78 hagkvæmar íbúðir rísa á mjög eftirsóttu svæði Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2017 16:39 Fyrirhuguð byggð á Keilugranda. 78 litlar og hagkvæmar íbúðir fara í byggingu á Keilugranda innan nokkurra mánaða. Íbúðirnar verða byggðar af húsnæðissamvinnufélaginu Búseta en þörf er fyrir litlar íbúðir í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Búseta lóðina að Keilugranda formlega í dag en þar hyggst Búseti byggja íbúðir auk útisvæða með gróðri og sérafnotareitum. Hugmyndir eru um að við íbúðarhúsin verði sérstakur lýðheilsureitur sem útfærður verður í samráði við íþróttafélagið KR.Gamli SÍF-reiturinn Margir þekkja lóðina sem „gamla SÍF-reitinn“ en á henni stendur nú niðurnídd vörugeymsla sem Samband íslenskra fiskframleiðenda lét reisa á 7. áratug síðustu aldar. Borgarstjóri sagði við þetta tilefni að það væri mjög ánægjulegt hvernig staðið hefði verið að samráði við íbúa af hálfu Búseta.„Að við séum stödd hér í dag er til marks um þá sátt sem ríkir um uppbyggingaráformin. Nú hefur borgin afhent ykkur þessa lóð til að byggja á og þið megið bara helst byrja strax,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, sagði að mikil áhersla yrði lögð á að halda kostnaði niðri og að það yrði á færi venjulegs fólks að kaupa íbúðir á reitnum.Byrja að rífa húsið fljótlega Hafist verður handa fljótlega við að rífa húsið og er gert ráð fyrir að uppbygging hefjist á reitnum strax í sumar. Áhersla er lögð á litlar og einfaldar íbúðir og m.a. verða engin stæði í bílakjallara sem lækkar kostnað við framkvæmdina. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar árið 2019.Svæðið í kring um Keilugrandann hefur verið mjög eftirsótt. Stóraukið framboð íbúða á vegum húsnæðissamvinnufélags mun því vafalaust verða fagnaðarefni fyrir þá sem vilja búa í hverfinu. Ástand á fasteignarmarkaðnum í Vesturbænum hefur verið afar erfitt að undanförnu vegna mikilla verðhækkana og fjölgunar íbúða sem farið hafa í leigu til ferðamanna.60 Búsetaíbúðir í Smiðjuholti seldust upp á 2 mánuðum Búseti er einnig að fara að úthluta íbúðum í þriðja áfanga í Smiðjuholti í nágrenni við Hlemm. Tæplega 80 íbúðir koma í sölu hjá félaginu í haust en þar af eru um 50 stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir. Á aðeins tveimur mánuðum í vor hefur Búseti selt tæplega 60 íbúðir á þessum sama reit og ljóst er að margir vilja búa miðsvæðis. Áherslurnar í uppbyggingunni á Keilugranda eru einfaldari og ódýrari íbúðir með minni sameign án bílakjallara á meðan Smiðjuholtið er íburðarmeira með stærri íbúðum í bland og bílakjallara í sameign. Markmiðið er að höfða til ólíkra hópa en stefna Búseta er að tryggja fjölbreytni á húsnæðismarkaði. Búseti er samvinnufélag í eigu fólks sem býr í íbúðum félagsins og annarra félagsmanna. Á síðasta ári fjölgaði félagsmönnum Búseta um 20%. Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
78 litlar og hagkvæmar íbúðir fara í byggingu á Keilugranda innan nokkurra mánaða. Íbúðirnar verða byggðar af húsnæðissamvinnufélaginu Búseta en þörf er fyrir litlar íbúðir í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Búseta lóðina að Keilugranda formlega í dag en þar hyggst Búseti byggja íbúðir auk útisvæða með gróðri og sérafnotareitum. Hugmyndir eru um að við íbúðarhúsin verði sérstakur lýðheilsureitur sem útfærður verður í samráði við íþróttafélagið KR.Gamli SÍF-reiturinn Margir þekkja lóðina sem „gamla SÍF-reitinn“ en á henni stendur nú niðurnídd vörugeymsla sem Samband íslenskra fiskframleiðenda lét reisa á 7. áratug síðustu aldar. Borgarstjóri sagði við þetta tilefni að það væri mjög ánægjulegt hvernig staðið hefði verið að samráði við íbúa af hálfu Búseta.„Að við séum stödd hér í dag er til marks um þá sátt sem ríkir um uppbyggingaráformin. Nú hefur borgin afhent ykkur þessa lóð til að byggja á og þið megið bara helst byrja strax,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, sagði að mikil áhersla yrði lögð á að halda kostnaði niðri og að það yrði á færi venjulegs fólks að kaupa íbúðir á reitnum.Byrja að rífa húsið fljótlega Hafist verður handa fljótlega við að rífa húsið og er gert ráð fyrir að uppbygging hefjist á reitnum strax í sumar. Áhersla er lögð á litlar og einfaldar íbúðir og m.a. verða engin stæði í bílakjallara sem lækkar kostnað við framkvæmdina. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar árið 2019.Svæðið í kring um Keilugrandann hefur verið mjög eftirsótt. Stóraukið framboð íbúða á vegum húsnæðissamvinnufélags mun því vafalaust verða fagnaðarefni fyrir þá sem vilja búa í hverfinu. Ástand á fasteignarmarkaðnum í Vesturbænum hefur verið afar erfitt að undanförnu vegna mikilla verðhækkana og fjölgunar íbúða sem farið hafa í leigu til ferðamanna.60 Búsetaíbúðir í Smiðjuholti seldust upp á 2 mánuðum Búseti er einnig að fara að úthluta íbúðum í þriðja áfanga í Smiðjuholti í nágrenni við Hlemm. Tæplega 80 íbúðir koma í sölu hjá félaginu í haust en þar af eru um 50 stúdíó- og tveggja herbergja íbúðir. Á aðeins tveimur mánuðum í vor hefur Búseti selt tæplega 60 íbúðir á þessum sama reit og ljóst er að margir vilja búa miðsvæðis. Áherslurnar í uppbyggingunni á Keilugranda eru einfaldari og ódýrari íbúðir með minni sameign án bílakjallara á meðan Smiðjuholtið er íburðarmeira með stærri íbúðum í bland og bílakjallara í sameign. Markmiðið er að höfða til ólíkra hópa en stefna Búseta er að tryggja fjölbreytni á húsnæðismarkaði. Búseti er samvinnufélag í eigu fólks sem býr í íbúðum félagsins og annarra félagsmanna. Á síðasta ári fjölgaði félagsmönnum Búseta um 20%.
Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira