Sprenging í bílasölu það sem af er árinu Ásgeir Erlendsson skrifar 9. apríl 2017 13:45 Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Ef fram heldur sem horfir stefnir í metár í bílasölu. Þetta segir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins sem bendir á að salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi að mestu leyti verið til almennings og fyrirtækja en ekki bílaleiga. Í vikunni var sagt frá því að sala nýrra bíla hér á landi hefði aukist um 29% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Landsmenn voru sömuleiðis duglegir við að endurnýja bíla sína í fyrra því árið 2016 var annað söluhæsta árið í bílasölu hér á landi frá upphafi. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að ef miðað er við fyrstu þrjá mánuði þessa árs stefni í metár í bílasölu. „Árið fer vel af stað, það lítur vel út. Miðað við óbreytt ástand þá förum við í sömu tölu og við vorum í árið 2016 og jafnvel gott betur“. Árið 2005 er söluhæsta ár í sölu nýrra bíla á Íslandi frá upphafi en þá voru seldir 20578 nýir bílar. Bílaleigur hafa verið fyrirferðamiklar í kaupum á nýjum bílum undanfarin ár hér á landi og til að mynda er því spáð að í sumar verði einn af hverjum tíu bílum á götum landsins bílaleigubíll. Özur segir að ef miðað er við sölu þessa árs séu bílaleigur ekki eins fyrirferðamiklar og áður. „Aukningin núna á þessum fyrstu þremur mánuðum, hún er að mestu leyti til einstaklinga og fyrirtækja. Bílaleigurnar eru líka, jú, stórar en ekki jafn stór hluti og verið hefur á undanförnum tveimur árum. Þannig að núna eru einstaklingar meira að taka við sér og endurnýja bílinn, þeir hafa verið að halda að sér höndum eiginlega alveg frá hruni. Það er stórt gat sem á eftir að stoppa í, bílasala eftir hrun datt niður í ekki neitt og var þar í nokkur ár. Það er vöntun á markaðnum, við erum með mjög gamlan bílaflota, einn elsta bílaflota í Evrópu. Það er kannski aðalástæðan,“ segir Özur Lárusson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir stefnir í metár í bílasölu. Þetta segir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins sem bendir á að salan á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi að mestu leyti verið til almennings og fyrirtækja en ekki bílaleiga. Í vikunni var sagt frá því að sala nýrra bíla hér á landi hefði aukist um 29% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Landsmenn voru sömuleiðis duglegir við að endurnýja bíla sína í fyrra því árið 2016 var annað söluhæsta árið í bílasölu hér á landi frá upphafi. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að ef miðað er við fyrstu þrjá mánuði þessa árs stefni í metár í bílasölu. „Árið fer vel af stað, það lítur vel út. Miðað við óbreytt ástand þá förum við í sömu tölu og við vorum í árið 2016 og jafnvel gott betur“. Árið 2005 er söluhæsta ár í sölu nýrra bíla á Íslandi frá upphafi en þá voru seldir 20578 nýir bílar. Bílaleigur hafa verið fyrirferðamiklar í kaupum á nýjum bílum undanfarin ár hér á landi og til að mynda er því spáð að í sumar verði einn af hverjum tíu bílum á götum landsins bílaleigubíll. Özur segir að ef miðað er við sölu þessa árs séu bílaleigur ekki eins fyrirferðamiklar og áður. „Aukningin núna á þessum fyrstu þremur mánuðum, hún er að mestu leyti til einstaklinga og fyrirtækja. Bílaleigurnar eru líka, jú, stórar en ekki jafn stór hluti og verið hefur á undanförnum tveimur árum. Þannig að núna eru einstaklingar meira að taka við sér og endurnýja bílinn, þeir hafa verið að halda að sér höndum eiginlega alveg frá hruni. Það er stórt gat sem á eftir að stoppa í, bílasala eftir hrun datt niður í ekki neitt og var þar í nokkur ár. Það er vöntun á markaðnum, við erum með mjög gamlan bílaflota, einn elsta bílaflota í Evrópu. Það er kannski aðalástæðan,“ segir Özur Lárusson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira