Aprílspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Það eru svo mýmörg tækifæri að fæðast fyrir þig 7. apríl 2017 09:00 Elsku Bogmaðurinn minn, þessi setning kom svo sterkt til mín: „You ain't seen nothing yet“, ég á bara svo erfitt með að þýða hana yfir á íslensku, en þú ert svo sannarlega að rísa upp úr öskustónni og þá er ég ekki að meina að þú hafir verið í einhverju ömurlegu ásigkomulagi, heldur er að koma svona Þyrnirósarkraftur inn, þú ert að vakna og það heldur ekkert aftur af þér! Þar sem þú átt það til að vinna svo margt í skorpum og ofgera þér þar af leiðandi, er ekkert skrýtið að andleg þreyta bíti þig öðru hvoru, það er bara eins eðlilegt og að á eftir vetri komi vor. Það eru svo mýmörg tækifæri að fæðast fyrir þig, og ef þú hefur svo mikið sem agnarsmáa löngun til að láta í ljós þitt skína, öðlast einhvers konar frægð eða frama hvað sem svo þú túlkar sem frægð eða frama, láttu þá undan henni! Og elsku hjartað mitt, það er svo mikilvægt fyrir þig ef þú ert í sambandi að taka enga áhættu, því ótrúlegustu hlutir eru að koma upp á yfirborðið, svo hafðu ekkert að fela, í því býr frelsið. Það er nefnilega margt sem á eftir að freista þín. Það er svo dásamlegt hvað þú hefur næmt auga fyrir smáatriðum, og þú átt eftir að taka eftir leið sem þú getur farið án þess að snúa öllu við og verður miklu auðveldari en þú bjóst við. Það sem einkennir þig er það að þú virðist aldrei vaxa úr grasi (hrikalega leiðinlegt að vaxa úr grasi!) – þú heldur alltaf í barnið í þér og nærð að heillast af hinu smáa. Þú hefur þann ótrúlega eiginleika að sjá hið jákvæða sama hvar þú ert staddur. Og bara það að geta séð það fyrir sér að lífið muni leysa vandamálin, þá eru miklu meiri líkur á því að nákvæmlega það gerist. Þú getur verið alveg viss um það að þú færð óvæntan byr í seglin þó að allt fari ekki nákvæmlega eins og þú vilt, því veröldin er að leiða þig inn í skemmtilegri og betri tíð. Mottó – Bjartsýni er lykillinnFrægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira
Elsku Bogmaðurinn minn, þessi setning kom svo sterkt til mín: „You ain't seen nothing yet“, ég á bara svo erfitt með að þýða hana yfir á íslensku, en þú ert svo sannarlega að rísa upp úr öskustónni og þá er ég ekki að meina að þú hafir verið í einhverju ömurlegu ásigkomulagi, heldur er að koma svona Þyrnirósarkraftur inn, þú ert að vakna og það heldur ekkert aftur af þér! Þar sem þú átt það til að vinna svo margt í skorpum og ofgera þér þar af leiðandi, er ekkert skrýtið að andleg þreyta bíti þig öðru hvoru, það er bara eins eðlilegt og að á eftir vetri komi vor. Það eru svo mýmörg tækifæri að fæðast fyrir þig, og ef þú hefur svo mikið sem agnarsmáa löngun til að láta í ljós þitt skína, öðlast einhvers konar frægð eða frama hvað sem svo þú túlkar sem frægð eða frama, láttu þá undan henni! Og elsku hjartað mitt, það er svo mikilvægt fyrir þig ef þú ert í sambandi að taka enga áhættu, því ótrúlegustu hlutir eru að koma upp á yfirborðið, svo hafðu ekkert að fela, í því býr frelsið. Það er nefnilega margt sem á eftir að freista þín. Það er svo dásamlegt hvað þú hefur næmt auga fyrir smáatriðum, og þú átt eftir að taka eftir leið sem þú getur farið án þess að snúa öllu við og verður miklu auðveldari en þú bjóst við. Það sem einkennir þig er það að þú virðist aldrei vaxa úr grasi (hrikalega leiðinlegt að vaxa úr grasi!) – þú heldur alltaf í barnið í þér og nærð að heillast af hinu smáa. Þú hefur þann ótrúlega eiginleika að sjá hið jákvæða sama hvar þú ert staddur. Og bara það að geta séð það fyrir sér að lífið muni leysa vandamálin, þá eru miklu meiri líkur á því að nákvæmlega það gerist. Þú getur verið alveg viss um það að þú færð óvæntan byr í seglin þó að allt fari ekki nákvæmlega eins og þú vilt, því veröldin er að leiða þig inn í skemmtilegri og betri tíð. Mottó – Bjartsýni er lykillinnFrægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira