Ekki nægilega fatlaðir fyrir akstursþjónustu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 15. mars 2017 06:00 Fyrrverandi íbúar á Sólheimum hafa greint frá því að hafa verið einangraðir á Sólheimum vegna lítillar akstursþjónustu. vísir/vilhelm Á annan tug íbúa á Sólheimum er einangraður vegna slakrar akstursþjónustu. Auk þeirra hefur fjöldi mjög takmarkaða akstursþjónustu. Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, segir að hluti þeirra íbúa sem búa á Sólheimum teljist ekki það mikið fatlaðir að þeir eigi rétt á akstursþjónustu. „Sumir eiga ekki rétt á akstri vegna þess að þeir eru með bílpróf og eiga bíl en aðrir teljast það lítið fatlaðir að akstursþjónustan nær ekki til þeirra,“ segir hún.Guðmundur Ármann Pétursson.vísir/pjeturGuðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segist ekki skilja hvernig einstaklingur sem þurfi sérstakt búsetuúrræði sé ekki metinn nægilega fatlaður til að þurfa akstursþjónustu. „Við höfum meira að segja dæmi um einstakling sem fékk ferðaþjónustu í sveitarfélagi sem hann bjó í, en er svo ekki metinn nógu fatlaður þegar hann flytur á Sólheima til að eiga rétt á akstursþjónustu,“ segir Guðmundur. Þá minnir Guðmundur á að dómur hafi fallið í Héraðsdómi Suðurlands í nóvember. Þá hafi nokkrir íbúar á Sólheimum stefnt sveitarfélaginu og velferðarþjónustu Árnesþings og krafist þess að felldar yrðu úr gildi synjanir á kröfum þeirra um akstursþjónustu. Dómurinn tók ekki efnislega afstöðu en dæmdi íbúunum miskabætur og gerði athugasemdir við vinnubrögð Velferðarþjónustunnar. Sigrún Jensey Sigurðardóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Suðurlandi, segir þá íbúa Sólheima sem ekki fá akstursþjónustu ekki hafa sömu möguleika og aðrir sem búi í sveitarfélaginu. „Það er alveg klárt. Þar af leiðandi hlýtur að vera að brotið sé á þeim.“ Ingibjörg bendir á að íbúarnir sem ekki eigi rétt á akstursþjónustunni séu 14, þar af eigi nokkrir bíl og séu með bílpróf. „Ég sé ekki frekar en Velferðarþjónustan að þeir þurfi á akstursþjónustu að halda frekar en við hin,“ segir Ingibjörg spurð hvort sveitarfélagið ætli að gera úrbætur og auka við akstursþjónustu íbúa á Sólheimum.Sigrún Jensey SigurðardóttirSveitarfélagið er aðili að sameiginlegu byggðasamlagi um skóla og velferðarmál ásamt sex öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu sem kallast Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Sú þjónusta setur sér sameiginlegar reglur um akstursþjónustu fatlaðra sem séu unnar á grunni velferðarráðuneytisins. „Þær akstursreglur sem hér gilda eru nánast þær sömu og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu og það sem er svo merkilegt er að framkvæmdastjóri Sólheima, Guðmundur, situr í sveitarstjórn þar sem þessar reglur voru teknar fyrir og samþykktar samhljóða,“ segir Ingibjörg og bætir við að ef Guðmundur sé svona ósáttur við reglurnar þá hefði hann átt að gera athugasemdir við þær sem sveitarstjórnarmaður. „Hann gerði það ekki. Hann veit líka, eða á a.m.k. að vita það, að reglurnar eru mjög sambærilegar á öllu landinu. Að auki fá Sólheimar greitt fyrir akstursþjónustu í gegnum samninginn sem Sólheimar eru með við Bergrisann bs.,“ greinir hún frá og segir að þessu til viðbótar hafi sveitarfélagið ekið allar þær ferðir sem óskað hefur verið eftir fyrir þá aðila sem eiga rétt á akstursþjónustu. Guðmundur segist hins vegar ekki hafa komið að umfjöllun er varðar ferðaþjónustu fyrir íbúa á Sólheimum. „Ég hef ávallt gætt að því að víkja af fundi þegar mál er varða Sólheima og/eða íbúa koma til umfjöllunar sveitarstjórnar,“ bendir hann á.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Á annan tug íbúa á Sólheimum er einangraður vegna slakrar akstursþjónustu. Auk þeirra hefur fjöldi mjög takmarkaða akstursþjónustu. Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, segir að hluti þeirra íbúa sem búa á Sólheimum teljist ekki það mikið fatlaðir að þeir eigi rétt á akstursþjónustu. „Sumir eiga ekki rétt á akstri vegna þess að þeir eru með bílpróf og eiga bíl en aðrir teljast það lítið fatlaðir að akstursþjónustan nær ekki til þeirra,“ segir hún.Guðmundur Ármann Pétursson.vísir/pjeturGuðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segist ekki skilja hvernig einstaklingur sem þurfi sérstakt búsetuúrræði sé ekki metinn nægilega fatlaður til að þurfa akstursþjónustu. „Við höfum meira að segja dæmi um einstakling sem fékk ferðaþjónustu í sveitarfélagi sem hann bjó í, en er svo ekki metinn nógu fatlaður þegar hann flytur á Sólheima til að eiga rétt á akstursþjónustu,“ segir Guðmundur. Þá minnir Guðmundur á að dómur hafi fallið í Héraðsdómi Suðurlands í nóvember. Þá hafi nokkrir íbúar á Sólheimum stefnt sveitarfélaginu og velferðarþjónustu Árnesþings og krafist þess að felldar yrðu úr gildi synjanir á kröfum þeirra um akstursþjónustu. Dómurinn tók ekki efnislega afstöðu en dæmdi íbúunum miskabætur og gerði athugasemdir við vinnubrögð Velferðarþjónustunnar. Sigrún Jensey Sigurðardóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Suðurlandi, segir þá íbúa Sólheima sem ekki fá akstursþjónustu ekki hafa sömu möguleika og aðrir sem búi í sveitarfélaginu. „Það er alveg klárt. Þar af leiðandi hlýtur að vera að brotið sé á þeim.“ Ingibjörg bendir á að íbúarnir sem ekki eigi rétt á akstursþjónustunni séu 14, þar af eigi nokkrir bíl og séu með bílpróf. „Ég sé ekki frekar en Velferðarþjónustan að þeir þurfi á akstursþjónustu að halda frekar en við hin,“ segir Ingibjörg spurð hvort sveitarfélagið ætli að gera úrbætur og auka við akstursþjónustu íbúa á Sólheimum.Sigrún Jensey SigurðardóttirSveitarfélagið er aðili að sameiginlegu byggðasamlagi um skóla og velferðarmál ásamt sex öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu sem kallast Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Sú þjónusta setur sér sameiginlegar reglur um akstursþjónustu fatlaðra sem séu unnar á grunni velferðarráðuneytisins. „Þær akstursreglur sem hér gilda eru nánast þær sömu og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu og það sem er svo merkilegt er að framkvæmdastjóri Sólheima, Guðmundur, situr í sveitarstjórn þar sem þessar reglur voru teknar fyrir og samþykktar samhljóða,“ segir Ingibjörg og bætir við að ef Guðmundur sé svona ósáttur við reglurnar þá hefði hann átt að gera athugasemdir við þær sem sveitarstjórnarmaður. „Hann gerði það ekki. Hann veit líka, eða á a.m.k. að vita það, að reglurnar eru mjög sambærilegar á öllu landinu. Að auki fá Sólheimar greitt fyrir akstursþjónustu í gegnum samninginn sem Sólheimar eru með við Bergrisann bs.,“ greinir hún frá og segir að þessu til viðbótar hafi sveitarfélagið ekið allar þær ferðir sem óskað hefur verið eftir fyrir þá aðila sem eiga rétt á akstursþjónustu. Guðmundur segist hins vegar ekki hafa komið að umfjöllun er varðar ferðaþjónustu fyrir íbúa á Sólheimum. „Ég hef ávallt gætt að því að víkja af fundi þegar mál er varða Sólheima og/eða íbúa koma til umfjöllunar sveitarstjórnar,“ bendir hann á.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira