Viðskiptablaðið lét Moggann gabba sig Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. apríl 2017 12:44 Ikea í Garðabæ. Vísir/VIlhelm Sum aprílgöbb heppnast einfaldlega betur en önnur - svo vel að jafnvel hinir skynsömustu viðskiptablaðamenn láta plata sig. Eitt þeirra verður að teljast aprílgabb Morgunblaðsins þar sem segir frá meintum viðbrögðum IKEA við komu Costco til landsins. Í fréttinni er rætt við Þórarinn Ævarsson, forstjóra IKEA á Íslandi, sem segir að nauðsynlegt sé fyrir fyrirtækið að mæta harðnandi samkeppni og því hafi IKEA ákveðið að byrja sjálft að bjóða upp á einstaklings- og fyrirtækjaaðild eins og þekkist hjá Costco. Neðar í fréttinni gefst fólki svo kostur á að fara inn á skráningarsíðu, sem einhverra hluta vegna er skráð hjá mbl.is en ekki IKEA, þar sem það getur sótt um aðild að IKEA-klúbbnum svokallaða. Fréttin hefur vakið mikla athygli í morgun og hafa rúmlega 800 áhugasamir skráð sig í hinn nýja klúbb - sem þó, sem fyrr segir, er ekki til og ekki stendur til að stofna. Hvort blaðamaður Viðskiptablaðsins, sem skrifaði frétt upp úr aprílgabbi Morgunblaðsins, hafi skráð sig líka skal ósagt látið en eitt er víst; hann féll fyrir gabbinu og „hljóp apríl“ eins og fjöldamargir aðrir. Hér að neðan má sjá frétt Viðskiptablaðsins sem skrifuð var upp úr gabbi Moggans. Fréttin á vef VB hefur nú verið fjarlægð. Fréttin sem birtist á vef Viðskiptablaðsins en hefur nú verið fjarlægð.Skjáskot Aprílgabb Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Sum aprílgöbb heppnast einfaldlega betur en önnur - svo vel að jafnvel hinir skynsömustu viðskiptablaðamenn láta plata sig. Eitt þeirra verður að teljast aprílgabb Morgunblaðsins þar sem segir frá meintum viðbrögðum IKEA við komu Costco til landsins. Í fréttinni er rætt við Þórarinn Ævarsson, forstjóra IKEA á Íslandi, sem segir að nauðsynlegt sé fyrir fyrirtækið að mæta harðnandi samkeppni og því hafi IKEA ákveðið að byrja sjálft að bjóða upp á einstaklings- og fyrirtækjaaðild eins og þekkist hjá Costco. Neðar í fréttinni gefst fólki svo kostur á að fara inn á skráningarsíðu, sem einhverra hluta vegna er skráð hjá mbl.is en ekki IKEA, þar sem það getur sótt um aðild að IKEA-klúbbnum svokallaða. Fréttin hefur vakið mikla athygli í morgun og hafa rúmlega 800 áhugasamir skráð sig í hinn nýja klúbb - sem þó, sem fyrr segir, er ekki til og ekki stendur til að stofna. Hvort blaðamaður Viðskiptablaðsins, sem skrifaði frétt upp úr aprílgabbi Morgunblaðsins, hafi skráð sig líka skal ósagt látið en eitt er víst; hann féll fyrir gabbinu og „hljóp apríl“ eins og fjöldamargir aðrir. Hér að neðan má sjá frétt Viðskiptablaðsins sem skrifuð var upp úr gabbi Moggans. Fréttin á vef VB hefur nú verið fjarlægð. Fréttin sem birtist á vef Viðskiptablaðsins en hefur nú verið fjarlægð.Skjáskot
Aprílgabb Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira