Leggja til að ríkisstarfsmenn þurfi ekki að vera íslenskir ríkisborgarar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 08:22 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, er einn af flutningsmönnum frumvarpsins. vísir/anton brink Fjórir þingmenn Viðreisnar, þau Pawel Bartoszek, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson og Jóna Sólveig Elínardóttir hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Í frumvarpinu er lagt til að felld verði á brott almenn krafa sem gerð er í lögunum um að ríkisstarfsmenn þurfi að hafa íslenskan ríkisborgararétt eða ríkisborgararétt frá öðru EES- eða EFTA-ríki eða þá Færeyjum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með ákvæðinu sé útlendingum á Íslandi skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn hafi „sömu tækifæri og Íslendingar til að starfa hjá hinu opinbera en hinn ekki. Rétt er að vekja athygli á að takmörkun 4. tölul. nær einnig til ríkisborgara frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem ella mundi veita þeim heimild til að vinna viðkomandi starf. Að mati flutningsmanna frumvarpsins er reglan barn síns tíma og óþarflega íþyngjandi,“ segir í greinargerðinni. Þá kemur þar jafnframt fram að þetta ákvæði sé einsdæmi á Norðurlöndunum þar sem ekki sé að finna sambærilegt ákvæði í lögum hvorki í Danmörku, Svíþjóð, Noregi né Finnlandi. Þar eru opinber störf aðgengileg öllum þeim sem hafa tiltekin atvinnuleyfi. „Eðli málsins samkvæmt er víða gerð krafa um tungumálakunnáttu o.fl. þess háttar til að gegna tilteknum störfum og hróflar þetta frumvarp ekki við rétti opinberra aðila til að setja slík málefnaleg skilyrði eftir sem áður. Þá er ekki lagt til að gerðar verði breytingar á þeirri kröfu 20. gr. stjórnarskrárinnar að embættismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar, en til embættismanna heyra m.a. dómarar og lögreglumenn, sbr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,“ segir í lok greinargerðarinnar en frumvarpið má sjá hér. Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Fjórir þingmenn Viðreisnar, þau Pawel Bartoszek, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson og Jóna Sólveig Elínardóttir hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Í frumvarpinu er lagt til að felld verði á brott almenn krafa sem gerð er í lögunum um að ríkisstarfsmenn þurfi að hafa íslenskan ríkisborgararétt eða ríkisborgararétt frá öðru EES- eða EFTA-ríki eða þá Færeyjum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með ákvæðinu sé útlendingum á Íslandi skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn hafi „sömu tækifæri og Íslendingar til að starfa hjá hinu opinbera en hinn ekki. Rétt er að vekja athygli á að takmörkun 4. tölul. nær einnig til ríkisborgara frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem fengið hafa ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi eða dvalarleyfi sem ella mundi veita þeim heimild til að vinna viðkomandi starf. Að mati flutningsmanna frumvarpsins er reglan barn síns tíma og óþarflega íþyngjandi,“ segir í greinargerðinni. Þá kemur þar jafnframt fram að þetta ákvæði sé einsdæmi á Norðurlöndunum þar sem ekki sé að finna sambærilegt ákvæði í lögum hvorki í Danmörku, Svíþjóð, Noregi né Finnlandi. Þar eru opinber störf aðgengileg öllum þeim sem hafa tiltekin atvinnuleyfi. „Eðli málsins samkvæmt er víða gerð krafa um tungumálakunnáttu o.fl. þess háttar til að gegna tilteknum störfum og hróflar þetta frumvarp ekki við rétti opinberra aðila til að setja slík málefnaleg skilyrði eftir sem áður. Þá er ekki lagt til að gerðar verði breytingar á þeirri kröfu 20. gr. stjórnarskrárinnar að embættismenn skuli vera íslenskir ríkisborgarar, en til embættismanna heyra m.a. dómarar og lögreglumenn, sbr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,“ segir í lok greinargerðarinnar en frumvarpið má sjá hér.
Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira