Ekki tekið tillit til fyrri dóms yfir Gunnari vegna fyrningar sakavottorðs Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. apríl 2017 14:29 Gunnar Jakobsson Gunnar Jakobsson var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi. Gunnar, áður Roy Svanur Shannon, er dæmdur barnaníðingur en ekki var tekið tillit til fyrri dóms yfir honum í málinu vegna þess að fyrri dómurinn er ekki lengur skráður á sakavottorði hans. Hátt í 50 þúsund ljósmyndir og tæplega 500 myndskeið fundust í vörslum Gunnars í janúar 2013 og játaði hann brot sitt skýlaust. Fram kemur í dómnum yfir Gunnari, sem er 73 ára, að samkvæmt framlögðu sakavottorði hafi hann aldrei sætt refsingu áður. Hann var hins vegar dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tuttugu árum fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkum og dreifingu á klámi á netinu. Gunnar flutti síðan til Noregs þar sem hann bjó um hríð en þegar hann sneri aftur hafði hann breytt nafni sínu úr Roy Shannon í Gunnar Jakobsson.Sjá einnig: Þekktur barnaníðingur slapp með skilorð vegna dráttar á rannsóknHelgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.Vísir/GVA„Það er vísað í að hann hafi samkvæmt sakarvottorði ekki hlotið dóm. Brot manna detta út af sakavottorði til dómsdóla tíu árum eftir að dómurinn var endanlega afplánaður. Að lokinni reynslulausn og svo framvegis. Skýringin er sú að þetta er ekki inn á sakavottorði og það eru bara reglur sem um þetta gilda. Hugsunin á bakvið þær reglur er að sakavottorð manna hafi ekki áhrif þegar langur tími er liðinn frá því að brotið var framið, að eftir ákveðinn tíma þá detti þetta út og hafi þá kannski ekki áhrif við ákvörðun refsinga þegar langt er um liðið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari í samtali við Vísi. „Það er ástæðan fyrir því að þetta er sett fram með þessum hætti, en ég veit ekki hvort þetta sé heppilegasta orðalagið kannski. Af því að það segir að hann hafi ekki hlotið dóm áður samkvæmt sakarvottorðinu. Það er tæknilega alveg rétt en gefur til kynna að ekki hafi verið vitað að hann hafi áður hlotið dóm. Það hefði kannski mátt hafa einhverja tölu um það til útskýringar, svo fólk væri ekki að vandræðast yfir hvað þetta þýddi.“ Reglur um sakaskrá ríkisins eru aðgengilegar á vef Stjórnartíðinda. Í fjórða kafla laganna sem fjallar um upplýsingar af sakaskrá til dómsvalda segir að í sakarvottorði skuli ekki tilgreina upplýsingar sem skráðar hafa verið um viðkomandi einstakling eða lögaðila þegar tíu ár eru liðin frá lokun afplánunar fangelsisvistar eða lokum reynslutíma reynslulausnar meðal annars.Í sakavottorði samkvæmt þessum kafla skal ekki tilgreina þær upplýsingar sem skráðar hafa verið um viðkomandi einstakling eða lögaðila þegar 10 ár eru liðin frá síðustu af eftirtöldum tímamörkum: a. lokum afplánunar fangelsisrefsingar,b. lokum reynslutíma reynslulausnar, c. uppkvaðningu úrskurðar um niðurfellingu ráðstöfunar skv. 62.-67. gr. almennra hegningarlaga, d. lokum réttindasviptingar eða endurveitingu réttinda, e. uppkvaðningu endanlegs dóms eða dagsetningu ákvörðunar sem ekki fellur undir a-d lið. Þetta gildir um öll sakarvottorð til dómstóla, dómsmálaráðuneytisins, umboðsmanns Alþingis, lögreglustjóra, Fangelsismálastofnunar og Útlendingastofnunar. Ef fólk aftur á móti sækir sakarvottorð vegna sín sjálfs og viðkomandi hefur náð fimmtán ára aldri, þá er það vottorð sem tekur til síðustu fimm ára, í stað tíu. Ríkissaksóknari getur þó ákveðið í sérstökum tilvikum að í sakavottorði séu upplýsingar um niðurstöður eldri mála. Til að mynda hefur Barnaverndarstofa rétt á upplýsingum úr sakaskrá um menn sem hlotið hafa refsidóm fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Þetta er eins og með refsiábyrgð almennt þá fyrnist hún á ákveðnum tíma, ítrekunaráhrif fyrnast og svo framvegis,“ segir Helgi. „Ef við tökum okkur á í lífinu þá felst í þessu einhver fyrirgefning þegar nógu langur tími er liðinn.“ Tengdar fréttir Þekktur barnaníðingur enn í haldi á Selfossi Þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í gær, er enn í vörslu lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 11. janúar 2013 06:51 Gunnar í vikulangt gæsluvarðhald Dómari hjá Héraðsdómi Suðurlands féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar á Selfossi um að úrskurða Gunnar Jakobsson í vikulangt gæsluvarðhald. 11. janúar 2013 17:44 Þekktur barnaníðingur grunaður um brot gegn þremur ungum börnum Dómari við Héraðsdóm Suðurlands tók sér frest til klukkan fimm í dag til að úrskurða um það hvort að þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, skyldi sæta gæsluvarðhaldi. 11. janúar 2013 13:35 Þekktur barnaníðingur slapp með skilorð vegna dráttar á rannsókn Gunnar Jakobsson dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. 3. apríl 2017 22:54 Samtök vistheimilabarna fordæma heimsóknir barnaníðings á fósturheimili "Okkur er mjög brugðið að sjá þetta,“ segir Víglundur Þór Víglundsson, formaður samtaka vistheimilabarna, en sjálfur varð hann fyrir grimmu ofbeldi á Breiðavík þegar hann dvaldi þar sem barn. Samtök vistheimilabarna sendu frá sér ályktun seint í gærkvöldi þar sem þau fordæmdu ákvörðun fósturheimilis úti á landi sem leyfið barnaníðingi að umgangast börn sem þar voru í fóstri. 12. júní 2012 10:05 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Gunnar Jakobsson var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi. Gunnar, áður Roy Svanur Shannon, er dæmdur barnaníðingur en ekki var tekið tillit til fyrri dóms yfir honum í málinu vegna þess að fyrri dómurinn er ekki lengur skráður á sakavottorði hans. Hátt í 50 þúsund ljósmyndir og tæplega 500 myndskeið fundust í vörslum Gunnars í janúar 2013 og játaði hann brot sitt skýlaust. Fram kemur í dómnum yfir Gunnari, sem er 73 ára, að samkvæmt framlögðu sakavottorði hafi hann aldrei sætt refsingu áður. Hann var hins vegar dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tuttugu árum fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkum og dreifingu á klámi á netinu. Gunnar flutti síðan til Noregs þar sem hann bjó um hríð en þegar hann sneri aftur hafði hann breytt nafni sínu úr Roy Shannon í Gunnar Jakobsson.Sjá einnig: Þekktur barnaníðingur slapp með skilorð vegna dráttar á rannsóknHelgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.Vísir/GVA„Það er vísað í að hann hafi samkvæmt sakarvottorði ekki hlotið dóm. Brot manna detta út af sakavottorði til dómsdóla tíu árum eftir að dómurinn var endanlega afplánaður. Að lokinni reynslulausn og svo framvegis. Skýringin er sú að þetta er ekki inn á sakavottorði og það eru bara reglur sem um þetta gilda. Hugsunin á bakvið þær reglur er að sakavottorð manna hafi ekki áhrif þegar langur tími er liðinn frá því að brotið var framið, að eftir ákveðinn tíma þá detti þetta út og hafi þá kannski ekki áhrif við ákvörðun refsinga þegar langt er um liðið,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari í samtali við Vísi. „Það er ástæðan fyrir því að þetta er sett fram með þessum hætti, en ég veit ekki hvort þetta sé heppilegasta orðalagið kannski. Af því að það segir að hann hafi ekki hlotið dóm áður samkvæmt sakarvottorðinu. Það er tæknilega alveg rétt en gefur til kynna að ekki hafi verið vitað að hann hafi áður hlotið dóm. Það hefði kannski mátt hafa einhverja tölu um það til útskýringar, svo fólk væri ekki að vandræðast yfir hvað þetta þýddi.“ Reglur um sakaskrá ríkisins eru aðgengilegar á vef Stjórnartíðinda. Í fjórða kafla laganna sem fjallar um upplýsingar af sakaskrá til dómsvalda segir að í sakarvottorði skuli ekki tilgreina upplýsingar sem skráðar hafa verið um viðkomandi einstakling eða lögaðila þegar tíu ár eru liðin frá lokun afplánunar fangelsisvistar eða lokum reynslutíma reynslulausnar meðal annars.Í sakavottorði samkvæmt þessum kafla skal ekki tilgreina þær upplýsingar sem skráðar hafa verið um viðkomandi einstakling eða lögaðila þegar 10 ár eru liðin frá síðustu af eftirtöldum tímamörkum: a. lokum afplánunar fangelsisrefsingar,b. lokum reynslutíma reynslulausnar, c. uppkvaðningu úrskurðar um niðurfellingu ráðstöfunar skv. 62.-67. gr. almennra hegningarlaga, d. lokum réttindasviptingar eða endurveitingu réttinda, e. uppkvaðningu endanlegs dóms eða dagsetningu ákvörðunar sem ekki fellur undir a-d lið. Þetta gildir um öll sakarvottorð til dómstóla, dómsmálaráðuneytisins, umboðsmanns Alþingis, lögreglustjóra, Fangelsismálastofnunar og Útlendingastofnunar. Ef fólk aftur á móti sækir sakarvottorð vegna sín sjálfs og viðkomandi hefur náð fimmtán ára aldri, þá er það vottorð sem tekur til síðustu fimm ára, í stað tíu. Ríkissaksóknari getur þó ákveðið í sérstökum tilvikum að í sakavottorði séu upplýsingar um niðurstöður eldri mála. Til að mynda hefur Barnaverndarstofa rétt á upplýsingum úr sakaskrá um menn sem hlotið hafa refsidóm fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Þetta er eins og með refsiábyrgð almennt þá fyrnist hún á ákveðnum tíma, ítrekunaráhrif fyrnast og svo framvegis,“ segir Helgi. „Ef við tökum okkur á í lífinu þá felst í þessu einhver fyrirgefning þegar nógu langur tími er liðinn.“
Tengdar fréttir Þekktur barnaníðingur enn í haldi á Selfossi Þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í gær, er enn í vörslu lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 11. janúar 2013 06:51 Gunnar í vikulangt gæsluvarðhald Dómari hjá Héraðsdómi Suðurlands féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar á Selfossi um að úrskurða Gunnar Jakobsson í vikulangt gæsluvarðhald. 11. janúar 2013 17:44 Þekktur barnaníðingur grunaður um brot gegn þremur ungum börnum Dómari við Héraðsdóm Suðurlands tók sér frest til klukkan fimm í dag til að úrskurða um það hvort að þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, skyldi sæta gæsluvarðhaldi. 11. janúar 2013 13:35 Þekktur barnaníðingur slapp með skilorð vegna dráttar á rannsókn Gunnar Jakobsson dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. 3. apríl 2017 22:54 Samtök vistheimilabarna fordæma heimsóknir barnaníðings á fósturheimili "Okkur er mjög brugðið að sjá þetta,“ segir Víglundur Þór Víglundsson, formaður samtaka vistheimilabarna, en sjálfur varð hann fyrir grimmu ofbeldi á Breiðavík þegar hann dvaldi þar sem barn. Samtök vistheimilabarna sendu frá sér ályktun seint í gærkvöldi þar sem þau fordæmdu ákvörðun fósturheimilis úti á landi sem leyfið barnaníðingi að umgangast börn sem þar voru í fóstri. 12. júní 2012 10:05 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Þekktur barnaníðingur enn í haldi á Selfossi Þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í gær, er enn í vörslu lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 11. janúar 2013 06:51
Gunnar í vikulangt gæsluvarðhald Dómari hjá Héraðsdómi Suðurlands féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar á Selfossi um að úrskurða Gunnar Jakobsson í vikulangt gæsluvarðhald. 11. janúar 2013 17:44
Þekktur barnaníðingur grunaður um brot gegn þremur ungum börnum Dómari við Héraðsdóm Suðurlands tók sér frest til klukkan fimm í dag til að úrskurða um það hvort að þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, skyldi sæta gæsluvarðhaldi. 11. janúar 2013 13:35
Þekktur barnaníðingur slapp með skilorð vegna dráttar á rannsókn Gunnar Jakobsson dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. 3. apríl 2017 22:54
Samtök vistheimilabarna fordæma heimsóknir barnaníðings á fósturheimili "Okkur er mjög brugðið að sjá þetta,“ segir Víglundur Þór Víglundsson, formaður samtaka vistheimilabarna, en sjálfur varð hann fyrir grimmu ofbeldi á Breiðavík þegar hann dvaldi þar sem barn. Samtök vistheimilabarna sendu frá sér ályktun seint í gærkvöldi þar sem þau fordæmdu ákvörðun fósturheimilis úti á landi sem leyfið barnaníðingi að umgangast börn sem þar voru í fóstri. 12. júní 2012 10:05