Barnavernd hefur lítil afskipti af tveimur hælisleitendum á barnsaldri: "Þetta er algjörlega óviðunandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. apríl 2017 18:30 Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem komu fylgdarlausir hingað til lands í september, dvelja nú einir á hosteli í Reykjavík. Héraðsdómslögmaður segir þá búa við óviðunandi aðstæður og er gagnrýnin á stjórnvöld sem hafa haft lítil afskipti af drengjunum. Hún vill að innanríkisráðherra bregðist við. Drengirnir tveir, sem eru 16 og 17 ára, smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september og fundust haldnir í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Í fyrstu dvöldu þeir á gistiheimili á Reyðarfirði. Þeir lúta forsjá barnaverndar á Reyðarfirði. Þeir eru frá Alsír og Marokkó og eru hælismálþeirra enn til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Drengjunum var útveguð fósturfjölskylda í Reykjavík en voru sendir þaðan þar sem sem umsókn viðkomandi fórsturfjölskyldu var ekki talin fullnægjandi. Síðustu mánuði hafa drengirnir dvalið á gistiheimili í Reykjavík án þess að barnavernd hafi haft mikil afskipti af þeim. „Þetta er algjörlega óviðunandi. Það er ekki í lagi að 16 ára drengir búi hérna á hosteli ásamt öðrum hælisleitendum og fái enga aðra aðstoð sem okkur ber skylda til þess að veita þeim. Þeir eru ekki að fá menntun og þeir fá tólf þúsund krónur vikulega fyrir fæði og klæði og sjá algjörlega um sig sjálfir og eru algjörlega eftirlitslausir,“ segir Lilja Margrét sem er verjandi drengjanna sem báðir hafa komist í kast við lögin. „Annar í fimm skipti þegar þeir voru að reyna komast um borð í skip til Kanada og fóru þar af leiðandi inn á athafnasvæði Eimskip. Það sem ég síðan komst að hefði mig aldrei órað fyrir. Að staða vegalausra barna sem koma hingað til Íslands sem hælisleitendur sér þessi. Það er með ólíkindum að það séu engin úrræði í boði. Ég kalla hreinlega eftir því að ráðherra innanríkismála skoði þetta,“ segir Lilja Margrét. Hún útskýrir að ástæða þess að drengirnir reyni að komast um borð í skip til Kanada sé leit að betra lífi. Meðferð á drengjunum hér á landi sé á skjön við lög og alþjóðasáttmála. „Það vantar þetta samstarf á milli nefnda og Barnaverndarstofu og Útlendingastofnunar,“ segir Lilja Margrét. Barnavernd hefur einungis mætt í eitt skipti af fimm í skýrslutöku yfir öðrum drengnum þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir því í öll skiptin. „Það er ekki einu sinni þegar þeir eru handteknir og gista í fangageymslu sem þeir hafa fullorðin aðila sér til handa,“ segir Lilja Margrét. Tengdar fréttir Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. 6. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem komu fylgdarlausir hingað til lands í september, dvelja nú einir á hosteli í Reykjavík. Héraðsdómslögmaður segir þá búa við óviðunandi aðstæður og er gagnrýnin á stjórnvöld sem hafa haft lítil afskipti af drengjunum. Hún vill að innanríkisráðherra bregðist við. Drengirnir tveir, sem eru 16 og 17 ára, smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september og fundust haldnir í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Í fyrstu dvöldu þeir á gistiheimili á Reyðarfirði. Þeir lúta forsjá barnaverndar á Reyðarfirði. Þeir eru frá Alsír og Marokkó og eru hælismálþeirra enn til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Drengjunum var útveguð fósturfjölskylda í Reykjavík en voru sendir þaðan þar sem sem umsókn viðkomandi fórsturfjölskyldu var ekki talin fullnægjandi. Síðustu mánuði hafa drengirnir dvalið á gistiheimili í Reykjavík án þess að barnavernd hafi haft mikil afskipti af þeim. „Þetta er algjörlega óviðunandi. Það er ekki í lagi að 16 ára drengir búi hérna á hosteli ásamt öðrum hælisleitendum og fái enga aðra aðstoð sem okkur ber skylda til þess að veita þeim. Þeir eru ekki að fá menntun og þeir fá tólf þúsund krónur vikulega fyrir fæði og klæði og sjá algjörlega um sig sjálfir og eru algjörlega eftirlitslausir,“ segir Lilja Margrét sem er verjandi drengjanna sem báðir hafa komist í kast við lögin. „Annar í fimm skipti þegar þeir voru að reyna komast um borð í skip til Kanada og fóru þar af leiðandi inn á athafnasvæði Eimskip. Það sem ég síðan komst að hefði mig aldrei órað fyrir. Að staða vegalausra barna sem koma hingað til Íslands sem hælisleitendur sér þessi. Það er með ólíkindum að það séu engin úrræði í boði. Ég kalla hreinlega eftir því að ráðherra innanríkismála skoði þetta,“ segir Lilja Margrét. Hún útskýrir að ástæða þess að drengirnir reyni að komast um borð í skip til Kanada sé leit að betra lífi. Meðferð á drengjunum hér á landi sé á skjön við lög og alþjóðasáttmála. „Það vantar þetta samstarf á milli nefnda og Barnaverndarstofu og Útlendingastofnunar,“ segir Lilja Margrét. Barnavernd hefur einungis mætt í eitt skipti af fimm í skýrslutöku yfir öðrum drengnum þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir því í öll skiptin. „Það er ekki einu sinni þegar þeir eru handteknir og gista í fangageymslu sem þeir hafa fullorðin aðila sér til handa,“ segir Lilja Margrét.
Tengdar fréttir Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. 6. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. 6. nóvember 2016 19:00