Pólitískur vilji til að breyta lögum um helgidagafrið Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 14. apríl 2017 20:15 Forystufólk sex flokka á Alþingi telur að gera eigi breytingar á lögum um helgidagafrið. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir lögin úrelt og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau barn síns tíma. Þingmaður Pírata segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. Samkvæmt lögum um helgidagafrið er óheimilt að standa að tiltekinni starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar en markmið laganna er að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld. Til að mynda er öll almenn starfsemi óheimil í dag, föstudaginn langa, þó tiltekin starfsemi, líkt og ýmis gisti- og þjónustustarfsemi sé þar undanþegin. Þá er óheimilt í dag að standa fyrir dansleikjum, einkasamkvæmum á opinberum veitingastöðum, opinberum sýningum og skemmtunum þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram en brot gegn þessum ákvæðum getur varðað sektum.Logi Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/Anton/ErnirLögin barn síns tíma Athugun fréttastofu leiðir í ljós að nokkur pólitískur vilji virðist standa til þess að breyta þessu fyrirkomulagi. Þannig segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að lögin séu að mörgu leyti barn síns tíma. „Fólki á náttúrulega að vera frjálst að haga lífi sínu og þar með talið frítíma eins og því lystir, á meðan að það gengur ekki á rétt annarra. Og þetta eru náttúrulega mjög nákvæmar upplýsingar um það hvaða aðgerðir eru yfirvöldum þóknanlegar á hvaða dögum. Þannig að það er nú ein ástæðan fyrir því að ég tel eðlilegt að minnsta kosti að rýmka þetta, ef ekki fella þetta niður,” segir Hanna. Úrelt lög Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, tekur í svipaðan streng. „Ég held að það sé alveg kominn tími á það að endurskoða þessi lög. Og í mínum huga er þau úrelt, að minnsta kosti eru breyttir tímar,” segir Theodóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Einar Brynjólfsson.Vísir/Anton/EyþórLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er einnig hlynntur breytingum. „Almennt er ég nú á því að það sé allt í lagi að skoða þau og gera þau sveigjanlegri. Það er náttúrulega margt sem hefur breyst í okkar samfélagi. Það eru fullt af fólki sem að hafa önnur trúarbrögð, fullt af fólki sem hefur engin trúarbrögð,” segir Logi.Gamall lútherskur rétttrúnaður Einar Brynjólfsson, varaformaður þingflokks Pírata, vill að lögin verði felld úr gildi og segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. „Við viljum endilega halda þessu sem frídögum en þessar hömlur á allskyns afþreyingu og skemmtun, að þær verði felldar niður,” segir Einar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, segir að ekki eigi að takmarka frelsi fólks með þessum hætti. „Ég held að þetta sé ein af þeim lögum sem eru ekki alveg í takt við nútímann. Og ég held að þau sé í rauninni orðin óþarfi í dag út af kjarasamningum sem að tryggja frítökurétt og annað,” segir Áslaug. Löngu tímabært að endurskoða lögin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir löngu tímabært að endurskoða lögin. „Sérstaklega hvað varðar einmitt, svona skemmtanahald og bingó og eitthvað stærra. Ég er hins vegar minna spennt fyrir því að opna allar verslanir og eitthvað slíkt á föstudaginn langa, jóladag og nýársdag. Mér hefur fundist það einmitt vera hluti af því að tryggja að starfsfólk þessara verslana fái frið til að vera með sínu fólki,” segir Bjarkey. Alþingi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Forystufólk sex flokka á Alþingi telur að gera eigi breytingar á lögum um helgidagafrið. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir lögin úrelt og þingflokksformaður Viðreisnar segir þau barn síns tíma. Þingmaður Pírata segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. Samkvæmt lögum um helgidagafrið er óheimilt að standa að tiltekinni starfsemi á helgidögum þjóðkirkjunnar en markmið laganna er að vernda helgihald og tryggja frið, næði og hvíld. Til að mynda er öll almenn starfsemi óheimil í dag, föstudaginn langa, þó tiltekin starfsemi, líkt og ýmis gisti- og þjónustustarfsemi sé þar undanþegin. Þá er óheimilt í dag að standa fyrir dansleikjum, einkasamkvæmum á opinberum veitingastöðum, opinberum sýningum og skemmtunum þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram en brot gegn þessum ákvæðum getur varðað sektum.Logi Einarsson og Hanna Katrín Friðriksson.Vísir/Anton/ErnirLögin barn síns tíma Athugun fréttastofu leiðir í ljós að nokkur pólitískur vilji virðist standa til þess að breyta þessu fyrirkomulagi. Þannig segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að lögin séu að mörgu leyti barn síns tíma. „Fólki á náttúrulega að vera frjálst að haga lífi sínu og þar með talið frítíma eins og því lystir, á meðan að það gengur ekki á rétt annarra. Og þetta eru náttúrulega mjög nákvæmar upplýsingar um það hvaða aðgerðir eru yfirvöldum þóknanlegar á hvaða dögum. Þannig að það er nú ein ástæðan fyrir því að ég tel eðlilegt að minnsta kosti að rýmka þetta, ef ekki fella þetta niður,” segir Hanna. Úrelt lög Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, tekur í svipaðan streng. „Ég held að það sé alveg kominn tími á það að endurskoða þessi lög. Og í mínum huga er þau úrelt, að minnsta kosti eru breyttir tímar,” segir Theodóra.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Einar Brynjólfsson.Vísir/Anton/EyþórLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er einnig hlynntur breytingum. „Almennt er ég nú á því að það sé allt í lagi að skoða þau og gera þau sveigjanlegri. Það er náttúrulega margt sem hefur breyst í okkar samfélagi. Það eru fullt af fólki sem að hafa önnur trúarbrögð, fullt af fólki sem hefur engin trúarbrögð,” segir Logi.Gamall lútherskur rétttrúnaður Einar Brynjólfsson, varaformaður þingflokks Pírata, vill að lögin verði felld úr gildi og segir þau leifar af gömlum lútherskum rétttrúnaði. „Við viljum endilega halda þessu sem frídögum en þessar hömlur á allskyns afþreyingu og skemmtun, að þær verði felldar niður,” segir Einar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks, segir að ekki eigi að takmarka frelsi fólks með þessum hætti. „Ég held að þetta sé ein af þeim lögum sem eru ekki alveg í takt við nútímann. Og ég held að þau sé í rauninni orðin óþarfi í dag út af kjarasamningum sem að tryggja frítökurétt og annað,” segir Áslaug. Löngu tímabært að endurskoða lögin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segir löngu tímabært að endurskoða lögin. „Sérstaklega hvað varðar einmitt, svona skemmtanahald og bingó og eitthvað stærra. Ég er hins vegar minna spennt fyrir því að opna allar verslanir og eitthvað slíkt á föstudaginn langa, jóladag og nýársdag. Mér hefur fundist það einmitt vera hluti af því að tryggja að starfsfólk þessara verslana fái frið til að vera með sínu fólki,” segir Bjarkey.
Alþingi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira