Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2017 19:36 Frá slysstað. mynd/rannsónarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð í Ártúnsbrekku í desember 2015 þegar hjólreiðarmaður lést eftir að ökumaður leigbifreiðar ók aftan á hann. Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi orðið klukkan 6:30 um morguninn: „Myrkur var úti, frost, lítill vindur og engin ofankoma. Á slysstað er vegurinn með aðgreindar akstursstefnur og þrjár akreinar í hvora átt auk að- og fráreina. Hámarkshraði á þessum stað er 80 km/klst. Slysið bar að með þeim hætti að hjólreiðamaður hjólaði inn á veginn, annað hvort frá bensínstöð sem þarna er eða frá stíg við strætisvagna biðstöð örlítið austar. Á sama tíma var leigubifreið ekið upp Ártúnsbrekku. Ökumaður bifreiðarinnar varð hjólreiðamannsins ekki var fyrr en rétt áður en hann ók aftan á hjólreiðamanninn með þeim afleiðingum að hjólreiðamaðurinkastaðist upp á framrúðu bifreiðarinnar og þaðan í götuna og hlaut banvæna áverka. Bifreiðin var á akreininni lengst til hægri upp Ártúnsbrekku á leið undir Höfðabakkabrú, eða á þriðju akrein frá vinstri. Einn farþegi sat í aftursæti leigubifreiðarinnar. Bar frásögn farþega og ökumanns saman um atburðarrásina. Sá hvorugur þeirrahjólreiðamanninn fyrr en rétt áður en til árekstrar kom. Sveigði ökumaður þá þegar til vinstri sem reyndist of seint og hann náði ekki að forða slysinu,“ segir um slysið í skýrslunni. Í orsakagreiningu skýrslunnar segir að vegurinn sé hættulegur fyrir hjólreiðamenn, hjólreiðamaðurinn hafi ekki gætt nægilegrar aðgæslu með því að hjóla á veginum og ökumaðurinn hafi ekki verið með fulla athygli við aksturinn og hafi segið hjólreiðamanninn of seint. Þá hafi ökumaðurinn verið yfir leyfilegum hámarkshraða, skyggni framrúðu bílsins hafi verið skert og sýnileiki hjólreiðamannsins var ekki eins og best verður á kosið. Rannsóknarnefndin leggur svo fram tillögur í öryggisátt og eins og áður segir felur ein þeirra það í sér að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbý li þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þá er jafnframt lagt til að innanríkisráðuneytið taki reglugerð um gerð og búnað hjólreiða til endurskoðunar og beinir því til eigenda leigubíla að hafa það í huga að óheimilt sé að hafa „hvers konar aukahluti innan á eða innan við framrúðu og fremstu hliðarrúðu sem geta takmarkað sýn.“Skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa má nálgast í heild sinni hér. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð í Ártúnsbrekku í desember 2015 þegar hjólreiðarmaður lést eftir að ökumaður leigbifreiðar ók aftan á hann. Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi orðið klukkan 6:30 um morguninn: „Myrkur var úti, frost, lítill vindur og engin ofankoma. Á slysstað er vegurinn með aðgreindar akstursstefnur og þrjár akreinar í hvora átt auk að- og fráreina. Hámarkshraði á þessum stað er 80 km/klst. Slysið bar að með þeim hætti að hjólreiðamaður hjólaði inn á veginn, annað hvort frá bensínstöð sem þarna er eða frá stíg við strætisvagna biðstöð örlítið austar. Á sama tíma var leigubifreið ekið upp Ártúnsbrekku. Ökumaður bifreiðarinnar varð hjólreiðamannsins ekki var fyrr en rétt áður en hann ók aftan á hjólreiðamanninn með þeim afleiðingum að hjólreiðamaðurinkastaðist upp á framrúðu bifreiðarinnar og þaðan í götuna og hlaut banvæna áverka. Bifreiðin var á akreininni lengst til hægri upp Ártúnsbrekku á leið undir Höfðabakkabrú, eða á þriðju akrein frá vinstri. Einn farþegi sat í aftursæti leigubifreiðarinnar. Bar frásögn farþega og ökumanns saman um atburðarrásina. Sá hvorugur þeirrahjólreiðamanninn fyrr en rétt áður en til árekstrar kom. Sveigði ökumaður þá þegar til vinstri sem reyndist of seint og hann náði ekki að forða slysinu,“ segir um slysið í skýrslunni. Í orsakagreiningu skýrslunnar segir að vegurinn sé hættulegur fyrir hjólreiðamenn, hjólreiðamaðurinn hafi ekki gætt nægilegrar aðgæslu með því að hjóla á veginum og ökumaðurinn hafi ekki verið með fulla athygli við aksturinn og hafi segið hjólreiðamanninn of seint. Þá hafi ökumaðurinn verið yfir leyfilegum hámarkshraða, skyggni framrúðu bílsins hafi verið skert og sýnileiki hjólreiðamannsins var ekki eins og best verður á kosið. Rannsóknarnefndin leggur svo fram tillögur í öryggisátt og eins og áður segir felur ein þeirra það í sér að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbý li þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. Þá er jafnframt lagt til að innanríkisráðuneytið taki reglugerð um gerð og búnað hjólreiða til endurskoðunar og beinir því til eigenda leigubíla að hafa það í huga að óheimilt sé að hafa „hvers konar aukahluti innan á eða innan við framrúðu og fremstu hliðarrúðu sem geta takmarkað sýn.“Skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa má nálgast í heild sinni hér.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Sjá meira