Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2017 19:51 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. Fjármálaráðherra segir hins vegar að framlög til heilbrigðismála og annarra innviða verði stóraukin og skuldir ríkissjóðs greiddar hratt niður. Þegar skuldir ríkissjóðs urðu hvað mestar eftir hrun voru þær um 100 prósent af landsframleiðslu en í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 30 prósent eftir tvö ár. Hagur ríkissjóðs hefur því vænkast mikið. Með fjármálaáætlun er ríkisstjórnin í raun að birta áform sín um útgjöld til allra helstu málaflokka ríkisins til næstu fimm ára, eins og til dæmis til vegamála þar sem þörfin er mikil - og til menntamál, háskólanna og heilbrigðismála, þjóðarsjúkrahússins þar sem ekki síður er hrópað eftir meiri útgjöldum. Benedikt Jóhannesson minnti á að þetta væri í annað sinn sem ríkisstjórn leggði fram fjármálaáætlun samkvæmt nýjum lögum og gildir þessi til ársins 2022. „Hún gerir ráð fyrir uppbyggingu innviða, sókn í velferðarmálum, einfaldara skattkerfi og hraðri niðurgreiðslu skulda ríkisins. með öðrum orðum; ábyrg hagstjórn sem miðar að aukinni velsæld, stöðugra gengi og lægra vaxtastigi. Fjármálaráðherra segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um 22 prósent eða um rúma 42 milljarða í skrefum á næstu fimm árum og um 13 prósent til annarra velferðarmála.Nýtt þjóðarsjúkrahús mun rísa „Nýtt þjóðarsjúkrahús rís á næstu árum, greiðsluþátttökukerfi sjúklinga verður endurbætt og notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest. Greiðslur í fæðingarorlofi verða rýmkaðar. Útgjöld til samgöngumála eru aukin um nærri 23 milljarða króna frá fyrri fjármálaáætlun,“ sagði fjármálaráðherra. Í fjármálaáætluninni eru tekjur ríkissjóðs næstu fimm árin einnig áætlaðar, en það er helst þar sem stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarflokkanna fyrir viljaleysi til að finna tekjur til að standa undir kröfum um stóraukin útgjöld til uppbyggingar innviða. Þar með þrengi stjórnarflokkarnir möguleika hins opinbera til uppbyggingar, því áætlunin nær einnig til sveitarfélaga og stofnana á vegum hins opinbera. Hagstjórnarmarkmið ríkisstjórnarinnar eru aðhald í ríkisrekstri, stöðugleiki og sátt á vinnumarkaði, að sporna gegn gengisstyrkingu krónunnar og efla þjónustu hins opinbera og innviði. „Í þessari áætlun er fetað einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar. Í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar er forgangsraðað í þágu heilbrigðis- og velferðarmála. Á sama tíma og skólastarfið er eflt og milli 20 til 25 milljörðum króna til viðbótar er varið í samgöngumál miðað við síðustu fjármálaáætlun. Áætlunin er metnaðarfull á öllum sviðum. Byggir upp til framtíðar á sama tíma og skuldir eru greiddar niður,“ sagði Benedikt Jóhannesson á Alþingi í dag. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. Fjármálaráðherra segir hins vegar að framlög til heilbrigðismála og annarra innviða verði stóraukin og skuldir ríkissjóðs greiddar hratt niður. Þegar skuldir ríkissjóðs urðu hvað mestar eftir hrun voru þær um 100 prósent af landsframleiðslu en í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 30 prósent eftir tvö ár. Hagur ríkissjóðs hefur því vænkast mikið. Með fjármálaáætlun er ríkisstjórnin í raun að birta áform sín um útgjöld til allra helstu málaflokka ríkisins til næstu fimm ára, eins og til dæmis til vegamála þar sem þörfin er mikil - og til menntamál, háskólanna og heilbrigðismála, þjóðarsjúkrahússins þar sem ekki síður er hrópað eftir meiri útgjöldum. Benedikt Jóhannesson minnti á að þetta væri í annað sinn sem ríkisstjórn leggði fram fjármálaáætlun samkvæmt nýjum lögum og gildir þessi til ársins 2022. „Hún gerir ráð fyrir uppbyggingu innviða, sókn í velferðarmálum, einfaldara skattkerfi og hraðri niðurgreiðslu skulda ríkisins. með öðrum orðum; ábyrg hagstjórn sem miðar að aukinni velsæld, stöðugra gengi og lægra vaxtastigi. Fjármálaráðherra segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um 22 prósent eða um rúma 42 milljarða í skrefum á næstu fimm árum og um 13 prósent til annarra velferðarmála.Nýtt þjóðarsjúkrahús mun rísa „Nýtt þjóðarsjúkrahús rís á næstu árum, greiðsluþátttökukerfi sjúklinga verður endurbætt og notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest. Greiðslur í fæðingarorlofi verða rýmkaðar. Útgjöld til samgöngumála eru aukin um nærri 23 milljarða króna frá fyrri fjármálaáætlun,“ sagði fjármálaráðherra. Í fjármálaáætluninni eru tekjur ríkissjóðs næstu fimm árin einnig áætlaðar, en það er helst þar sem stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarflokkanna fyrir viljaleysi til að finna tekjur til að standa undir kröfum um stóraukin útgjöld til uppbyggingar innviða. Þar með þrengi stjórnarflokkarnir möguleika hins opinbera til uppbyggingar, því áætlunin nær einnig til sveitarfélaga og stofnana á vegum hins opinbera. Hagstjórnarmarkmið ríkisstjórnarinnar eru aðhald í ríkisrekstri, stöðugleiki og sátt á vinnumarkaði, að sporna gegn gengisstyrkingu krónunnar og efla þjónustu hins opinbera og innviði. „Í þessari áætlun er fetað einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar. Í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar er forgangsraðað í þágu heilbrigðis- og velferðarmála. Á sama tíma og skólastarfið er eflt og milli 20 til 25 milljörðum króna til viðbótar er varið í samgöngumál miðað við síðustu fjármálaáætlun. Áætlunin er metnaðarfull á öllum sviðum. Byggir upp til framtíðar á sama tíma og skuldir eru greiddar niður,“ sagði Benedikt Jóhannesson á Alþingi í dag.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira