Sérleyfi til að kafa í Silfru á dagskrá Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Tíu ferðaþjónustufyrirtæki bjóða köfun í Silfru. Hugmyndir þjóðgarðsvarðar fela í sér að fækka þeim. vísir/gva Hugmyndir eru uppi um að bjóða út sérleyfi fyrir köfun í Silfru. Frumvarp þess efnis er til meðferðar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta mun ekki bresta á á næstu vikum eða mánuðum. Við höfum engu að síður nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig best sé að haga þessu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Sem stendur bjóða níu fyrirtæki upp á köfunarferðir í Silfru og getur hver sem er, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, stofnað fyrirtæki og boðið upp á slíka þjónustu. Árlega heimsækja um 50 þúsund manns þjóðgarðinn í þeim tilgangi að kafa þar. „Þarna yrðu boðin út ákveðið mörg sérleyfi sem köfunarfyrirtæki geta boðið í. Leyfunum yrði síðan úthlutað út frá hæstu tilboðum eða öðrum fyrirfram ákveðnum reglum. Þau fyrirtæki sem hljóta leyfi fengju síðan ákveðna aðgangstíma til að nýta sér,“ segir Ólafur.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörðurvísir/GVAAð mati þjóðgarðsvarðarins myndi fyrirkomulag sem þetta bæta þjónustu fyrir gestina og auðvelda fyrirtækjum að stunda sína starfsemi við betri rekstrarskilyrði en þekkjast nú. Þá yrði þetta til að auka öryggi á köfunarstaðnum en öryggismál í Silfru hafa verið í brennidepli að undanförnu. Fyrr í þessum mánuði var gjánni lokað eftir að ferðamaður lést við snorkl. Var það annað banaslysið á þessu ári. Til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika þarf lagabreytingu. Ólafur segir að á síðasta kjörtímabili hafi verið samin drög að frumvarpi um efnið. Sú vinna fór fram í forsætisráðuneytinu en þegar ný ríkisstjórn tók við voru málefni Þingvalla færð frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. „Ef þessi tilraun tekst vel þá gæti þetta verið módel sem nýtist vel fyrir aðra staði þar sem ásókn er gríðarleg,“ segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að málið sé afar brýnt og þoli litla bið. „Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar og fjölgar og samhliða fjölgar í Silfru. Við höfum ekkert val. Við verðum að bregðast við. Ég vona að þetta frumvarp komi sem fyrst inn á gólf þingsins.“ Steinar Kaldal, aðstoðarmaður Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfestir að umrætt frumvarp sé í vinnslu hjá lögfræðingum ráðuneytisins. Hins vegar liggi ekki ljóst fyrir hvort eða hvenær frumvarpið verði lagt fram eða hvaða breytingum það hafi tekið. Áður hefur ráðherrann sagt að hún telji brýnt að stýra umferð í Silfru.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Maðurinn sem lést í Silfru talinn hafa fengið hjartaáfall Engin merki um drukknun. 14. mars 2017 15:46 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að bjóða út sérleyfi fyrir köfun í Silfru. Frumvarp þess efnis er til meðferðar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta mun ekki bresta á á næstu vikum eða mánuðum. Við höfum engu að síður nokkuð fastmótaðar hugmyndir um hvernig best sé að haga þessu,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Sem stendur bjóða níu fyrirtæki upp á köfunarferðir í Silfru og getur hver sem er, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, stofnað fyrirtæki og boðið upp á slíka þjónustu. Árlega heimsækja um 50 þúsund manns þjóðgarðinn í þeim tilgangi að kafa þar. „Þarna yrðu boðin út ákveðið mörg sérleyfi sem köfunarfyrirtæki geta boðið í. Leyfunum yrði síðan úthlutað út frá hæstu tilboðum eða öðrum fyrirfram ákveðnum reglum. Þau fyrirtæki sem hljóta leyfi fengju síðan ákveðna aðgangstíma til að nýta sér,“ segir Ólafur.Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörðurvísir/GVAAð mati þjóðgarðsvarðarins myndi fyrirkomulag sem þetta bæta þjónustu fyrir gestina og auðvelda fyrirtækjum að stunda sína starfsemi við betri rekstrarskilyrði en þekkjast nú. Þá yrði þetta til að auka öryggi á köfunarstaðnum en öryggismál í Silfru hafa verið í brennidepli að undanförnu. Fyrr í þessum mánuði var gjánni lokað eftir að ferðamaður lést við snorkl. Var það annað banaslysið á þessu ári. Til að þessi hugmynd geti orðið að veruleika þarf lagabreytingu. Ólafur segir að á síðasta kjörtímabili hafi verið samin drög að frumvarpi um efnið. Sú vinna fór fram í forsætisráðuneytinu en þegar ný ríkisstjórn tók við voru málefni Þingvalla færð frá forsætisráðuneytinu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. „Ef þessi tilraun tekst vel þá gæti þetta verið módel sem nýtist vel fyrir aðra staði þar sem ásókn er gríðarleg,“ segir Ólafur. Hann leggur áherslu á að málið sé afar brýnt og þoli litla bið. „Ferðamönnum sem hingað koma fjölgar og fjölgar og samhliða fjölgar í Silfru. Við höfum ekkert val. Við verðum að bregðast við. Ég vona að þetta frumvarp komi sem fyrst inn á gólf þingsins.“ Steinar Kaldal, aðstoðarmaður Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, staðfestir að umrætt frumvarp sé í vinnslu hjá lögfræðingum ráðuneytisins. Hins vegar liggi ekki ljóst fyrir hvort eða hvenær frumvarpið verði lagt fram eða hvaða breytingum það hafi tekið. Áður hefur ráðherrann sagt að hún telji brýnt að stýra umferð í Silfru.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Maðurinn sem lést í Silfru talinn hafa fengið hjartaáfall Engin merki um drukknun. 14. mars 2017 15:46 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Maðurinn sem lést í Silfru talinn hafa fengið hjartaáfall Engin merki um drukknun. 14. mars 2017 15:46