Helltu sér yfir Jamie Oliver fyrir að birta mynd af laxeldi í Arnarfirði Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2017 11:02 „Þvílíkt útsýni,“ var skrifað á Facebook-síðu Jamie Oliver þar sem birt var mynd af sjókví í Arnarfirði í vikunni. Fékk kokkurinn bágt fyrir frá mörgum sem eru á móti laxeldi. Facebook Nakti kokkurinn Jamie Oliver fékk yfir sig mikla gagnrýni fyrir að birta mynd á Facebook-síðu sinni af sjókví fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Arnarfirði á Vestfjörðum á mánudag. Til stendur að opna veitingastaðinn Jamie´s Italian á á Hótel Borg í júní og voru menn á hans vegum í Arnarfirði í vikunni í leit að hráefni fyrir staðinn, eins og það er orðað á Facebook-síðunni. Arnarlax sérhæfir sig í laxeldi og voru því menn á vegum Jamie Oliver væntanlega í leit að eldislaxi. Um leið og Jamie birti mynd af sjókvínni dáðist hann að útsýninu í Arnarfirði. Þetta féll þó ekki í kramið hjá ýmsum sem sögðust í athugasemdum við myndina ekki trúa því að Jamie ætli að bjóða upp á eldislax á veitingastaðnum sínum.„Ættir að taka afstöðu gegn laxeldi“ „Þú ættir að taka afstöðu gegn laxeldi og ekki bjóða upp á eldislax á veitingastöðum þínum. Það væri eitthvað,“ skrifaði Oddný Magnadóttir við myndina. Aðrir benda á að þeir sem leggja sér eldisfisk til munns séu að vernda villta fiskistofna en því er svarað til í athugasemdum við myndina hans Jamie að laxeldi falli ekki þar undir. „Hafðu skömm fyrir,“ skrifar David Lemar við myndina hans Jamie til að mynda.Segjast leita til ábyrgra aðila Forsvarsmenn veitingahúsakeðju Jamie Oliver svara þessum athugasemdum við myndina þar sem þakkað er fyrir þessi skilaboð. Forsvarsmenn veitingahúsakeðjunnar fullvissa þá sem gagnrýna þetta fyrirkomulag að þeir séu ávallt með það hugfast að leita til ábyrgra aðila þegar kemur að því að finna hráefni fyrir veitingastaðina. „Við höfum alltaf notast við blöndu af viltu og ræktuðu sjávarfangi á Jamie´s Italian veitingastöðunum okkar sem hjálpar til við að halda jafnvægi á eftirspurn eftir viltu sjávarfangi. Við erum sammála því að það eru ákveðin vandkvæði sem fylgja allri dýraræktun og er það ástæðan fyrir því að við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum,“ segja forsvarsmenn Jamie´s Italian.„Vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn“ Þeir segja að Arnarlax reyni eftir fremsta megni að minnka öll þau áhrif sem fiskeldi hefur á umhverfið. „Og starfsemin fer fram án allra efna eða sýklalyfja. Við erum meðvituð um það að öll fiskeldi eru ekki eins, sem er ástæðan fyrir því að við göngum svona langt til að kanna birgjana okkar, og vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn og viðhorfi.“ Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Nakti kokkurinn Jamie Oliver fékk yfir sig mikla gagnrýni fyrir að birta mynd á Facebook-síðu sinni af sjókví fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax í Arnarfirði á Vestfjörðum á mánudag. Til stendur að opna veitingastaðinn Jamie´s Italian á á Hótel Borg í júní og voru menn á hans vegum í Arnarfirði í vikunni í leit að hráefni fyrir staðinn, eins og það er orðað á Facebook-síðunni. Arnarlax sérhæfir sig í laxeldi og voru því menn á vegum Jamie Oliver væntanlega í leit að eldislaxi. Um leið og Jamie birti mynd af sjókvínni dáðist hann að útsýninu í Arnarfirði. Þetta féll þó ekki í kramið hjá ýmsum sem sögðust í athugasemdum við myndina ekki trúa því að Jamie ætli að bjóða upp á eldislax á veitingastaðnum sínum.„Ættir að taka afstöðu gegn laxeldi“ „Þú ættir að taka afstöðu gegn laxeldi og ekki bjóða upp á eldislax á veitingastöðum þínum. Það væri eitthvað,“ skrifaði Oddný Magnadóttir við myndina. Aðrir benda á að þeir sem leggja sér eldisfisk til munns séu að vernda villta fiskistofna en því er svarað til í athugasemdum við myndina hans Jamie að laxeldi falli ekki þar undir. „Hafðu skömm fyrir,“ skrifar David Lemar við myndina hans Jamie til að mynda.Segjast leita til ábyrgra aðila Forsvarsmenn veitingahúsakeðju Jamie Oliver svara þessum athugasemdum við myndina þar sem þakkað er fyrir þessi skilaboð. Forsvarsmenn veitingahúsakeðjunnar fullvissa þá sem gagnrýna þetta fyrirkomulag að þeir séu ávallt með það hugfast að leita til ábyrgra aðila þegar kemur að því að finna hráefni fyrir veitingastaðina. „Við höfum alltaf notast við blöndu af viltu og ræktuðu sjávarfangi á Jamie´s Italian veitingastöðunum okkar sem hjálpar til við að halda jafnvægi á eftirspurn eftir viltu sjávarfangi. Við erum sammála því að það eru ákveðin vandkvæði sem fylgja allri dýraræktun og er það ástæðan fyrir því að við heimsækjum birgjana okkar svo við getum tryggt að þeir fari eftir sínum háu stöðlum,“ segja forsvarsmenn Jamie´s Italian.„Vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn“ Þeir segja að Arnarlax reyni eftir fremsta megni að minnka öll þau áhrif sem fiskeldi hefur á umhverfið. „Og starfsemin fer fram án allra efna eða sýklalyfja. Við erum meðvituð um það að öll fiskeldi eru ekki eins, sem er ástæðan fyrir því að við göngum svona langt til að kanna birgjana okkar, og vinnum aðeins með fólki sem deilir okkar sýn og viðhorfi.“
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira