessi skilaboð. Forsvarsmenn veitingahúsakeðjunnar fullvissa þá sem gagnrýna þetta fyrirkomulag að þeir séu ávallt með það hugfast að leita til ábyrgra aðila þegar kemur að því að finna hráefni fyrir veitingastaðina. „Við höfum alltaf notast við blöndu af viltu og ræktuðu sjávarfangi á Jamie´s Italian veitingastöðunum okkar sem hjálpar til við að halda jafnvægi á eftirspurn eftir viltu sjávarfangi. Við erum sammála því að það eru ákveðin vandkvæði sem fylgja allri dýraræktun og er það ástæðan fyrir því að við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum,“ segja forsvarsmenn Jamie´s Italian.„Vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn“ Þeir segja að Arnarlax reyni eftir fremsta megni að minnka öll þau áhrif sem fiskeldi hefur á umhverfið. „Og starfsemin fer fram án allra efna eða sýklalyfja. Við erum meðvituð um það að öll fiskeldi eru ekki eins, sem er ástæðan fyrir því að við göngum svona langt til að kanna birgjana okkar, og vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn og viðhorfi.“
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira