Borgarstjóri kallar eftir útreikningum á kostnaði við Sundabraut Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2017 12:21 Dagur B. Eggertsson. ARNAR HALLDÓRSSON Borgarstjóri segir að það hafi legið fyrir lengi að svo kölluð innri leið fyrir Sundabraut væri ekki í áætlunum borgarinnar, enda sé ytri leiðin bæði á svæðisskipulagi og aðalskipulagi borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa séð nein haldbær gögn um kostnað við lagningu Sundabrautar þótt samgönguráðherra hafi nefnt kostnað á bilinu 40 til hundrað milljarða. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram þrjár tillögur í vegamálum á fundi borgarstjórnar í dag. Um lagningu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg og Reykjanesbraut, að teknar verði upp viðræður við ríkið um lagningu Sundabrautar og innleiðingu á nýju umferðarmódeli. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur gagnrýnt borgina fyrir að útiloka innri leiðar Sundabrautar vegna þess að hún sé ódýrust, kosti á bili 40 til fimmtíu milljarða en ytri leiðin muni kosta allt að 100 milljarða. Borgin hefur nýlega úthlutað lóðum á Gelgjutanga sem Sjálfstæðismenn segja koma í veg fyrir að innri leiðin verði farin með Sundabraut. „Það er reyndar löngu tekin ákvörðun sem byggir á samráði við bæði íbúa í Vogahverfi og Grafarvogi á sínum tíma. Þegar Sundabrautin var hvað mest í deiglunni að innsta leiðin væri óheppileg. En En borgin og höfuðborgarsvæðið eru með Sundabraut á ytri leið í aðalskipulagi og svæðisskipulagi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann hefði áhuga á að sjá útreikninga á bakvið þær tölur sem samgönguráðherra hafi nefnt. „Þarna er verið að kasta fram einhverjum tölum upp á fimmtíu milljarða og hundrað milljarða. Hvoruga töluna hef ég séð rökstudda. En mér finnst almennt Sundabrautar umræðan einhvern veginn blossa upp þegar það er verið að skera niður í öllum öðrum samgönguframkvæmdum,“ segir Dagur. Hann hafi fundað um þetta mál með mörgum samgönguráðherrum og greint þeim frá að þessi framkvæmd væri inn í skipulagi borgarinnar. En það vantaði hins vegar fjármagn frá ríkinu til að standa undir henni. „Ég hef aldrei séð þetta fé og í þessari niðurskurðarumræðu sem núna er held ég að við verðum fyrst að spyrja hvernig á að fjármagna þetta áður en við förum að rífast um legu brautarinnar,“ segir borgarstjóri. Borgin hefði áhuga á þessari framkvæmd, annars væri hún ekki á skipulagi. Greiningar sýni hins vegar að stórefling almenningssamgangna myndi gera mest fyrir flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með borgarlínu. Þess vegna leggðu öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mikla áherslu á þá framkvæmd. Dagur segir að það hafi verið rætt í tuttugu ár að innheimta mætti veggjald til að fjármagna Sundabraut, án þess að samgönguráðuneytið greindi nánar frá því hvernig það væri hugsað. Það þurfi gríðarlega mikla umferð eða há gjöld til að standa undir framkvæmdinni. „Þannig að mér finnst löngu kominn tími til að það sé talað miklu skýrar í þessu og settar þá fram raunverulegar áætlanir að hálfu ríkisins sem við getum tekið afstöðu til. En ekki slengja bara einhverju svona fram til að draga athyglina frá raunverulegu verkefni. Sem er risastórt gat í fjármögnun allra samgönguframkvæmda í landinu,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Borgarstjóri segir að það hafi legið fyrir lengi að svo kölluð innri leið fyrir Sundabraut væri ekki í áætlunum borgarinnar, enda sé ytri leiðin bæði á svæðisskipulagi og aðalskipulagi borgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hann segist ekki hafa séð nein haldbær gögn um kostnað við lagningu Sundabrautar þótt samgönguráðherra hafi nefnt kostnað á bilinu 40 til hundrað milljarða. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram þrjár tillögur í vegamálum á fundi borgarstjórnar í dag. Um lagningu mislægra gatnamóta við Bústaðaveg og Reykjanesbraut, að teknar verði upp viðræður við ríkið um lagningu Sundabrautar og innleiðingu á nýju umferðarmódeli. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur gagnrýnt borgina fyrir að útiloka innri leiðar Sundabrautar vegna þess að hún sé ódýrust, kosti á bili 40 til fimmtíu milljarða en ytri leiðin muni kosta allt að 100 milljarða. Borgin hefur nýlega úthlutað lóðum á Gelgjutanga sem Sjálfstæðismenn segja koma í veg fyrir að innri leiðin verði farin með Sundabraut. „Það er reyndar löngu tekin ákvörðun sem byggir á samráði við bæði íbúa í Vogahverfi og Grafarvogi á sínum tíma. Þegar Sundabrautin var hvað mest í deiglunni að innsta leiðin væri óheppileg. En En borgin og höfuðborgarsvæðið eru með Sundabraut á ytri leið í aðalskipulagi og svæðisskipulagi,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann hefði áhuga á að sjá útreikninga á bakvið þær tölur sem samgönguráðherra hafi nefnt. „Þarna er verið að kasta fram einhverjum tölum upp á fimmtíu milljarða og hundrað milljarða. Hvoruga töluna hef ég séð rökstudda. En mér finnst almennt Sundabrautar umræðan einhvern veginn blossa upp þegar það er verið að skera niður í öllum öðrum samgönguframkvæmdum,“ segir Dagur. Hann hafi fundað um þetta mál með mörgum samgönguráðherrum og greint þeim frá að þessi framkvæmd væri inn í skipulagi borgarinnar. En það vantaði hins vegar fjármagn frá ríkinu til að standa undir henni. „Ég hef aldrei séð þetta fé og í þessari niðurskurðarumræðu sem núna er held ég að við verðum fyrst að spyrja hvernig á að fjármagna þetta áður en við förum að rífast um legu brautarinnar,“ segir borgarstjóri. Borgin hefði áhuga á þessari framkvæmd, annars væri hún ekki á skipulagi. Greiningar sýni hins vegar að stórefling almenningssamgangna myndi gera mest fyrir flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu með borgarlínu. Þess vegna leggðu öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mikla áherslu á þá framkvæmd. Dagur segir að það hafi verið rætt í tuttugu ár að innheimta mætti veggjald til að fjármagna Sundabraut, án þess að samgönguráðuneytið greindi nánar frá því hvernig það væri hugsað. Það þurfi gríðarlega mikla umferð eða há gjöld til að standa undir framkvæmdinni. „Þannig að mér finnst löngu kominn tími til að það sé talað miklu skýrar í þessu og settar þá fram raunverulegar áætlanir að hálfu ríkisins sem við getum tekið afstöðu til. En ekki slengja bara einhverju svona fram til að draga athyglina frá raunverulegu verkefni. Sem er risastórt gat í fjármögnun allra samgönguframkvæmda í landinu,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira