Pawel segir evruna besta myntkostinn fyrir Ísland Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2017 20:00 Þingmaður Viðreisnar telur evruna bestu framtíðarmyntina fyrir Ísland, en þar sem sú skoðun nyti ekki meirihlutafylgis, væri nú meðal annars verið að skoða að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þingmaður Framsóknarflokksins undrast stefnu Viðreisnar í gjaldmiðilsmálum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Pawel Bartoszek þingmann Viðreisnar út í ummæli Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í þættinum Víglínan á Stöð 2 síðast liðinn laugardag þar sem hann fjallaði um krónuna og sagði meðal annars: „Það eru margir sem hafa sagt, ja krónan lagar sig svo vel að okkur. En hún gerir það bara alls ekki alltaf. Núna til dæmis lagar hún sig svo sannarlega ekki að þörfum sjávarútvegsins. Hún lagar sig ekkert sérstaklega vel einu sinni að þörfum ferðaþjónustunnar,“ sagði fjármálaráðherra í Víglínunni.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður FramsóknarflokksinsVísir/PjeturVildi vita hvort Pawel væri sammála fjármálaráðherra Silja Dögg minnti á að í landinu væri starfandi peningastefnunefnd og þá hefði verið skipuð þriggja manna verkefnsistjórn í tengslum við endurmat á stefnu peningastefnunefndar. „Því kom mér það verulega á óvart að heyra háttvirtan fjármálaráðherra fullyrða í viðtali um helgina að íslenska krónan sé ekki heppilegur gjaldmiðill fyrir þjóðina. Og vinni að mörgu leyti gegn helstu hagsmunum helstu atvinnugreina og heimila landsins,“ sagði Silja Dögg. Spurði hún Pawel hvort hann væri sammála ráðherranum um að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslands. „Ef svo er þyrfti þá ekki að breyta starfslýsingu verkefnisstjórnar í tengslumm við endurmat á peningastefnunni. Hvaða gjaldmiðil telur þingmaðurinn að sé ákjósanlegur fyrir Ísland til framtíðar? Og að lokum er það mat þingmannsins að önnur mynt en krónan hefði verið heppilegri til að ná fótfestu aftur eftir bankahrunið 2008,“ sagði Silja Dögg.Leita þyrfti annarra lausna Pawel sagðist bæði vera evrópu- og ESB-sinni og vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Mér finnst mjög líklegt að ég muni í þeirri afgreiðslu, að því loknu, kjósa með því að við göngum í Evrópusambandið. Og verðum síðan í Evrópusambandinu. Ég mun þá lifa hamingjusamur til æviloka við það fyrirkomlag sem þar þekkist. Sem er evran,“ sagði Pawel. Hins vegar væri pólitíski veruleikinn sá að þessar hugmyndir nytu ekki meirihlutafylgis á Alþingi og þess vegna þyrfti að leita annarra lausna sem væru heppilegar fyrir Ísland. „Þess vegna lögðum við til í kosningabaráttunni í Viðreisn að skoðað yrði að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þetta er ein af þeim lausnum sem sá verkefnahópur sem nú er að störfum, og ætlar sér að skoða framtíðarskipulag myntmála á Íslandi, mun skoða. Og ég einfaldlega fagna því,“ sagði Pawel Bartoszek. Alþingi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar telur evruna bestu framtíðarmyntina fyrir Ísland, en þar sem sú skoðun nyti ekki meirihlutafylgis, væri nú meðal annars verið að skoða að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þingmaður Framsóknarflokksins undrast stefnu Viðreisnar í gjaldmiðilsmálum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Pawel Bartoszek þingmann Viðreisnar út í ummæli Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í þættinum Víglínan á Stöð 2 síðast liðinn laugardag þar sem hann fjallaði um krónuna og sagði meðal annars: „Það eru margir sem hafa sagt, ja krónan lagar sig svo vel að okkur. En hún gerir það bara alls ekki alltaf. Núna til dæmis lagar hún sig svo sannarlega ekki að þörfum sjávarútvegsins. Hún lagar sig ekkert sérstaklega vel einu sinni að þörfum ferðaþjónustunnar,“ sagði fjármálaráðherra í Víglínunni.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður FramsóknarflokksinsVísir/PjeturVildi vita hvort Pawel væri sammála fjármálaráðherra Silja Dögg minnti á að í landinu væri starfandi peningastefnunefnd og þá hefði verið skipuð þriggja manna verkefnsistjórn í tengslum við endurmat á stefnu peningastefnunefndar. „Því kom mér það verulega á óvart að heyra háttvirtan fjármálaráðherra fullyrða í viðtali um helgina að íslenska krónan sé ekki heppilegur gjaldmiðill fyrir þjóðina. Og vinni að mörgu leyti gegn helstu hagsmunum helstu atvinnugreina og heimila landsins,“ sagði Silja Dögg. Spurði hún Pawel hvort hann væri sammála ráðherranum um að krónan væri ekki framtíðargjaldmiðill Íslands. „Ef svo er þyrfti þá ekki að breyta starfslýsingu verkefnisstjórnar í tengslumm við endurmat á peningastefnunni. Hvaða gjaldmiðil telur þingmaðurinn að sé ákjósanlegur fyrir Ísland til framtíðar? Og að lokum er það mat þingmannsins að önnur mynt en krónan hefði verið heppilegri til að ná fótfestu aftur eftir bankahrunið 2008,“ sagði Silja Dögg.Leita þyrfti annarra lausna Pawel sagðist bæði vera evrópu- og ESB-sinni og vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Mér finnst mjög líklegt að ég muni í þeirri afgreiðslu, að því loknu, kjósa með því að við göngum í Evrópusambandið. Og verðum síðan í Evrópusambandinu. Ég mun þá lifa hamingjusamur til æviloka við það fyrirkomlag sem þar þekkist. Sem er evran,“ sagði Pawel. Hins vegar væri pólitíski veruleikinn sá að þessar hugmyndir nytu ekki meirihlutafylgis á Alþingi og þess vegna þyrfti að leita annarra lausna sem væru heppilegar fyrir Ísland. „Þess vegna lögðum við til í kosningabaráttunni í Viðreisn að skoðað yrði að taka upp fastgengisstefnu í gegnum svo kallað myntráð. Þetta er ein af þeim lausnum sem sá verkefnahópur sem nú er að störfum, og ætlar sér að skoða framtíðarskipulag myntmála á Íslandi, mun skoða. Og ég einfaldlega fagna því,“ sagði Pawel Bartoszek.
Alþingi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira