Kristinn var í þinghúsinu þegar árásin var gerð: "Örugglega öruggasti staðurinn í London í dag“ Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2017 21:53 Kristinn Hermannsson, lektor við háskólann í Glasgow, var með nemendahóp í breska þinghúsinu í dag. Vísir/EPA/Twitter Kristinn Hermannsson, lektor við háskólann í Glasgow, var staddur í breska þinghúsinu þegar árásin var gerð í nágrenni Westminster í London fyrr í dag. Kristinn var þar með nemendur í meistaranámi í menntun og stjórnsýslu en þau ætluðu að fylgjast með umræðum um skólamál í lávarðadeildinni. „Við vorum að bíða eftir því og fengum að fara á þingpallana í neðri deildinni. Svo ætluðum við að flytja okkur yfir og áttum fund klukkan þrjú. Þá var okkur sagt að við gætum ekki farið neitt og áttum að bíða í nokkrar mínútur,“ segir Kristinn. Á meðan biðinni stóð birtust fréttir á sjónvarpsskjá í þinghúsinu um uppnám fyrir utan þinghúsið. Í framhaldinu var þingfundi slitið og fóru þá að berast upplýsingar til Kristins og nemenda hans að árás hefði verið gerð.Kristinn segir fáa hafa verið á ferli í miðborginni þegar þau fengu að loksins að fara úr þinghúsinu.Vísir/EPARólegt yfir fólk og faglega staðið að öllu Við tók um fimm klukkustunda bið. Í fyrstu biðu þau á þingpöllunum, í um klukkustund, en síðan var þeim smalað í sal í þinghúsinu þar sem þeim var sagt að halda kyrru fyrir. Hann segir þingstarfsfólkið hafa verið mjög faglegt og rólegt yfir fólki. Hugað var að þeim sem voru veikir fyrir og fólki gefið vatn á meðan biðinni stóð. Kristinn segir nokkra grunnskólahópa hafa verið í salnum og fann hann til með kennurunum. „Það er ekkert grín að vera kennari með 20 krakka og enginn búinn að fá að fara á klósettið í klukkutíma.“ Ástæðan fyrir því að þeim var haldið svo lengi þarna inni var sögð sú að lögreglan vildi rannsaka vettvanginn hátt og lágt áður en fólki yrði hleypt þar um. Kristinn segist hins vegar hafa heyrt af orðrómi í fjölmiðlum að lögreglan hafi verið smeyk við frekari aðgerðir.„Fólk þarna inni sem hefur örugglega lent í öðru eins“ Hann segir biðina hafa verið bærilega og fólk hafi síðar en svo óttast um öryggi sitt. „Ég held að margir hafi hugsað með sér að þetta væri örugglega öruggasti staðurinn í London í dag að vera þarna inni með allt þetta öryggisprógramm.“ Á meðal þeirra sem biðu í salnum var Norman Tebbit lávarður sem særðist í sprengjuárás írska lýðveldishersins, IRA, á hótel Brighton árið 1984. „Það var því örugglega ýmislegt fólk þarna inni sem hefur lent í öðru eins og meira til.“ Eftir að Kristinn og nemendur hans fengu að fara út úr þinghúsinu blasti við þeim mikill viðbúnaður þar sem rætt var við þau áður en þau yfirgáfu svæðið.Rólegt yfir öllu og fáir á ferli Þegar Vísir náði í Kristinn á tíunda tímanum í kvöld sagði hann ástandið fremur rólegt í London og fáa á ferli. Kristinn og nemendurnir höfðu komið sér fyrir á kínverskum veitingastað í Soho-hverfinu en eigendurnir staðarins áttu ekki von á mikilli traffík þetta kvöldið vegna árásarinnar fyrr um daginn. Á morgun halda Kristinn og nemendurnir til Parísar með Eurostar-lestarfyrirtækinu þar sem ætlunin er að heimsækja Efnahags- og framfarastofnunina OECD. Tengdar fréttir Ráðherra reyndi að bjarga lögreglumanninum Tobias Ellwood, ráðherra í ríkisstjórn Bretlands, reyndi hvað hann gat til þess að bjarga lífi lögreglumannsins sem lést í árásinni sem gerð var við þinghúsið í London fyrr í dag. 22. mars 2017 21:02 Salka vinnur í byggingu til móts við breska þingið: „Ég er auðvitað voðalega óttaslegin“ „Ég sá fréttir af þessu og svo var sendur út tölvupóstur þar sem tilkynnt var að enginn mætti yfirgefa vinnustaðinn og var öllum gert að halda sig inni“ 22. mars 2017 17:43 Árásarmaðurinn og fjórir aðrir látnir eftir árásina við breska þinghúsið Minnst fjórir eru látnir eftir að árásarmaður lét til skarar skríða við þinghúsið í London í dag. 22. mars 2017 18:10 Skotum hleypt af fyrir utan breska þingið Árásarmaður ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminsterbrúnni í London, áður en hann reyndi að komast inn í þinghúsið. 22. mars 2017 14:58 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Kristinn Hermannsson, lektor við háskólann í Glasgow, var staddur í breska þinghúsinu þegar árásin var gerð í nágrenni Westminster í London fyrr í dag. Kristinn var þar með nemendur í meistaranámi í menntun og stjórnsýslu en þau ætluðu að fylgjast með umræðum um skólamál í lávarðadeildinni. „Við vorum að bíða eftir því og fengum að fara á þingpallana í neðri deildinni. Svo ætluðum við að flytja okkur yfir og áttum fund klukkan þrjú. Þá var okkur sagt að við gætum ekki farið neitt og áttum að bíða í nokkrar mínútur,“ segir Kristinn. Á meðan biðinni stóð birtust fréttir á sjónvarpsskjá í þinghúsinu um uppnám fyrir utan þinghúsið. Í framhaldinu var þingfundi slitið og fóru þá að berast upplýsingar til Kristins og nemenda hans að árás hefði verið gerð.Kristinn segir fáa hafa verið á ferli í miðborginni þegar þau fengu að loksins að fara úr þinghúsinu.Vísir/EPARólegt yfir fólk og faglega staðið að öllu Við tók um fimm klukkustunda bið. Í fyrstu biðu þau á þingpöllunum, í um klukkustund, en síðan var þeim smalað í sal í þinghúsinu þar sem þeim var sagt að halda kyrru fyrir. Hann segir þingstarfsfólkið hafa verið mjög faglegt og rólegt yfir fólki. Hugað var að þeim sem voru veikir fyrir og fólki gefið vatn á meðan biðinni stóð. Kristinn segir nokkra grunnskólahópa hafa verið í salnum og fann hann til með kennurunum. „Það er ekkert grín að vera kennari með 20 krakka og enginn búinn að fá að fara á klósettið í klukkutíma.“ Ástæðan fyrir því að þeim var haldið svo lengi þarna inni var sögð sú að lögreglan vildi rannsaka vettvanginn hátt og lágt áður en fólki yrði hleypt þar um. Kristinn segist hins vegar hafa heyrt af orðrómi í fjölmiðlum að lögreglan hafi verið smeyk við frekari aðgerðir.„Fólk þarna inni sem hefur örugglega lent í öðru eins“ Hann segir biðina hafa verið bærilega og fólk hafi síðar en svo óttast um öryggi sitt. „Ég held að margir hafi hugsað með sér að þetta væri örugglega öruggasti staðurinn í London í dag að vera þarna inni með allt þetta öryggisprógramm.“ Á meðal þeirra sem biðu í salnum var Norman Tebbit lávarður sem særðist í sprengjuárás írska lýðveldishersins, IRA, á hótel Brighton árið 1984. „Það var því örugglega ýmislegt fólk þarna inni sem hefur lent í öðru eins og meira til.“ Eftir að Kristinn og nemendur hans fengu að fara út úr þinghúsinu blasti við þeim mikill viðbúnaður þar sem rætt var við þau áður en þau yfirgáfu svæðið.Rólegt yfir öllu og fáir á ferli Þegar Vísir náði í Kristinn á tíunda tímanum í kvöld sagði hann ástandið fremur rólegt í London og fáa á ferli. Kristinn og nemendurnir höfðu komið sér fyrir á kínverskum veitingastað í Soho-hverfinu en eigendurnir staðarins áttu ekki von á mikilli traffík þetta kvöldið vegna árásarinnar fyrr um daginn. Á morgun halda Kristinn og nemendurnir til Parísar með Eurostar-lestarfyrirtækinu þar sem ætlunin er að heimsækja Efnahags- og framfarastofnunina OECD.
Tengdar fréttir Ráðherra reyndi að bjarga lögreglumanninum Tobias Ellwood, ráðherra í ríkisstjórn Bretlands, reyndi hvað hann gat til þess að bjarga lífi lögreglumannsins sem lést í árásinni sem gerð var við þinghúsið í London fyrr í dag. 22. mars 2017 21:02 Salka vinnur í byggingu til móts við breska þingið: „Ég er auðvitað voðalega óttaslegin“ „Ég sá fréttir af þessu og svo var sendur út tölvupóstur þar sem tilkynnt var að enginn mætti yfirgefa vinnustaðinn og var öllum gert að halda sig inni“ 22. mars 2017 17:43 Árásarmaðurinn og fjórir aðrir látnir eftir árásina við breska þinghúsið Minnst fjórir eru látnir eftir að árásarmaður lét til skarar skríða við þinghúsið í London í dag. 22. mars 2017 18:10 Skotum hleypt af fyrir utan breska þingið Árásarmaður ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminsterbrúnni í London, áður en hann reyndi að komast inn í þinghúsið. 22. mars 2017 14:58 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Ráðherra reyndi að bjarga lögreglumanninum Tobias Ellwood, ráðherra í ríkisstjórn Bretlands, reyndi hvað hann gat til þess að bjarga lífi lögreglumannsins sem lést í árásinni sem gerð var við þinghúsið í London fyrr í dag. 22. mars 2017 21:02
Salka vinnur í byggingu til móts við breska þingið: „Ég er auðvitað voðalega óttaslegin“ „Ég sá fréttir af þessu og svo var sendur út tölvupóstur þar sem tilkynnt var að enginn mætti yfirgefa vinnustaðinn og var öllum gert að halda sig inni“ 22. mars 2017 17:43
Árásarmaðurinn og fjórir aðrir látnir eftir árásina við breska þinghúsið Minnst fjórir eru látnir eftir að árásarmaður lét til skarar skríða við þinghúsið í London í dag. 22. mars 2017 18:10
Skotum hleypt af fyrir utan breska þingið Árásarmaður ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminsterbrúnni í London, áður en hann reyndi að komast inn í þinghúsið. 22. mars 2017 14:58