Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2017 17:25 Julia Samoilova, fulltrúi Rússa í Eurovision í ár. Vísir/EPA Fulltrúi Rússa í Eurovision má taka þátt í keppninni í ár með því að syngja frá Rússlandi í beinni útsendingu og verður þá flutningur hennar sjónvarpaður í höllinni í Kænugarði í gegnum gervihnött. Keppandinn er söngkonan Julia Samoilova sem hefur verið bannað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin mun fara fram í Kænugarði dagana 9. til 13. maí næstkomandi. Yfirvöld í Úkraínu höfðu gefið út að Samoilova væri á bannlista fyrir að hafa komið fram á tónleikum á Krímskaga í fyrra, en miklar deilur hafa verið á milli Rússa og Úkraínumanna eftir að Rússar réðust inn á Krímskaga fyrir þremur árum og tóku hann fyir. Því lá fyrir að Samoilova myndi ekki keppa í Eurovision í ár en samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem ítrekað er að keppnin verði að vera laus við alla pólitík.Hefur verið lögð sáttatillaga af hálfu EBU þess efnis að Samoilova fái að taka þátt, en ekki í Úkraínu, heldur þannig að hún syngi á svið í Rússlandi og flutningur hennar verði þannig sýndur í Kænugarði í gegnum gervihnattaútsendingu. Yrði það í fyrsta skiptið í sextíu ára sögu Eurovision sem það yrði gert. Samoilova verður í seinni undanriðli Eurovision, fimmtudagskvöldið 11. maí, en fari svo að hún komist í úrslitin verður sama fyrirkomulag á flutningi hennar laugardaginn 13. maí. Rússar höfðu biðlað til yfirvalda í Úkraínu að endurskoða ákvörðun sína um að meina Samoilova frá því að koma til Úkraínu. Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri EBU, segir samtök evrópskra sjónvarpsstöðva í viðræðum við úkraínsk yfirvöld með það í huga að allir keppendur fái að flytja lög sín í Kænugarði. Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn banna þátttöku rússnesku söngkonunnar Ástæðan er sögð að Julia Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði skagann ári fyrr. 22. mars 2017 13:32 Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Flytjandinn hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið árið 2014. 13. mars 2017 16:00 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Fulltrúi Rússa í Eurovision má taka þátt í keppninni í ár með því að syngja frá Rússlandi í beinni útsendingu og verður þá flutningur hennar sjónvarpaður í höllinni í Kænugarði í gegnum gervihnött. Keppandinn er söngkonan Julia Samoilova sem hefur verið bannað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin mun fara fram í Kænugarði dagana 9. til 13. maí næstkomandi. Yfirvöld í Úkraínu höfðu gefið út að Samoilova væri á bannlista fyrir að hafa komið fram á tónleikum á Krímskaga í fyrra, en miklar deilur hafa verið á milli Rússa og Úkraínumanna eftir að Rússar réðust inn á Krímskaga fyrir þremur árum og tóku hann fyir. Því lá fyrir að Samoilova myndi ekki keppa í Eurovision í ár en samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem ítrekað er að keppnin verði að vera laus við alla pólitík.Hefur verið lögð sáttatillaga af hálfu EBU þess efnis að Samoilova fái að taka þátt, en ekki í Úkraínu, heldur þannig að hún syngi á svið í Rússlandi og flutningur hennar verði þannig sýndur í Kænugarði í gegnum gervihnattaútsendingu. Yrði það í fyrsta skiptið í sextíu ára sögu Eurovision sem það yrði gert. Samoilova verður í seinni undanriðli Eurovision, fimmtudagskvöldið 11. maí, en fari svo að hún komist í úrslitin verður sama fyrirkomulag á flutningi hennar laugardaginn 13. maí. Rússar höfðu biðlað til yfirvalda í Úkraínu að endurskoða ákvörðun sína um að meina Samoilova frá því að koma til Úkraínu. Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri EBU, segir samtök evrópskra sjónvarpsstöðva í viðræðum við úkraínsk yfirvöld með það í huga að allir keppendur fái að flytja lög sín í Kænugarði.
Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn banna þátttöku rússnesku söngkonunnar Ástæðan er sögð að Julia Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði skagann ári fyrr. 22. mars 2017 13:32 Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Flytjandinn hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið árið 2014. 13. mars 2017 16:00 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Eurovision: Úkraínumenn banna þátttöku rússnesku söngkonunnar Ástæðan er sögð að Julia Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði skagann ári fyrr. 22. mars 2017 13:32
Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Flytjandinn hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið árið 2014. 13. mars 2017 16:00
Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20