Neytendasamtökin senda kvörtun vegna fiskmarkaða til Samkeppniseftirlits Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2017 13:18 Vísir/Egill Neytendasamtökin ætla að senda kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Reiknistofa fiskmarkaðanna er hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir þetta geta leitt til hærra fiskverðs til neytenda. Neytendasamtökin óskuðu skýringa frá Reiknistofu fiskmarkaðanna í síðasta mánuði á því að í byrjun mars var hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiski á fiskmörkuðum. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna sagði í fréttum okkar hinn 17. mars að Reiknistofan ætlaði að senda lögfræðiálit vegna málsins til samtakanna. Hann hafi fengið tölvupóst frá framkvæmdastjóra Reiknistofunnar þar sem vísað sé til skoðunar ótilgreinds lögmanns. „Niðurstaðan í þessu er að við erum að undirbúa formlegt erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem við kvörtum undan þessu og bendum á að þetta gangi gegn hagsmunum neytenda,“ segir Ólafur. Eyjólfur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna segir almenna neytendur aldrei hafa haft aðgang að upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Hins vegar höfðu þeir sem keyptu og seldu fisk með aðgangi sínum að uppboðsvefnum aðgang að upplýsingum um kaupendur þar til í byrjun síðasta mánaðar en hafa það ekki lengur.Þannig að kaupendur sjá ekki aðra kaupendur sem eru á markaðnum?„Nei, enda teljum við enga þörf á því. Okkur ber ekki samkvæmt lögum eða reglugerðum um fiskmarkaði að gera það. Þannig að okkar heimild er bara óljós í þeim efnum og við ákváðum að gera það ekki,“ segir Eyjólfur.Hættuð þið að birta þessar upplýsingar vegna þess að einhverjum líkaði ekki að þið gerðuð það? „Já, það var þannig.“Hverjir voru það? „Það voru aðrir kaupendur, markaðir og allir. Það voru ansi margir,“ segir Eyjólfur.Segir fyrirkomulag geta leitt til hærra verðs Formaður Neytendasamtakanna segir að þarna væri hægt að hafa gagnsæi á markaði neytendum í hag. „En það er valið að hafa ógagnsæi. Sem hentar ef til vill einhverjum aðilum sem eru að versla á markaði. En gengur gegn hagsmunum neytenda.“ Ólafur segir að þetta fyrirkomulag geti leitt til hækkunar fiskverðs til einstakra verslana og fiskkaupmanna sem kaupi allan sinn fisk á fiskmörkuðum. Þess vegna sé þetta neytendamál sem Samkeppniseftirlitið verði að úrskurða um. Framkvæmdastjóri Reiknistofunnar segir þetta ekki rétt samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum. Stórir aðilar selji yfirleitt meira en þeir kaupi og þá séu lagalegar forsendur til að birta þessar upplýsingar veikar. „Við erum bara þjónustufyrirtæki við fiskmarkaðina. Samkvæmt heimildum við þá höfum við bara heimild til að birta það sem þeir leyfa okkur að birta. Og ef þeirra viðskiptavinir vilja ekki að við birtum þetta þá birtum við það ekki,“ Segir Eyjólfur og hann óttist ekki niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum málum.Haldið þið að þetta sé ekki að leiða til þess að fiskur til neytenda hækkar í verði? „Nei, ég get ekki séð að það hafi gerst. Verðið hefur hrunið liggur við frá því þetta gerðist eiginlega. Ég veit ekki hvort það er af þessum orsökum. Eflaust ekki. En það virðist ekki hafa nein áhrif,“ segir Eyjólfur Guðlaugsson. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Neytendasamtökin ætla að senda kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess að Reiknistofa fiskmarkaðanna er hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna segir þetta geta leitt til hærra fiskverðs til neytenda. Neytendasamtökin óskuðu skýringa frá Reiknistofu fiskmarkaðanna í síðasta mánuði á því að í byrjun mars var hætt að birta upplýsingar um kaupendur á fiski á fiskmörkuðum. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna sagði í fréttum okkar hinn 17. mars að Reiknistofan ætlaði að senda lögfræðiálit vegna málsins til samtakanna. Hann hafi fengið tölvupóst frá framkvæmdastjóra Reiknistofunnar þar sem vísað sé til skoðunar ótilgreinds lögmanns. „Niðurstaðan í þessu er að við erum að undirbúa formlegt erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem við kvörtum undan þessu og bendum á að þetta gangi gegn hagsmunum neytenda,“ segir Ólafur. Eyjólfur Guðlaugsson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaðanna segir almenna neytendur aldrei hafa haft aðgang að upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Hins vegar höfðu þeir sem keyptu og seldu fisk með aðgangi sínum að uppboðsvefnum aðgang að upplýsingum um kaupendur þar til í byrjun síðasta mánaðar en hafa það ekki lengur.Þannig að kaupendur sjá ekki aðra kaupendur sem eru á markaðnum?„Nei, enda teljum við enga þörf á því. Okkur ber ekki samkvæmt lögum eða reglugerðum um fiskmarkaði að gera það. Þannig að okkar heimild er bara óljós í þeim efnum og við ákváðum að gera það ekki,“ segir Eyjólfur.Hættuð þið að birta þessar upplýsingar vegna þess að einhverjum líkaði ekki að þið gerðuð það? „Já, það var þannig.“Hverjir voru það? „Það voru aðrir kaupendur, markaðir og allir. Það voru ansi margir,“ segir Eyjólfur.Segir fyrirkomulag geta leitt til hærra verðs Formaður Neytendasamtakanna segir að þarna væri hægt að hafa gagnsæi á markaði neytendum í hag. „En það er valið að hafa ógagnsæi. Sem hentar ef til vill einhverjum aðilum sem eru að versla á markaði. En gengur gegn hagsmunum neytenda.“ Ólafur segir að þetta fyrirkomulag geti leitt til hækkunar fiskverðs til einstakra verslana og fiskkaupmanna sem kaupi allan sinn fisk á fiskmörkuðum. Þess vegna sé þetta neytendamál sem Samkeppniseftirlitið verði að úrskurða um. Framkvæmdastjóri Reiknistofunnar segir þetta ekki rétt samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum. Stórir aðilar selji yfirleitt meira en þeir kaupi og þá séu lagalegar forsendur til að birta þessar upplýsingar veikar. „Við erum bara þjónustufyrirtæki við fiskmarkaðina. Samkvæmt heimildum við þá höfum við bara heimild til að birta það sem þeir leyfa okkur að birta. Og ef þeirra viðskiptavinir vilja ekki að við birtum þetta þá birtum við það ekki,“ Segir Eyjólfur og hann óttist ekki niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í þessum málum.Haldið þið að þetta sé ekki að leiða til þess að fiskur til neytenda hækkar í verði? „Nei, ég get ekki séð að það hafi gerst. Verðið hefur hrunið liggur við frá því þetta gerðist eiginlega. Ég veit ekki hvort það er af þessum orsökum. Eflaust ekki. En það virðist ekki hafa nein áhrif,“ segir Eyjólfur Guðlaugsson.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira