Ekki nægilega fatlaðir fyrir akstursþjónustu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 15. mars 2017 06:00 Fyrrverandi íbúar á Sólheimum hafa greint frá því að hafa verið einangraðir á Sólheimum vegna lítillar akstursþjónustu. vísir/vilhelm Á annan tug íbúa á Sólheimum er einangraður vegna slakrar akstursþjónustu. Auk þeirra hefur fjöldi mjög takmarkaða akstursþjónustu. Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, segir að hluti þeirra íbúa sem búa á Sólheimum teljist ekki það mikið fatlaðir að þeir eigi rétt á akstursþjónustu. „Sumir eiga ekki rétt á akstri vegna þess að þeir eru með bílpróf og eiga bíl en aðrir teljast það lítið fatlaðir að akstursþjónustan nær ekki til þeirra,“ segir hún.Guðmundur Ármann Pétursson.vísir/pjeturGuðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segist ekki skilja hvernig einstaklingur sem þurfi sérstakt búsetuúrræði sé ekki metinn nægilega fatlaður til að þurfa akstursþjónustu. „Við höfum meira að segja dæmi um einstakling sem fékk ferðaþjónustu í sveitarfélagi sem hann bjó í, en er svo ekki metinn nógu fatlaður þegar hann flytur á Sólheima til að eiga rétt á akstursþjónustu,“ segir Guðmundur. Þá minnir Guðmundur á að dómur hafi fallið í Héraðsdómi Suðurlands í nóvember. Þá hafi nokkrir íbúar á Sólheimum stefnt sveitarfélaginu og velferðarþjónustu Árnesþings og krafist þess að felldar yrðu úr gildi synjanir á kröfum þeirra um akstursþjónustu. Dómurinn tók ekki efnislega afstöðu en dæmdi íbúunum miskabætur og gerði athugasemdir við vinnubrögð Velferðarþjónustunnar. Sigrún Jensey Sigurðardóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Suðurlandi, segir þá íbúa Sólheima sem ekki fá akstursþjónustu ekki hafa sömu möguleika og aðrir sem búi í sveitarfélaginu. „Það er alveg klárt. Þar af leiðandi hlýtur að vera að brotið sé á þeim.“ Ingibjörg bendir á að íbúarnir sem ekki eigi rétt á akstursþjónustunni séu 14, þar af eigi nokkrir bíl og séu með bílpróf. „Ég sé ekki frekar en Velferðarþjónustan að þeir þurfi á akstursþjónustu að halda frekar en við hin,“ segir Ingibjörg spurð hvort sveitarfélagið ætli að gera úrbætur og auka við akstursþjónustu íbúa á Sólheimum.Sigrún Jensey SigurðardóttirSveitarfélagið er aðili að sameiginlegu byggðasamlagi um skóla og velferðarmál ásamt sex öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu sem kallast Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Sú þjónusta setur sér sameiginlegar reglur um akstursþjónustu fatlaðra sem séu unnar á grunni velferðarráðuneytisins. „Þær akstursreglur sem hér gilda eru nánast þær sömu og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu og það sem er svo merkilegt er að framkvæmdastjóri Sólheima, Guðmundur, situr í sveitarstjórn þar sem þessar reglur voru teknar fyrir og samþykktar samhljóða,“ segir Ingibjörg og bætir við að ef Guðmundur sé svona ósáttur við reglurnar þá hefði hann átt að gera athugasemdir við þær sem sveitarstjórnarmaður. „Hann gerði það ekki. Hann veit líka, eða á a.m.k. að vita það, að reglurnar eru mjög sambærilegar á öllu landinu. Að auki fá Sólheimar greitt fyrir akstursþjónustu í gegnum samninginn sem Sólheimar eru með við Bergrisann bs.,“ greinir hún frá og segir að þessu til viðbótar hafi sveitarfélagið ekið allar þær ferðir sem óskað hefur verið eftir fyrir þá aðila sem eiga rétt á akstursþjónustu. Guðmundur segist hins vegar ekki hafa komið að umfjöllun er varðar ferðaþjónustu fyrir íbúa á Sólheimum. „Ég hef ávallt gætt að því að víkja af fundi þegar mál er varða Sólheima og/eða íbúa koma til umfjöllunar sveitarstjórnar,“ bendir hann á.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Á annan tug íbúa á Sólheimum er einangraður vegna slakrar akstursþjónustu. Auk þeirra hefur fjöldi mjög takmarkaða akstursþjónustu. Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, segir að hluti þeirra íbúa sem búa á Sólheimum teljist ekki það mikið fatlaðir að þeir eigi rétt á akstursþjónustu. „Sumir eiga ekki rétt á akstri vegna þess að þeir eru með bílpróf og eiga bíl en aðrir teljast það lítið fatlaðir að akstursþjónustan nær ekki til þeirra,“ segir hún.Guðmundur Ármann Pétursson.vísir/pjeturGuðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segist ekki skilja hvernig einstaklingur sem þurfi sérstakt búsetuúrræði sé ekki metinn nægilega fatlaður til að þurfa akstursþjónustu. „Við höfum meira að segja dæmi um einstakling sem fékk ferðaþjónustu í sveitarfélagi sem hann bjó í, en er svo ekki metinn nógu fatlaður þegar hann flytur á Sólheima til að eiga rétt á akstursþjónustu,“ segir Guðmundur. Þá minnir Guðmundur á að dómur hafi fallið í Héraðsdómi Suðurlands í nóvember. Þá hafi nokkrir íbúar á Sólheimum stefnt sveitarfélaginu og velferðarþjónustu Árnesþings og krafist þess að felldar yrðu úr gildi synjanir á kröfum þeirra um akstursþjónustu. Dómurinn tók ekki efnislega afstöðu en dæmdi íbúunum miskabætur og gerði athugasemdir við vinnubrögð Velferðarþjónustunnar. Sigrún Jensey Sigurðardóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Suðurlandi, segir þá íbúa Sólheima sem ekki fá akstursþjónustu ekki hafa sömu möguleika og aðrir sem búi í sveitarfélaginu. „Það er alveg klárt. Þar af leiðandi hlýtur að vera að brotið sé á þeim.“ Ingibjörg bendir á að íbúarnir sem ekki eigi rétt á akstursþjónustunni séu 14, þar af eigi nokkrir bíl og séu með bílpróf. „Ég sé ekki frekar en Velferðarþjónustan að þeir þurfi á akstursþjónustu að halda frekar en við hin,“ segir Ingibjörg spurð hvort sveitarfélagið ætli að gera úrbætur og auka við akstursþjónustu íbúa á Sólheimum.Sigrún Jensey SigurðardóttirSveitarfélagið er aðili að sameiginlegu byggðasamlagi um skóla og velferðarmál ásamt sex öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu sem kallast Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Sú þjónusta setur sér sameiginlegar reglur um akstursþjónustu fatlaðra sem séu unnar á grunni velferðarráðuneytisins. „Þær akstursreglur sem hér gilda eru nánast þær sömu og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu og það sem er svo merkilegt er að framkvæmdastjóri Sólheima, Guðmundur, situr í sveitarstjórn þar sem þessar reglur voru teknar fyrir og samþykktar samhljóða,“ segir Ingibjörg og bætir við að ef Guðmundur sé svona ósáttur við reglurnar þá hefði hann átt að gera athugasemdir við þær sem sveitarstjórnarmaður. „Hann gerði það ekki. Hann veit líka, eða á a.m.k. að vita það, að reglurnar eru mjög sambærilegar á öllu landinu. Að auki fá Sólheimar greitt fyrir akstursþjónustu í gegnum samninginn sem Sólheimar eru með við Bergrisann bs.,“ greinir hún frá og segir að þessu til viðbótar hafi sveitarfélagið ekið allar þær ferðir sem óskað hefur verið eftir fyrir þá aðila sem eiga rétt á akstursþjónustu. Guðmundur segist hins vegar ekki hafa komið að umfjöllun er varðar ferðaþjónustu fyrir íbúa á Sólheimum. „Ég hef ávallt gætt að því að víkja af fundi þegar mál er varða Sólheima og/eða íbúa koma til umfjöllunar sveitarstjórnar,“ bendir hann á.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira