Gerði fyndnu styttuna af Ronaldo og er mjög ánægður með útkomuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 11:30 Cristiano Ronaldo var kátur með styttuna. Vísir/EPA Bronsstyttan af Cristiano Ronaldo fyrir utan flugvöllinn á Madeira hefur verið skotspónn á samfélagsmiðlum síðan að hún var frumsýnd í gær. Flugvöllurinn á Madeira hefur verið nefndur eftir fjórföldum besta knattspyrnumanni heims og heitir nú Aeroporto Cristiano Ronaldo. Flugvöllurinn er í Funchal á Madeira-eyju. Sá sem gerði styttuna umdeildu, er frá eyjunni Madeira eins og Cristiano Ronaldo, en listamaðurinn heitir Emanuel Santos. Sjá einnig: Styttan líkari Njáli Quinn en Ronaldo Emanuel Santos fékk það verkefni að gera andlitsstyttu af Cristiano Ronaldo og útkoman þótti mörgum brosleg. Samfélagsmiðlar voru fullir af háði og spotti og þó nokkrir bentu á það að styttan væri líkari Njáli Quinn en Cristiano Ronaldo. „Það er ómögulegt að gera alla Grikki og alla Trója ánægða. Jesús tókst ekki einu sinni að gera alla ánægða,“ sagði Emanuel Santos í viðtali við Guardian. Emanuel Santos er nefnilega stoltur af styttunni og ánægður með útkomuna. „Þetta er spurning um smekk og þetta er ekki eins einfalt og þetta lítur út fyrir að vera. Það sem skiptir máli er þau áhrif sem svona verkefni hefur. Ég var líka viðbúinn svona viðbrögðum. Ég notaði sem grunn myndir af Cristiano sem ég fann á netinu,“ sagði Santos. Hann gerði styttuna í fullri samvinnu við Ronaldo sjálfan. „Cristiano sá myndirnar af styttunni sem bróðir hans sendi honum. Ég var með bróðir hans í safni Cristiano í Madeira þegar þeir bræður voru í samskiptum. Ég sá að hann var ánægður með útkomuna,“ sagði Santos en bætti við: „Hann bað bara um breyta nokkrum hrukkum sem gefa honum ákveðinn svip þegar er að hafa fara að hlæja. Hann sagði líka að hann liti út fyrir að vera eldri og bað um að grenna styttuna aðeins til að gera hann glaðbeittari. Þeir samþykktu styttuna fyrir opinberunina og voru ánægðir með útkomuna, sagði Santos. Spænski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Bronsstyttan af Cristiano Ronaldo fyrir utan flugvöllinn á Madeira hefur verið skotspónn á samfélagsmiðlum síðan að hún var frumsýnd í gær. Flugvöllurinn á Madeira hefur verið nefndur eftir fjórföldum besta knattspyrnumanni heims og heitir nú Aeroporto Cristiano Ronaldo. Flugvöllurinn er í Funchal á Madeira-eyju. Sá sem gerði styttuna umdeildu, er frá eyjunni Madeira eins og Cristiano Ronaldo, en listamaðurinn heitir Emanuel Santos. Sjá einnig: Styttan líkari Njáli Quinn en Ronaldo Emanuel Santos fékk það verkefni að gera andlitsstyttu af Cristiano Ronaldo og útkoman þótti mörgum brosleg. Samfélagsmiðlar voru fullir af háði og spotti og þó nokkrir bentu á það að styttan væri líkari Njáli Quinn en Cristiano Ronaldo. „Það er ómögulegt að gera alla Grikki og alla Trója ánægða. Jesús tókst ekki einu sinni að gera alla ánægða,“ sagði Emanuel Santos í viðtali við Guardian. Emanuel Santos er nefnilega stoltur af styttunni og ánægður með útkomuna. „Þetta er spurning um smekk og þetta er ekki eins einfalt og þetta lítur út fyrir að vera. Það sem skiptir máli er þau áhrif sem svona verkefni hefur. Ég var líka viðbúinn svona viðbrögðum. Ég notaði sem grunn myndir af Cristiano sem ég fann á netinu,“ sagði Santos. Hann gerði styttuna í fullri samvinnu við Ronaldo sjálfan. „Cristiano sá myndirnar af styttunni sem bróðir hans sendi honum. Ég var með bróðir hans í safni Cristiano í Madeira þegar þeir bræður voru í samskiptum. Ég sá að hann var ánægður með útkomuna,“ sagði Santos en bætti við: „Hann bað bara um breyta nokkrum hrukkum sem gefa honum ákveðinn svip þegar er að hafa fara að hlæja. Hann sagði líka að hann liti út fyrir að vera eldri og bað um að grenna styttuna aðeins til að gera hann glaðbeittari. Þeir samþykktu styttuna fyrir opinberunina og voru ánægðir með útkomuna, sagði Santos.
Spænski boltinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benóný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira