Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2017 16:54 Berglind kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði annað mark íslenska liðsins á 78. mínútu. vísir/anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Þetta var fyrsta landsliðsmark þeirrar síðarnefndu. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir kom sér í dauðafæri strax á 7. mínútu en markvörður Slóvakíu varði. Á 19. mínútu léku herbergisfélagarnir Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir vel saman á vinstri kantinum, sú fyrrnefnda sendi boltann inn á vítateiginn þar sem Elín Metta kom á ferðinni og skoraði. Þetta var fimmta mark Valskonunnar fyrir íslenska landsliðið. Staðan í hálfleik var 0-1. Freyr Alexandersson breytti um leikkerfi í hálfleik, fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1, og skipti Berglindi Björgu og Elísu Viðarsdóttur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur. Íslenska liðið skapaði ekki mikið framan af seinni hálfleik en á 70. mínútu komst Fanndís í gott færi en skaut framhjá. Átta mínútum síðar komst varamaðurinn Agla María Albertsdóttir, sem spilaði sinn fyrsta landsleik í dag, inn fyrir vörn Slóvakíu en markvörðurinn varði í horn. Katrín Ásbjörnsdóttir tók hornspyrnuna og sendi á kollinn á Berglindi Björgu sem skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og væntanlega þungu fargi af henni létt. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur 0-2 sigur Íslands staðreynd. Íslenska liðið heldur nú til Hollands þar sem það mætir heimakonum 11. apríl næstkomandi.Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:Mark: Guðbjörg GunnarsdóttirVörn: Anna Björk Kristjánsdóttir (46. Elísa Viðarsdóttir), Sif Atladóttir og Glódís Perla ViggósdóttirMiðja: Rakel Hönnudóttir (46. Berglind Björg Þorvaldsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir (87. Málfríður Erna Sigurðardóttir), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.Sókn: Elín Metta Jensen (70. Guðmunda Brynja Óladóttir), Margrét Lára Viðarsdóttir (70. Katrín Ásbjörnsdóttir) og Fanndís Friðriksdóttir (70. Agla María Albertsdóttir). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Þetta var fyrsta landsliðsmark þeirrar síðarnefndu. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir kom sér í dauðafæri strax á 7. mínútu en markvörður Slóvakíu varði. Á 19. mínútu léku herbergisfélagarnir Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir vel saman á vinstri kantinum, sú fyrrnefnda sendi boltann inn á vítateiginn þar sem Elín Metta kom á ferðinni og skoraði. Þetta var fimmta mark Valskonunnar fyrir íslenska landsliðið. Staðan í hálfleik var 0-1. Freyr Alexandersson breytti um leikkerfi í hálfleik, fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1, og skipti Berglindi Björgu og Elísu Viðarsdóttur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur. Íslenska liðið skapaði ekki mikið framan af seinni hálfleik en á 70. mínútu komst Fanndís í gott færi en skaut framhjá. Átta mínútum síðar komst varamaðurinn Agla María Albertsdóttir, sem spilaði sinn fyrsta landsleik í dag, inn fyrir vörn Slóvakíu en markvörðurinn varði í horn. Katrín Ásbjörnsdóttir tók hornspyrnuna og sendi á kollinn á Berglindi Björgu sem skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og væntanlega þungu fargi af henni létt. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur 0-2 sigur Íslands staðreynd. Íslenska liðið heldur nú til Hollands þar sem það mætir heimakonum 11. apríl næstkomandi.Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:Mark: Guðbjörg GunnarsdóttirVörn: Anna Björk Kristjánsdóttir (46. Elísa Viðarsdóttir), Sif Atladóttir og Glódís Perla ViggósdóttirMiðja: Rakel Hönnudóttir (46. Berglind Björg Þorvaldsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir (87. Málfríður Erna Sigurðardóttir), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.Sókn: Elín Metta Jensen (70. Guðmunda Brynja Óladóttir), Margrét Lára Viðarsdóttir (70. Katrín Ásbjörnsdóttir) og Fanndís Friðriksdóttir (70. Agla María Albertsdóttir).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira