Sigríður Björk segir eina kvörtun vegna meints eineltis af hennar hálfu hafa borist innanríkisráðuneytinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. apríl 2017 14:19 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. vísir/anton brink Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ein kvörtun vegna meints eineltis af hennar hálfu hafi borist innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneyti, og að fyrir liggi drög að niðurstöðu óháðs sérfræðings vegna hennar. Þá hafi fagráði lögreglunnar ekki borist nein kvörtun vegna eineltis af hálfu lögreglustjórans eftir því sem hann kemst næst en hlutverk ráðsins er að taka við fyrirspurnum og tilkynningum frá þolendum og öðru starfsfólki lögreglunnar vegna beinnar og óbeinnar mismununar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigríður Björk sendi starfsfólki lögreglunnar í morgun en hún ræðir þar þessi mál vegna fréttar RÚV um liðna helgi af því að hátt í fimmtíu lögreglumenn og aðrir starfsmenn embættisins hafi kvartað undan samskiptum við lögreglustjórann við Landssamband lögreglumanna. Segir Sigríður Björk í tölvupóstinum að hún haldi að þetta sé í þriðja skiptið sem sama fréttin sé flutt.Engin kvörtun vegna eineltis borist til fagráðs lögreglunnar Vegna kvartananna sendi Landssambandið því innanríkisráðuneytinu bréf, fyrst í desember í fyrra og svo í janúar síðastliðnum, þar sem óskað var eftir því ráðuneytið rannsaki án tafar hvort Sigríður Björk hafi lagt starfsmenn sína í einelti. RÚV óskaði eftir viðbrögðum Sigríðar Bjarkar vegna fréttarinnar og svaraði hún fréttamanni skriflega. Svarið birtir hún í tölvupóstinum sem hún sendi til starfsmanna í dag og minnir svo á tilvist fagráðs lögreglunnar.Verklagsreglur ráðsins má bæði nálgast á innri og ytri vef lögreglunnar og segir Sigríður Björk að allt starfsfólk lögreglunnar eigi rétt á að fá bæði aðstoð og leiðsögn hjá fagráðinu. Fagráðið aðstoði svo viðkomandi við að meta aðstæður og ákveða frekari aðgerðir en gæti á því stigi trúnaðar. Sigríður Björk rekur svo að engin kvörtun vegna eineltis af hennar hálfu hafi borist fagráðinu og ein kvörtun vegna meints eineltis hafi borist innanríkisráðuneytinu. Þá minnist hún jafnframt á tvö dómsmál sem tveir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa höfðað gegn ríkinu, annars vegar vegna tímabundinnar vikningar úr starfi og hins vegar vegna tímabundins tilflutnings í önnur verkefni.Áskilur sér rétt til að vernda hagsmuni embættisins Auk þess minnist Sigríður Björk á kvartanir aðstoðarlögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins, meðal annars vegna skipulagsbreytinga árið 2015, og segist hún vona að nýr ráðherra, Sigríður Á. Andersen, muni finn lausn sem allir geti sætt sig við. Lögreglustjóri segir síðan að öll þessi mál hafi verið rekin með einum eða öðrum hætti í fjölmiðlum en hún hafi forðast að ræða einstök starfsmannamál á vettvangi fjölmiðla. Hins vegar áskilji hún sér rétt til þess að vernda hagsmuni embættisins og benda á þær áskoranir sem lögreglan hafi átt við að etja. Sigríður Björk vitnar svo í rannsókn sem gerð var árið 2012 „þar sem fram kom að 18% lögreglumanna töldu sig þolendur eineltis í lögreglunni, eða 24% kvenna og 17% karla. Í sömu rannsókn kom fram að tæplega 31% kvenna og 4% karla töldu sig þolendur kynferðislegrar áreitni í lögreglunni. Þrátt fyrir þessar sláandi tölur kom árið 2012 aðeins ein tilkynning um einelti til jafnréttisfulltrúa lögreglunnar og engin um kynferðislega áreitni, samkvæmt tölfræðiupplýsingum sem lögregluembættin safna saman.“ Þá segir hún ástæðu til að nefna það að ef menn óttist að fá ekki stöður hjá lögreglunni vegna kvartana þá fari óháð hæfnisnefnd yfir allar skipanir hjá embættinu. Að auki sé hægt að leita til Umboðsmanns Alþingis, kærunefndar jafnréttismála og eftir atvikum til dómstóla. Tengdar fréttir Lögreglustjóri sendir frá sér yfirlýsingu vegna ásakana um einelti Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í gær þar sem kom fram að lögreglumaður hjá embættinu hefði kvartað til innanríkisráðuneytisins vegna eineltis lögreglustjóra. 1. september 2016 16:54 Aldís fer fram á milljónir frá íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Telur sig hafa orðið fyrir ill dulbúinni brottvikningu þegar hún var færð til í starfi og segist hafa þurft að þola einelti á vinnustað af hálfu lögreglustjórans. 22. júlí 2016 08:22 Vilja að ráðuneytið rannsaki meint einelti lögreglustjóra Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir því að innanríkisráðuneytið rannsaki án tafar hvort Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi lagt starfsmenn sína í einelti. 1. apríl 2017 19:18 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ein kvörtun vegna meints eineltis af hennar hálfu hafi borist innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneyti, og að fyrir liggi drög að niðurstöðu óháðs sérfræðings vegna hennar. Þá hafi fagráði lögreglunnar ekki borist nein kvörtun vegna eineltis af hálfu lögreglustjórans eftir því sem hann kemst næst en hlutverk ráðsins er að taka við fyrirspurnum og tilkynningum frá þolendum og öðru starfsfólki lögreglunnar vegna beinnar og óbeinnar mismununar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigríður Björk sendi starfsfólki lögreglunnar í morgun en hún ræðir þar þessi mál vegna fréttar RÚV um liðna helgi af því að hátt í fimmtíu lögreglumenn og aðrir starfsmenn embættisins hafi kvartað undan samskiptum við lögreglustjórann við Landssamband lögreglumanna. Segir Sigríður Björk í tölvupóstinum að hún haldi að þetta sé í þriðja skiptið sem sama fréttin sé flutt.Engin kvörtun vegna eineltis borist til fagráðs lögreglunnar Vegna kvartananna sendi Landssambandið því innanríkisráðuneytinu bréf, fyrst í desember í fyrra og svo í janúar síðastliðnum, þar sem óskað var eftir því ráðuneytið rannsaki án tafar hvort Sigríður Björk hafi lagt starfsmenn sína í einelti. RÚV óskaði eftir viðbrögðum Sigríðar Bjarkar vegna fréttarinnar og svaraði hún fréttamanni skriflega. Svarið birtir hún í tölvupóstinum sem hún sendi til starfsmanna í dag og minnir svo á tilvist fagráðs lögreglunnar.Verklagsreglur ráðsins má bæði nálgast á innri og ytri vef lögreglunnar og segir Sigríður Björk að allt starfsfólk lögreglunnar eigi rétt á að fá bæði aðstoð og leiðsögn hjá fagráðinu. Fagráðið aðstoði svo viðkomandi við að meta aðstæður og ákveða frekari aðgerðir en gæti á því stigi trúnaðar. Sigríður Björk rekur svo að engin kvörtun vegna eineltis af hennar hálfu hafi borist fagráðinu og ein kvörtun vegna meints eineltis hafi borist innanríkisráðuneytinu. Þá minnist hún jafnframt á tvö dómsmál sem tveir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa höfðað gegn ríkinu, annars vegar vegna tímabundinnar vikningar úr starfi og hins vegar vegna tímabundins tilflutnings í önnur verkefni.Áskilur sér rétt til að vernda hagsmuni embættisins Auk þess minnist Sigríður Björk á kvartanir aðstoðarlögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins, meðal annars vegna skipulagsbreytinga árið 2015, og segist hún vona að nýr ráðherra, Sigríður Á. Andersen, muni finn lausn sem allir geti sætt sig við. Lögreglustjóri segir síðan að öll þessi mál hafi verið rekin með einum eða öðrum hætti í fjölmiðlum en hún hafi forðast að ræða einstök starfsmannamál á vettvangi fjölmiðla. Hins vegar áskilji hún sér rétt til þess að vernda hagsmuni embættisins og benda á þær áskoranir sem lögreglan hafi átt við að etja. Sigríður Björk vitnar svo í rannsókn sem gerð var árið 2012 „þar sem fram kom að 18% lögreglumanna töldu sig þolendur eineltis í lögreglunni, eða 24% kvenna og 17% karla. Í sömu rannsókn kom fram að tæplega 31% kvenna og 4% karla töldu sig þolendur kynferðislegrar áreitni í lögreglunni. Þrátt fyrir þessar sláandi tölur kom árið 2012 aðeins ein tilkynning um einelti til jafnréttisfulltrúa lögreglunnar og engin um kynferðislega áreitni, samkvæmt tölfræðiupplýsingum sem lögregluembættin safna saman.“ Þá segir hún ástæðu til að nefna það að ef menn óttist að fá ekki stöður hjá lögreglunni vegna kvartana þá fari óháð hæfnisnefnd yfir allar skipanir hjá embættinu. Að auki sé hægt að leita til Umboðsmanns Alþingis, kærunefndar jafnréttismála og eftir atvikum til dómstóla.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri sendir frá sér yfirlýsingu vegna ásakana um einelti Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í gær þar sem kom fram að lögreglumaður hjá embættinu hefði kvartað til innanríkisráðuneytisins vegna eineltis lögreglustjóra. 1. september 2016 16:54 Aldís fer fram á milljónir frá íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Telur sig hafa orðið fyrir ill dulbúinni brottvikningu þegar hún var færð til í starfi og segist hafa þurft að þola einelti á vinnustað af hálfu lögreglustjórans. 22. júlí 2016 08:22 Vilja að ráðuneytið rannsaki meint einelti lögreglustjóra Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir því að innanríkisráðuneytið rannsaki án tafar hvort Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi lagt starfsmenn sína í einelti. 1. apríl 2017 19:18 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Lögreglustjóri sendir frá sér yfirlýsingu vegna ásakana um einelti Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í gær þar sem kom fram að lögreglumaður hjá embættinu hefði kvartað til innanríkisráðuneytisins vegna eineltis lögreglustjóra. 1. september 2016 16:54
Aldís fer fram á milljónir frá íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Telur sig hafa orðið fyrir ill dulbúinni brottvikningu þegar hún var færð til í starfi og segist hafa þurft að þola einelti á vinnustað af hálfu lögreglustjórans. 22. júlí 2016 08:22
Vilja að ráðuneytið rannsaki meint einelti lögreglustjóra Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir því að innanríkisráðuneytið rannsaki án tafar hvort Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi lagt starfsmenn sína í einelti. 1. apríl 2017 19:18