Farþegum fjölgað um þúsund prósent á 30 árum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2017 19:14 Farþegum sem fara um flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fjölgað um þúsund prósent frá því fyrsti hluti hennar var reistur árið 1987. Í dag er haldið upp á þrjátíu ára afmæli flugstöðvarinnar sem er sífellt að stækka en á undanförnum árum hefur verið framkvæmt þar fyrir tugi milljarða króna án nokkurrar áhættu fyrir ríkissjóð þar sem lán eru tekin með veðum í tekjum flugstöðvarinnar. Í nýjasta hluta flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafa bæst við sex ný farþegahlið og svo kölluðum „fjarstæðum“ hefur fjölgað einnig þar sem farþegum er ekið með rútum frá flugstöð til flugvéla. Framkvæmt hefur verið fyrir 45 milljarða frá árinu 2012 í og við flugstöðina og framkvæmdum er langt í frá lokið. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi ÍSAVÍA rifjar upp að flugstöðin var umdeilt mannvirki á sínum tíma og þótti mörgum hún allt of stór. En síðan hafa tímarnir breyst og enginn hefði sjálfsagt getað spáð fyrir um þróunina fram til okkar daga. „Það voru 900 þúsund farþegar sem fóru um flugstöðina árið 1987 þegar hún var reist, stórt og myndarlegt hús. Núna á þessu ári er gert ráð fyrir að þeir verði tæpar níu milljónir. Þannig að það hefur eitt núll bæst þarna aftan við. Þrjátíu árum áður en flugstöðin var reist voru farþegarnir níutíuþúsund þannig að ef við höldum svona áfram verður þetta ansi stórt eftir þrjátíu ár,“ segir Guðni. Lang flestir þeirra sem fara um flugstöðina eru ekki að koma í heimsókn til Íslands heldur stoppa stutt við á leið sinni milli Evrópu og Norður Ameríku. Það er aðstaða þessara farþega sem hefur verið bætt undanfarin misseri og á eftir að batna enn frekar. „Við erum búin að opna fyrsta fasa af nýjustu viðbyggingunni okkar. Svo verður hún opnuð í fösum núna næstu mánuði. Þá stækkar sérstaklega þetta svæði þar sem skiptifarþegarnir eru og yfir Schengen landamærin,“ segir Guðni.Stærsta bygging landsins opin almenningi Upprunalega bygging flugstöðvarinnar var 22 þúsund fermetrar og þótti mjög stór eins og áður sagði. Margir töldu að hún myndi duga óbreytt í áratugi. „Núna þegar yfirstandandi framkvæmdum verður lokið síðar á þessu ári verður hún kominn upp í tæpa 75 þúsund fermetra. Þannig að hún er búin að stækka mikið. Þá verður hún orðin að stærsta húsið sem er opið almenningi hér á landi,“ segir Guðni. Nú þegar er risin nýbygging á milli gömlu flugstöðvarinnar í norðurenda og þeirrar nýrri í suðurendanum. Þá hefur einn þriðji gangsins á milli bygginganna verið breikkaður töluvert til að skapa rými fyrir sæti handa farþegum við einstök hlið. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og framkvæmdasviðs flugstöðvarinnar segir að landamærahliðum inn og út af Schengen svæðinu muni fjölga. „Við erum hérna í nýbyggingunni sem við erum að klára núna. Hérna erum við að fara að bæta við landamærabásum. Svo munu koma hér sjálfvirk landamærahlið líka. Við erum að auka afköstin mikið yfir landamærin. Við erum að tvöfalda þau í heildina,“ segir Guðmundur Daði. Núna þegar maður lítur hér í kring um sig er þetta allt einhvern veginn hálfkarað. Hvenær ætlið þið að taka þetta í notkun? „Við ætlum að byrja að taka þennan hluta í notkun í júní. En það verða framkvæmdir hér á svæðinu fram í nóvember. Farþegafjöldinn er slíkur að við verðum að taka mannvirkið í notkun sem allra fyrst. Þannig að hér er lögð nótt við dag við að klára þetta og við erum með gríðarlega góða verktaka með okkur í því,“ segir Guðmundur Daði. En síðan liggur fyrir að stækka flugstöðina enn frekar á næstu árum. Nú liggja menn yfir hönnun mannvirkja sem munu rísa og gera flugstöðinni kleift að taka á móti allt að 25 milljónum farþega á ári í framtíðinni. Áætlanir um fjölgun farþega hafa úrelts hratt þannig að hraða hefur þurft öllum áformum um þróun flugstöðvarinnar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Farþegum sem fara um flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fjölgað um þúsund prósent frá því fyrsti hluti hennar var reistur árið 1987. Í dag er haldið upp á þrjátíu ára afmæli flugstöðvarinnar sem er sífellt að stækka en á undanförnum árum hefur verið framkvæmt þar fyrir tugi milljarða króna án nokkurrar áhættu fyrir ríkissjóð þar sem lán eru tekin með veðum í tekjum flugstöðvarinnar. Í nýjasta hluta flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafa bæst við sex ný farþegahlið og svo kölluðum „fjarstæðum“ hefur fjölgað einnig þar sem farþegum er ekið með rútum frá flugstöð til flugvéla. Framkvæmt hefur verið fyrir 45 milljarða frá árinu 2012 í og við flugstöðina og framkvæmdum er langt í frá lokið. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi ÍSAVÍA rifjar upp að flugstöðin var umdeilt mannvirki á sínum tíma og þótti mörgum hún allt of stór. En síðan hafa tímarnir breyst og enginn hefði sjálfsagt getað spáð fyrir um þróunina fram til okkar daga. „Það voru 900 þúsund farþegar sem fóru um flugstöðina árið 1987 þegar hún var reist, stórt og myndarlegt hús. Núna á þessu ári er gert ráð fyrir að þeir verði tæpar níu milljónir. Þannig að það hefur eitt núll bæst þarna aftan við. Þrjátíu árum áður en flugstöðin var reist voru farþegarnir níutíuþúsund þannig að ef við höldum svona áfram verður þetta ansi stórt eftir þrjátíu ár,“ segir Guðni. Lang flestir þeirra sem fara um flugstöðina eru ekki að koma í heimsókn til Íslands heldur stoppa stutt við á leið sinni milli Evrópu og Norður Ameríku. Það er aðstaða þessara farþega sem hefur verið bætt undanfarin misseri og á eftir að batna enn frekar. „Við erum búin að opna fyrsta fasa af nýjustu viðbyggingunni okkar. Svo verður hún opnuð í fösum núna næstu mánuði. Þá stækkar sérstaklega þetta svæði þar sem skiptifarþegarnir eru og yfir Schengen landamærin,“ segir Guðni.Stærsta bygging landsins opin almenningi Upprunalega bygging flugstöðvarinnar var 22 þúsund fermetrar og þótti mjög stór eins og áður sagði. Margir töldu að hún myndi duga óbreytt í áratugi. „Núna þegar yfirstandandi framkvæmdum verður lokið síðar á þessu ári verður hún kominn upp í tæpa 75 þúsund fermetra. Þannig að hún er búin að stækka mikið. Þá verður hún orðin að stærsta húsið sem er opið almenningi hér á landi,“ segir Guðni. Nú þegar er risin nýbygging á milli gömlu flugstöðvarinnar í norðurenda og þeirrar nýrri í suðurendanum. Þá hefur einn þriðji gangsins á milli bygginganna verið breikkaður töluvert til að skapa rými fyrir sæti handa farþegum við einstök hlið. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og framkvæmdasviðs flugstöðvarinnar segir að landamærahliðum inn og út af Schengen svæðinu muni fjölga. „Við erum hérna í nýbyggingunni sem við erum að klára núna. Hérna erum við að fara að bæta við landamærabásum. Svo munu koma hér sjálfvirk landamærahlið líka. Við erum að auka afköstin mikið yfir landamærin. Við erum að tvöfalda þau í heildina,“ segir Guðmundur Daði. Núna þegar maður lítur hér í kring um sig er þetta allt einhvern veginn hálfkarað. Hvenær ætlið þið að taka þetta í notkun? „Við ætlum að byrja að taka þennan hluta í notkun í júní. En það verða framkvæmdir hér á svæðinu fram í nóvember. Farþegafjöldinn er slíkur að við verðum að taka mannvirkið í notkun sem allra fyrst. Þannig að hér er lögð nótt við dag við að klára þetta og við erum með gríðarlega góða verktaka með okkur í því,“ segir Guðmundur Daði. En síðan liggur fyrir að stækka flugstöðina enn frekar á næstu árum. Nú liggja menn yfir hönnun mannvirkja sem munu rísa og gera flugstöðinni kleift að taka á móti allt að 25 milljónum farþega á ári í framtíðinni. Áætlanir um fjölgun farþega hafa úrelts hratt þannig að hraða hefur þurft öllum áformum um þróun flugstöðvarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira