Kröfðust þess að sérstök umræða um fátækt yrði sett á dagskrá þingsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2017 15:49 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir/Ernir Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að sérstök umræða um fátækt sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir við félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, fer ekki fram í þessari viku eins og búist hafði verið við. Ekki varð annað ráðið af orðum þingmanna en að staðið hefði til að umræðan færi fram í dag en að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, hefði hætt við umræðuna og tilkynnt að engar sérstakar umræður myndu fara fram á þingi í þessari viku. „Ég var beðin um að senda hér inn spurningar af því að til stæði að setja þessa umræðu á dagskrá í þessari viku en en nú fæ ég að heyra það að það standi ekki til að setja þessa sérstöku umræðu á dagskrá né nokkra aðra sérstaka umræðu og ég hlýt að furða mig á því að loksins þegar hæstvirt ríkisstjórn skilar af sér málum, að sjálfsögðu á síðasta framlagningardegi eins og alltaf hefur verið þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, þá eigi að ryðja burt öllum öðrum málum. Eða vill forysta þingsins ekki ræða málefni fátæktar?“ spurði Katrín á þingi í dag og krafðist þess að umræðan færi fram í vikunni enda væri um stórt pólitískt mál að ræða. Á meðal þingmanna sem tóku undir orð Katrínar voru þau Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er alveg fráleitt að engar sérstakar umræður muni eiga sér stað í þessari viku. Við erum að tala um það að þetta er málstofa Alþingis þar sem við ræðum formlega um ýmis mál ekki bara frumvörp ríkisstjórnarinnar þegar henni hentar heldur er mjög mikilvægt að við eigum í umræðum um önnur mikilvæg mál,“ sagði Ásta Guðrún. Logi sagði ólíðandi að ekki væri gefið pláss fyrir sérstakar umræður stjórnarandstöðunnar, ekki síst um fátækt sem verið hefði mikið til umræðu í samfélaginu undanfarnar vikur. „Mér finnst það vanvirðing við þann stóra hóp sem er að glíma við fátækt að menn skuli ekki gefa sér örlítinn tíma. Við getum auðvitað komið þessari umræðu að þegar við tölum um fjármálaáætlunina [...] og ég krefst þess að umræðan verði sett á dagskrá í vikunni,“ sagði Logi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom forseta þingsins til varnar og sagði að þingmenn yrðu að sýna forseta sanngirni. Hann taldi að aldrei á neinu tveggja mánaða tímabili í störfum þingsins hefðu sérstakar umræður að beiðni stjórnarandstöðunnar verið jafn tíðar. Þá væri leitun að því að þingmenn hefðu átt jafn greiða leið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim farvegi sem sérstakar umræður eru. Alþingi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að sérstök umræða um fátækt sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir við félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, fer ekki fram í þessari viku eins og búist hafði verið við. Ekki varð annað ráðið af orðum þingmanna en að staðið hefði til að umræðan færi fram í dag en að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, hefði hætt við umræðuna og tilkynnt að engar sérstakar umræður myndu fara fram á þingi í þessari viku. „Ég var beðin um að senda hér inn spurningar af því að til stæði að setja þessa umræðu á dagskrá í þessari viku en en nú fæ ég að heyra það að það standi ekki til að setja þessa sérstöku umræðu á dagskrá né nokkra aðra sérstaka umræðu og ég hlýt að furða mig á því að loksins þegar hæstvirt ríkisstjórn skilar af sér málum, að sjálfsögðu á síðasta framlagningardegi eins og alltaf hefur verið þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, þá eigi að ryðja burt öllum öðrum málum. Eða vill forysta þingsins ekki ræða málefni fátæktar?“ spurði Katrín á þingi í dag og krafðist þess að umræðan færi fram í vikunni enda væri um stórt pólitískt mál að ræða. Á meðal þingmanna sem tóku undir orð Katrínar voru þau Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er alveg fráleitt að engar sérstakar umræður muni eiga sér stað í þessari viku. Við erum að tala um það að þetta er málstofa Alþingis þar sem við ræðum formlega um ýmis mál ekki bara frumvörp ríkisstjórnarinnar þegar henni hentar heldur er mjög mikilvægt að við eigum í umræðum um önnur mikilvæg mál,“ sagði Ásta Guðrún. Logi sagði ólíðandi að ekki væri gefið pláss fyrir sérstakar umræður stjórnarandstöðunnar, ekki síst um fátækt sem verið hefði mikið til umræðu í samfélaginu undanfarnar vikur. „Mér finnst það vanvirðing við þann stóra hóp sem er að glíma við fátækt að menn skuli ekki gefa sér örlítinn tíma. Við getum auðvitað komið þessari umræðu að þegar við tölum um fjármálaáætlunina [...] og ég krefst þess að umræðan verði sett á dagskrá í vikunni,“ sagði Logi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom forseta þingsins til varnar og sagði að þingmenn yrðu að sýna forseta sanngirni. Hann taldi að aldrei á neinu tveggja mánaða tímabili í störfum þingsins hefðu sérstakar umræður að beiðni stjórnarandstöðunnar verið jafn tíðar. Þá væri leitun að því að þingmenn hefðu átt jafn greiða leið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim farvegi sem sérstakar umræður eru.
Alþingi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira