Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. Sú staðreynd að engin stefna hefur verið mótuð af hálfu stjórnvalda þegar ræktun á laxi í sjó er annars vegar þýðir að landið hefur í reynd verið stefnulaust í málaflokknum. Blóðsýkingin í Færeyjum var í sjókvíalaxeldiskerjum svipuðum eða alveg eins og þeim sem notuð eru við Íslandsstrendur af fyrirtækjum eins og Arnarlaxi. Hitastig sjávar er miklu lægra í kringum Færeyjar og aðstæður þar því frábrugðnar. Bakkafrost er stærsta laxeldisfyrirtæki færeyja en fyrirtækið rekur kerin þar sem sýkingin kom upp. Móðurfélag Bakkafrosts er skráð í norsku kauphöllinni og síðan fyrst var greint frá veikindunum í laxinum hefur markaðsverðmæti þess félags lækkað um 4,8 milljarða norskra króna, jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin undirstrikar vel hversu alvarlegt mál er hér á ferðinni. Markaðurinn í Noregi er að veðja gegn sjókvíalaxeldi vegna sýkingarinnar sem kom upp í Færeyjum. Útgáfa leyfa til sjókvíalaxeldis hefur færst í vöxt á síðustu árum á Íslandi. Uppgangur laxeldis hefur skapað togstreitu og ágreining á milli sjókvíalaxeldisfyrirtækjanna, Matvælastofnunar sem gefur út leyfin, og svo eigenda veiðihlunninda í ám og vötnum sem telja að sjókvíalaxeldi sé mikil ógn við villta fiska. Í ljósi þess hversu hættuleg blóðsýkingin er má spyrja hvort einhver hætta sé á því að slík sýking komi upp hér á landi. „Laxeldi er matvælaframleiðsla og sú framleiðsla á Íslandi getur væntanlega búist við svipuðum áskorunum og tækifærum og annarstaðar í heiminum. ISA hefur hins vegar ekki verið vandamál á Íslandi,“ segir Víkingur Gunnarsson hjá Arnarlaxi hf. í svari við skriflegri fyrirspurn Stöðvar 2. „Eðlilega hef ég áhyggjur af því. Við verðum að gæta mikillar varúðar við að byggja upp fiskeldi. Við ætlum að gera þetta, þetta er atvinnugrein sem er komin til að vera en við verðum að fara okkur hægt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hefur verið einhver stefna hjá ríkinu varðandi útgáfu leyfa til þess að rækta lax í sjó? „Kannski ekki sterk stefna, nei. Það er svolítið kapphlaup um þessi leyfi. Ég hef sagt ótvírætt við laxeldismenn að þeir verði að fara varlega. Menn verða að fara varlega þegar þeir hugsa um frekari uppbyggingu. Ég tel þess vegna brýnt að nefndin skili í sumar, sem fyrst, sínum niðurstöðum svo ég geti með haustinu kynnt nýja stefnu að laxeldismálum hér á landi.“ Þorgerður er þarna að vísa til nefndar sem Gunnar Bragi Sveinsson forveri hennar skipaði til að móta framtíðarstefnu um sjókvíalaxeldi. Nefndin á að skila niðurstöðum í byrjun ágúst ef allt gengur eftir. „Ég leyni því ekki að ég vil, meðan að nefndin er að störfum, að menn hægi á þessum umsóknum sínum þangað til að við erum komin með skýra stefnu í laxeldis- og fiskeldismálum. Þar hef ég dregið fram að við verðum að taka mjög ríka afstöðu með lífríkinu, nátturunni og umhverfinu. Og ég tel að hægt sé að samræma þessi atriði,“ segir Þorgerður. Tengt efni: Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldisHvernig virkar laxeldi? Og hvernig er umhorfs í sjókvíum? Sjá mynd Alexöndru Morton hér neðar. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. Sú staðreynd að engin stefna hefur verið mótuð af hálfu stjórnvalda þegar ræktun á laxi í sjó er annars vegar þýðir að landið hefur í reynd verið stefnulaust í málaflokknum. Blóðsýkingin í Færeyjum var í sjókvíalaxeldiskerjum svipuðum eða alveg eins og þeim sem notuð eru við Íslandsstrendur af fyrirtækjum eins og Arnarlaxi. Hitastig sjávar er miklu lægra í kringum Færeyjar og aðstæður þar því frábrugðnar. Bakkafrost er stærsta laxeldisfyrirtæki færeyja en fyrirtækið rekur kerin þar sem sýkingin kom upp. Móðurfélag Bakkafrosts er skráð í norsku kauphöllinni og síðan fyrst var greint frá veikindunum í laxinum hefur markaðsverðmæti þess félags lækkað um 4,8 milljarða norskra króna, jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin undirstrikar vel hversu alvarlegt mál er hér á ferðinni. Markaðurinn í Noregi er að veðja gegn sjókvíalaxeldi vegna sýkingarinnar sem kom upp í Færeyjum. Útgáfa leyfa til sjókvíalaxeldis hefur færst í vöxt á síðustu árum á Íslandi. Uppgangur laxeldis hefur skapað togstreitu og ágreining á milli sjókvíalaxeldisfyrirtækjanna, Matvælastofnunar sem gefur út leyfin, og svo eigenda veiðihlunninda í ám og vötnum sem telja að sjókvíalaxeldi sé mikil ógn við villta fiska. Í ljósi þess hversu hættuleg blóðsýkingin er má spyrja hvort einhver hætta sé á því að slík sýking komi upp hér á landi. „Laxeldi er matvælaframleiðsla og sú framleiðsla á Íslandi getur væntanlega búist við svipuðum áskorunum og tækifærum og annarstaðar í heiminum. ISA hefur hins vegar ekki verið vandamál á Íslandi,“ segir Víkingur Gunnarsson hjá Arnarlaxi hf. í svari við skriflegri fyrirspurn Stöðvar 2. „Eðlilega hef ég áhyggjur af því. Við verðum að gæta mikillar varúðar við að byggja upp fiskeldi. Við ætlum að gera þetta, þetta er atvinnugrein sem er komin til að vera en við verðum að fara okkur hægt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hefur verið einhver stefna hjá ríkinu varðandi útgáfu leyfa til þess að rækta lax í sjó? „Kannski ekki sterk stefna, nei. Það er svolítið kapphlaup um þessi leyfi. Ég hef sagt ótvírætt við laxeldismenn að þeir verði að fara varlega. Menn verða að fara varlega þegar þeir hugsa um frekari uppbyggingu. Ég tel þess vegna brýnt að nefndin skili í sumar, sem fyrst, sínum niðurstöðum svo ég geti með haustinu kynnt nýja stefnu að laxeldismálum hér á landi.“ Þorgerður er þarna að vísa til nefndar sem Gunnar Bragi Sveinsson forveri hennar skipaði til að móta framtíðarstefnu um sjókvíalaxeldi. Nefndin á að skila niðurstöðum í byrjun ágúst ef allt gengur eftir. „Ég leyni því ekki að ég vil, meðan að nefndin er að störfum, að menn hægi á þessum umsóknum sínum þangað til að við erum komin með skýra stefnu í laxeldis- og fiskeldismálum. Þar hef ég dregið fram að við verðum að taka mjög ríka afstöðu með lífríkinu, nátturunni og umhverfinu. Og ég tel að hægt sé að samræma þessi atriði,“ segir Þorgerður. Tengt efni: Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldisHvernig virkar laxeldi? Og hvernig er umhorfs í sjókvíum? Sjá mynd Alexöndru Morton hér neðar.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira