Ferðamenn halda til á bílastæði í Laugardal Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2017 14:30 Ferðamennirnir virtust hafa gist á bílastæðinu í nótt. Aðsent Lóa Bjarnadóttir rekur Ísbúðina Laugalæk við Laugalæk í Reykjavík. Hún og maður hennar mættu til vinnu í morgun en þá hafði hópur ferðamanna lagt tveimur húsbílum á bílaplani beint fyrir utan inngang búðarinnar. Hún deildi mynd af bílunum í Facebook-hóp íbúa Laugarneshverfis í dag. Í samtali við Vísi segist Lóa fyrst hafa séð bílana um níuleytið. Hún gerir ráð fyrir því að ferðamennirnir hafi gist á bílastæðinu í nótt. „Þeir komu svo úr sundi rétt fyrir ellefu, annar bíllinn var alveg fyrir framan dyrnar. Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að það mætti ekki planta niður tjaldi hvar sem er í borginni og gista þar. Mér ofbýður þetta vegna þess að það er tjaldstæði hérna rétt hjá. Það er engin salernisaðstaða hérna og það er ekki klósett inni í bílnum, hvar ætla þeir að gera þarfir sínar?“ Ferðamennirnir brugðust við bón Lóu og manns hennar og færðu bílinn sem var í vegi fyrir dyrum ísbúðarinnar. Þau bentu mönnunum einnig á tjaldsvæðið í næstu götu. Báðir bílarnir voru þó enn á bílastæðinu þegar Vísir náði tali af Lóu rétt fyrir hádegi í dag. „Þeir sýna ekki á sér fararsnið.“Lóa Bjarnadóttir.AðsentNý bylgja af húsbílumLóa segir að hún taki sífellt oftar eftir ferðamönnum á húsbílum af þessu tagi, svokölluðum camper-bílum, sem notfæri sér bílastæðið við ísbúðina. Hún segist fyrst hafa orðið vör við húsbíla síðasta sumar en nú sé skollin á önnur bylgja. Á svæðinu við bílaplanið er einnig bakarí og fjöldi íbúðarhúsa. „Þetta er alltaf að aukast, við erum opin alla daga vikunnar og tökum eftir því sem gerist. Mér finnst þetta ekki viðeigandi þar sem það er tjaldsvæði hinum megin við hornið.“ Tjaldsvæðið í Laugardal stendur við Sundlaugarveg sem er í göngufæri við ísbúðina en Lóu grunar að ferðamennirnir planti sér fyrir utan hjá henni í sparnaðarskyni.Stefnir í vandamálSamkvæmt lögum um náttúruvernd er ekki heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum utan skipulagðra tjaldsvæða án leyfis landeiganda. Þetta gildir einnig um notkun húsbíla og annars sambærilegs búnaðar. Lóa segist hafa áhyggjur af því að þessir húsbílar verði til vandræða, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. „Útgangspunkturinn er að mér finnst hart að þeir séu að gista við hliðina á glæsilegu tjaldstæði, þar sem Íslendingar eru að gista allan ársins hring skilst manni. Auðvitað eru ferðamenn velkomnir að koma hingað og versla – en þetta er skrýtið.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Lóa Bjarnadóttir rekur Ísbúðina Laugalæk við Laugalæk í Reykjavík. Hún og maður hennar mættu til vinnu í morgun en þá hafði hópur ferðamanna lagt tveimur húsbílum á bílaplani beint fyrir utan inngang búðarinnar. Hún deildi mynd af bílunum í Facebook-hóp íbúa Laugarneshverfis í dag. Í samtali við Vísi segist Lóa fyrst hafa séð bílana um níuleytið. Hún gerir ráð fyrir því að ferðamennirnir hafi gist á bílastæðinu í nótt. „Þeir komu svo úr sundi rétt fyrir ellefu, annar bíllinn var alveg fyrir framan dyrnar. Ég þekki ekki reglurnar en ég hélt að það mætti ekki planta niður tjaldi hvar sem er í borginni og gista þar. Mér ofbýður þetta vegna þess að það er tjaldstæði hérna rétt hjá. Það er engin salernisaðstaða hérna og það er ekki klósett inni í bílnum, hvar ætla þeir að gera þarfir sínar?“ Ferðamennirnir brugðust við bón Lóu og manns hennar og færðu bílinn sem var í vegi fyrir dyrum ísbúðarinnar. Þau bentu mönnunum einnig á tjaldsvæðið í næstu götu. Báðir bílarnir voru þó enn á bílastæðinu þegar Vísir náði tali af Lóu rétt fyrir hádegi í dag. „Þeir sýna ekki á sér fararsnið.“Lóa Bjarnadóttir.AðsentNý bylgja af húsbílumLóa segir að hún taki sífellt oftar eftir ferðamönnum á húsbílum af þessu tagi, svokölluðum camper-bílum, sem notfæri sér bílastæðið við ísbúðina. Hún segist fyrst hafa orðið vör við húsbíla síðasta sumar en nú sé skollin á önnur bylgja. Á svæðinu við bílaplanið er einnig bakarí og fjöldi íbúðarhúsa. „Þetta er alltaf að aukast, við erum opin alla daga vikunnar og tökum eftir því sem gerist. Mér finnst þetta ekki viðeigandi þar sem það er tjaldsvæði hinum megin við hornið.“ Tjaldsvæðið í Laugardal stendur við Sundlaugarveg sem er í göngufæri við ísbúðina en Lóu grunar að ferðamennirnir planti sér fyrir utan hjá henni í sparnaðarskyni.Stefnir í vandamálSamkvæmt lögum um náttúruvernd er ekki heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum utan skipulagðra tjaldsvæða án leyfis landeiganda. Þetta gildir einnig um notkun húsbíla og annars sambærilegs búnaðar. Lóa segist hafa áhyggjur af því að þessir húsbílar verði til vandræða, sérstaklega þegar líða tekur á sumarið. „Útgangspunkturinn er að mér finnst hart að þeir séu að gista við hliðina á glæsilegu tjaldstæði, þar sem Íslendingar eru að gista allan ársins hring skilst manni. Auðvitað eru ferðamenn velkomnir að koma hingað og versla – en þetta er skrýtið.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira