Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. Sú staðreynd að engin stefna hefur verið mótuð af hálfu stjórnvalda þegar ræktun á laxi í sjó er annars vegar þýðir að landið hefur í reynd verið stefnulaust í málaflokknum. Blóðsýkingin í Færeyjum var í sjókvíalaxeldiskerjum svipuðum eða alveg eins og þeim sem notuð eru við Íslandsstrendur af fyrirtækjum eins og Arnarlaxi. Hitastig sjávar er miklu lægra í kringum Færeyjar og aðstæður þar því frábrugðnar. Bakkafrost er stærsta laxeldisfyrirtæki færeyja en fyrirtækið rekur kerin þar sem sýkingin kom upp. Móðurfélag Bakkafrosts er skráð í norsku kauphöllinni og síðan fyrst var greint frá veikindunum í laxinum hefur markaðsverðmæti þess félags lækkað um 4,8 milljarða norskra króna, jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin undirstrikar vel hversu alvarlegt mál er hér á ferðinni. Markaðurinn í Noregi er að veðja gegn sjókvíalaxeldi vegna sýkingarinnar sem kom upp í Færeyjum. Útgáfa leyfa til sjókvíalaxeldis hefur færst í vöxt á síðustu árum á Íslandi. Uppgangur laxeldis hefur skapað togstreitu og ágreining á milli sjókvíalaxeldisfyrirtækjanna, Matvælastofnunar sem gefur út leyfin, og svo eigenda veiðihlunninda í ám og vötnum sem telja að sjókvíalaxeldi sé mikil ógn við villta fiska. Í ljósi þess hversu hættuleg blóðsýkingin er má spyrja hvort einhver hætta sé á því að slík sýking komi upp hér á landi. „Laxeldi er matvælaframleiðsla og sú framleiðsla á Íslandi getur væntanlega búist við svipuðum áskorunum og tækifærum og annarstaðar í heiminum. ISA hefur hins vegar ekki verið vandamál á Íslandi,“ segir Víkingur Gunnarsson hjá Arnarlaxi hf. í svari við skriflegri fyrirspurn Stöðvar 2. „Eðlilega hef ég áhyggjur af því. Við verðum að gæta mikillar varúðar við að byggja upp fiskeldi. Við ætlum að gera þetta, þetta er atvinnugrein sem er komin til að vera en við verðum að fara okkur hægt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hefur verið einhver stefna hjá ríkinu varðandi útgáfu leyfa til þess að rækta lax í sjó? „Kannski ekki sterk stefna, nei. Það er svolítið kapphlaup um þessi leyfi. Ég hef sagt ótvírætt við laxeldismenn að þeir verði að fara varlega. Menn verða að fara varlega þegar þeir hugsa um frekari uppbyggingu. Ég tel þess vegna brýnt að nefndin skili í sumar, sem fyrst, sínum niðurstöðum svo ég geti með haustinu kynnt nýja stefnu að laxeldismálum hér á landi.“ Þorgerður er þarna að vísa til nefndar sem Gunnar Bragi Sveinsson forveri hennar skipaði til að móta framtíðarstefnu um sjókvíalaxeldi. Nefndin á að skila niðurstöðum í byrjun ágúst ef allt gengur eftir. „Ég leyni því ekki að ég vil, meðan að nefndin er að störfum, að menn hægi á þessum umsóknum sínum þangað til að við erum komin með skýra stefnu í laxeldis- og fiskeldismálum. Þar hef ég dregið fram að við verðum að taka mjög ríka afstöðu með lífríkinu, nátturunni og umhverfinu. Og ég tel að hægt sé að samræma þessi atriði,“ segir Þorgerður. Tengt efni: Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldisHvernig virkar laxeldi? Og hvernig er umhorfs í sjókvíum? Sjá mynd Alexöndru Morton hér neðar. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. Sú staðreynd að engin stefna hefur verið mótuð af hálfu stjórnvalda þegar ræktun á laxi í sjó er annars vegar þýðir að landið hefur í reynd verið stefnulaust í málaflokknum. Blóðsýkingin í Færeyjum var í sjókvíalaxeldiskerjum svipuðum eða alveg eins og þeim sem notuð eru við Íslandsstrendur af fyrirtækjum eins og Arnarlaxi. Hitastig sjávar er miklu lægra í kringum Færeyjar og aðstæður þar því frábrugðnar. Bakkafrost er stærsta laxeldisfyrirtæki færeyja en fyrirtækið rekur kerin þar sem sýkingin kom upp. Móðurfélag Bakkafrosts er skráð í norsku kauphöllinni og síðan fyrst var greint frá veikindunum í laxinum hefur markaðsverðmæti þess félags lækkað um 4,8 milljarða norskra króna, jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin undirstrikar vel hversu alvarlegt mál er hér á ferðinni. Markaðurinn í Noregi er að veðja gegn sjókvíalaxeldi vegna sýkingarinnar sem kom upp í Færeyjum. Útgáfa leyfa til sjókvíalaxeldis hefur færst í vöxt á síðustu árum á Íslandi. Uppgangur laxeldis hefur skapað togstreitu og ágreining á milli sjókvíalaxeldisfyrirtækjanna, Matvælastofnunar sem gefur út leyfin, og svo eigenda veiðihlunninda í ám og vötnum sem telja að sjókvíalaxeldi sé mikil ógn við villta fiska. Í ljósi þess hversu hættuleg blóðsýkingin er má spyrja hvort einhver hætta sé á því að slík sýking komi upp hér á landi. „Laxeldi er matvælaframleiðsla og sú framleiðsla á Íslandi getur væntanlega búist við svipuðum áskorunum og tækifærum og annarstaðar í heiminum. ISA hefur hins vegar ekki verið vandamál á Íslandi,“ segir Víkingur Gunnarsson hjá Arnarlaxi hf. í svari við skriflegri fyrirspurn Stöðvar 2. „Eðlilega hef ég áhyggjur af því. Við verðum að gæta mikillar varúðar við að byggja upp fiskeldi. Við ætlum að gera þetta, þetta er atvinnugrein sem er komin til að vera en við verðum að fara okkur hægt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hefur verið einhver stefna hjá ríkinu varðandi útgáfu leyfa til þess að rækta lax í sjó? „Kannski ekki sterk stefna, nei. Það er svolítið kapphlaup um þessi leyfi. Ég hef sagt ótvírætt við laxeldismenn að þeir verði að fara varlega. Menn verða að fara varlega þegar þeir hugsa um frekari uppbyggingu. Ég tel þess vegna brýnt að nefndin skili í sumar, sem fyrst, sínum niðurstöðum svo ég geti með haustinu kynnt nýja stefnu að laxeldismálum hér á landi.“ Þorgerður er þarna að vísa til nefndar sem Gunnar Bragi Sveinsson forveri hennar skipaði til að móta framtíðarstefnu um sjókvíalaxeldi. Nefndin á að skila niðurstöðum í byrjun ágúst ef allt gengur eftir. „Ég leyni því ekki að ég vil, meðan að nefndin er að störfum, að menn hægi á þessum umsóknum sínum þangað til að við erum komin með skýra stefnu í laxeldis- og fiskeldismálum. Þar hef ég dregið fram að við verðum að taka mjög ríka afstöðu með lífríkinu, nátturunni og umhverfinu. Og ég tel að hægt sé að samræma þessi atriði,“ segir Þorgerður. Tengt efni: Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldisHvernig virkar laxeldi? Og hvernig er umhorfs í sjókvíum? Sjá mynd Alexöndru Morton hér neðar.
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira