Gunnar Smári fær það óþvegið frá Sjálfstæðismönnum Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2017 09:30 Meðfram því sem helstu forkólfar Sjálfstæðisflokkinn vilja beintengja stofnun Sósíalistaflokksins við rekstrarörðugleika Fréttatímans telja þeir rétt að líkja Gunnari Smára við Hugo Cháves. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, telur stofnun Sósíalistaflokksins til að þyrla upp ryki – gagngert til að draga athygli frá rekstrarörðugleikum Fréttatímans. Hann fjallar um Gunnar Smára Egilsson, stofnanda flokksins, í nýjum pistli á vefsíðu sinni undir fyrirsögninni: „Frjáls fjölmiðlun, „heiðursfólkið“ og Sósíalistaflokkurinn“.Stofnaði stjórnmálaafl til að draga athyglina frá FréttatímanumAthygli vekur að Björn setur heiðursfólk innan gæsalappa en þar er vísað til hóps fólks sem settist í fulltrúaráð Frjálsrar fjölmiðlunar, samtaka sem Gunnar Smári stóð að til stuðnings óháðri og frjálsri blaðamennsku. Björn birtir svo samviskusamlega nöfn þessa „heiðursfólks“. Hugmyndin var sú að leita til almennings með frjáls framlög til stuðnings rekstri Fréttatímans hvar Gunnar Smári var ritstjóri. Sem kunnugt er hefur Gunnar Smári vikið úr ritstjórastóli og er reksturinn í járnum. Björn segir þetta „heiðursfólk“ hvergi hafa látið að sér kveða við lausn þeirra erfiðleika. Björn hefur pistil sinn á að setja fram þá kenningu að Gunnar Smári sé að þyrla upp ryki með því að stofna stjórnmálaaflið. „Engu er líkara en menn átti sig ekki á að Gunnar Smári Egilsson kýs að draga athygli að stofnun nýs flokks, Sósíalistaflokksins, til að hætt sé að tala um viðskilnað hans við Fréttatímann og starfsfólkið þar.“Gunnari Smára líkt við Hugo ChávesBirni hefur verið tíðrætt í gegnum tíðina um tengsl Gunnars Smára við Baug og hann er ekki trúaður á gagnrýni Gunnars Smára á 365; „...stofnaði Gunnar Smári til illdeilna við Jón Ásgeir Jóhannesson, höfuðpaur Baugsmanna, á opinberum vettvangi til þess eins að draga skil í hugum almennings á milli sín og Jóns Ásgeirs. Reyndar er það svo að Gunnar Smári fær það óþvegið frá helstu hugmyndafræðingum Sjálfstæðisflokksins í kjölfar þess að hafa stofnað til Sósíalistaflokksins. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er á sama róli og Björn þegar hann ræðir við Viðskiptablaðið um Gunnar Smára. Tilefni þessa virðist viðtal Vísis við Gunnar Smára, þar sem fram kom að Hannes Hólmsteinn aðhylltist hina svokölluðu „brauðmolakenningu“. Hannes segist ekki fylgismaður neinnar brauðmolakenningar en það sé hins vegar svo að Gunnar Smári hafi þegið brauðmola af borðum Jóns Ásgeirs. Og spyr hvernig hægt sé að taka slíkan mann og slíkan Stjórnmálaflokk gegn auðvaldi alvarlega? Hannes Hólmsteinn vill þá líkja Gunnari Smára við Hugo Cháves. „Chávez tókst að breyta einu auðugasta landi Rómönsku Ameríku í eitt hið fátækasta, og þegar illa gekk, öskruðu hann og eftirmaður hans: Skemmdarverk! og handtóku andstæðinga sína.Þetta var brennuvargur að gera hróp að slökkviliði.“Telur Gunnar Smára njóta alltof mikillar athygliEnn einn Sjálfstæðismaðurinn sem hefur horn í síðu Sósíalistaflokksins og Gunnars Smára er svo Brynjar Níelsson alþingismaður. Hann furðar sig á þeim áhuga sem fjölmiðlar sýna stofnun Sósíalistaflokksins. Eins og menn haldi að hér sé eitthvað nýtt á ferð. „Vinstri grænir og Alþýðufylkingin er uppfull sósíalistum og slatti af þeim í Samfylkingunni. Virðist vera einkenni þeirra sem berja hausnum við steininn að þurfa að vera í mörgum flokkum.“ Blaðamaður Vísis benti Brynjari á að fjölmiðlar væru nokkurn veginn eins og fólk vildi hafa þá; þeir eru ekki skúffuskáld heldur sé það beinlínis hlutverk þeirra að mæta eftirspurn. En, Brynjar er ekki trúaður á að fjölmiðlar þurfi eða taki mið af markaðinum: „Almenningur hefur ekkert meiri áhuga á stofnun þessa sósíalistaflokks en Alþýðufylkingunni á sínum tíma, Jakob. Það eru auðvitað fjölmiðlar sem eru uppteknir af þessum manni og hæpa þetta upp.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, telur stofnun Sósíalistaflokksins til að þyrla upp ryki – gagngert til að draga athygli frá rekstrarörðugleikum Fréttatímans. Hann fjallar um Gunnar Smára Egilsson, stofnanda flokksins, í nýjum pistli á vefsíðu sinni undir fyrirsögninni: „Frjáls fjölmiðlun, „heiðursfólkið“ og Sósíalistaflokkurinn“.Stofnaði stjórnmálaafl til að draga athyglina frá FréttatímanumAthygli vekur að Björn setur heiðursfólk innan gæsalappa en þar er vísað til hóps fólks sem settist í fulltrúaráð Frjálsrar fjölmiðlunar, samtaka sem Gunnar Smári stóð að til stuðnings óháðri og frjálsri blaðamennsku. Björn birtir svo samviskusamlega nöfn þessa „heiðursfólks“. Hugmyndin var sú að leita til almennings með frjáls framlög til stuðnings rekstri Fréttatímans hvar Gunnar Smári var ritstjóri. Sem kunnugt er hefur Gunnar Smári vikið úr ritstjórastóli og er reksturinn í járnum. Björn segir þetta „heiðursfólk“ hvergi hafa látið að sér kveða við lausn þeirra erfiðleika. Björn hefur pistil sinn á að setja fram þá kenningu að Gunnar Smári sé að þyrla upp ryki með því að stofna stjórnmálaaflið. „Engu er líkara en menn átti sig ekki á að Gunnar Smári Egilsson kýs að draga athygli að stofnun nýs flokks, Sósíalistaflokksins, til að hætt sé að tala um viðskilnað hans við Fréttatímann og starfsfólkið þar.“Gunnari Smára líkt við Hugo ChávesBirni hefur verið tíðrætt í gegnum tíðina um tengsl Gunnars Smára við Baug og hann er ekki trúaður á gagnrýni Gunnars Smára á 365; „...stofnaði Gunnar Smári til illdeilna við Jón Ásgeir Jóhannesson, höfuðpaur Baugsmanna, á opinberum vettvangi til þess eins að draga skil í hugum almennings á milli sín og Jóns Ásgeirs. Reyndar er það svo að Gunnar Smári fær það óþvegið frá helstu hugmyndafræðingum Sjálfstæðisflokksins í kjölfar þess að hafa stofnað til Sósíalistaflokksins. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er á sama róli og Björn þegar hann ræðir við Viðskiptablaðið um Gunnar Smára. Tilefni þessa virðist viðtal Vísis við Gunnar Smára, þar sem fram kom að Hannes Hólmsteinn aðhylltist hina svokölluðu „brauðmolakenningu“. Hannes segist ekki fylgismaður neinnar brauðmolakenningar en það sé hins vegar svo að Gunnar Smári hafi þegið brauðmola af borðum Jóns Ásgeirs. Og spyr hvernig hægt sé að taka slíkan mann og slíkan Stjórnmálaflokk gegn auðvaldi alvarlega? Hannes Hólmsteinn vill þá líkja Gunnari Smára við Hugo Cháves. „Chávez tókst að breyta einu auðugasta landi Rómönsku Ameríku í eitt hið fátækasta, og þegar illa gekk, öskruðu hann og eftirmaður hans: Skemmdarverk! og handtóku andstæðinga sína.Þetta var brennuvargur að gera hróp að slökkviliði.“Telur Gunnar Smára njóta alltof mikillar athygliEnn einn Sjálfstæðismaðurinn sem hefur horn í síðu Sósíalistaflokksins og Gunnars Smára er svo Brynjar Níelsson alþingismaður. Hann furðar sig á þeim áhuga sem fjölmiðlar sýna stofnun Sósíalistaflokksins. Eins og menn haldi að hér sé eitthvað nýtt á ferð. „Vinstri grænir og Alþýðufylkingin er uppfull sósíalistum og slatti af þeim í Samfylkingunni. Virðist vera einkenni þeirra sem berja hausnum við steininn að þurfa að vera í mörgum flokkum.“ Blaðamaður Vísis benti Brynjari á að fjölmiðlar væru nokkurn veginn eins og fólk vildi hafa þá; þeir eru ekki skúffuskáld heldur sé það beinlínis hlutverk þeirra að mæta eftirspurn. En, Brynjar er ekki trúaður á að fjölmiðlar þurfi eða taki mið af markaðinum: „Almenningur hefur ekkert meiri áhuga á stofnun þessa sósíalistaflokks en Alþýðufylkingunni á sínum tíma, Jakob. Það eru auðvitað fjölmiðlar sem eru uppteknir af þessum manni og hæpa þetta upp.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira