Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. mars 2017 14:17 Teitur Björn segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Rétt sé að íhuga lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi fólks. Mikil hækkun launa, styrking krónunnar og að háir vextir setji fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni,“ sagði Teitur Björn á Alþingi í dag. Teitur sagði tíðindi gærdagsins, þess efnis að HB Grandi hyggist láta af botnfiskvinnslu á Akranesi, mikið reiðarslag. Hins vegar ríki einhugur á meðal Skagamanna um að halda áfram viðræðum við HB Granda um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akranesi. Af þeim sökum séu komin haldbær rök fyrir fyrirtækið að hinkra með ákvörðun sína þar til búið sé að fara yfir alla möguleika.Stjórnvöld vakni úr rotinu Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að um sé að ræða kerfismartröð sem íhaldsöflin reyni að verja með kjafti og klóm. Nú blasi við hamfaraástand á Akranesi. „Þetta er samfélagslegt ábyrgðarleysi. Hér ráða ferðinni einhver önnur öfl, og ekki öfl skynsemi, sanngirni eða réttlætis. Þetta áfall sem nú ríður yfir á að ýta við þegnum landsins. Það er verið að véla með sameiginlega auðlind. Hvenær ætla stjórnvöld að vakna úr rotinu og átta sig á eyðileggingarmætti og ofbeldi þessa kerfis?,“ sagði Guðjón. Hann kallaði eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni. „Ég brýni ríkisstjórnina til að fara strax í endurskoðun kvótakerfisins sem þeir hafa lofað, svo hindra megi frekari eyðileggingu atvinnulífs og mannlífs vítt og breitt um landið.“ Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. Rétt sé að íhuga lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi fólks. Mikil hækkun launa, styrking krónunnar og að háir vextir setji fjölmargar fiskvinnslur í verulegan vanda. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að gjöld á atvinnuveginn umfram aðrar útflutningsgreinar eru íþyngjandi, gjöld sem leggjast sérstaklega þungt á lítil og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Ef það er raunverulegur vilji til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu hlýtur lækkun þeirra að vera einn valkostur sem er í stöðunni,“ sagði Teitur Björn á Alþingi í dag. Teitur sagði tíðindi gærdagsins, þess efnis að HB Grandi hyggist láta af botnfiskvinnslu á Akranesi, mikið reiðarslag. Hins vegar ríki einhugur á meðal Skagamanna um að halda áfram viðræðum við HB Granda um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrirtækisins á Akranesi. Af þeim sökum séu komin haldbær rök fyrir fyrirtækið að hinkra með ákvörðun sína þar til búið sé að fara yfir alla möguleika.Stjórnvöld vakni úr rotinu Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að um sé að ræða kerfismartröð sem íhaldsöflin reyni að verja með kjafti og klóm. Nú blasi við hamfaraástand á Akranesi. „Þetta er samfélagslegt ábyrgðarleysi. Hér ráða ferðinni einhver önnur öfl, og ekki öfl skynsemi, sanngirni eða réttlætis. Þetta áfall sem nú ríður yfir á að ýta við þegnum landsins. Það er verið að véla með sameiginlega auðlind. Hvenær ætla stjórnvöld að vakna úr rotinu og átta sig á eyðileggingarmætti og ofbeldi þessa kerfis?,“ sagði Guðjón. Hann kallaði eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni. „Ég brýni ríkisstjórnina til að fara strax í endurskoðun kvótakerfisins sem þeir hafa lofað, svo hindra megi frekari eyðileggingu atvinnulífs og mannlífs vítt og breitt um landið.“
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira