Líklega töluð tíu til tólf tungumál Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2017 09:30 Nemendur úr Fjölbraut í Breiðholti verða gestgjafar á tungumálastefnumótinu. Stefnumót tungumála verður haldið í Borgarbókasafninu í Gerðubergi, menningarhúsi í Breiðholti, í dag klukkan 16.30, nánar tiltekið í kaffihúsinu Cocina Rodriguez sem nýlega var opnað þar á efri hæðinni, á sama stað og fyrri veitingastaðir hafa verið. Gestgjafar að þessu sinni eru nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem ætla að veita gestum innsýn í tungumál og menningu sem þeir tengjast utan Íslands. Aðrir áhugasamir geta einnig slegist í hópinn og kynnt sitt móðurmál, að sögn Kristínar R. Vilhjálmsdóttur, verkefnastjóra fjölmenningar á vegum safnsins. „Café Lingua er verkefni sem hefur fengið vængi og í þetta sinn erum við að fá Fjölbrautaskólann í Breiðholti til samstarfs, það er mjög spennandi,“ segir hún og heldur áfram. „Sextán nemendur munu taka þátt og líklega verða töluð tíu til tólf tungumál því í hópnum eru nokkrir Nepalar. Þeir búa nefnilega æði margir í Breiðholtinu. Svo eru íslenskir krakkar sem hafa búið lengi erlendis, til dæmis tvær stúlkur sem áttu heima í Danmörku þegar þær voru litlar. Við gleymum því stundum að mörg íslensk ungmenni eiga þann fjársjóð að kunna annað tungumál en íslenskuna,“ segir Kristín og tekur fram að nemendurnir hafi verið mjög áhugasamir um undirbúninginn og duglegir að fræða hver annan um lífið í sínu ættlandi. Hingað til hafa þátttakendur í Café Lingua ýmist verið almennir borgarar eða háskólastúdentar, bæði erlendir og íslenskir, að sögn Kristínar sem tekur fram að allir séu velkomnir, bæði til að hlusta og miðla tungumálum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. mars 2017 Lífið Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Fleiri fréttir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Sjá meira
Stefnumót tungumála verður haldið í Borgarbókasafninu í Gerðubergi, menningarhúsi í Breiðholti, í dag klukkan 16.30, nánar tiltekið í kaffihúsinu Cocina Rodriguez sem nýlega var opnað þar á efri hæðinni, á sama stað og fyrri veitingastaðir hafa verið. Gestgjafar að þessu sinni eru nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem ætla að veita gestum innsýn í tungumál og menningu sem þeir tengjast utan Íslands. Aðrir áhugasamir geta einnig slegist í hópinn og kynnt sitt móðurmál, að sögn Kristínar R. Vilhjálmsdóttur, verkefnastjóra fjölmenningar á vegum safnsins. „Café Lingua er verkefni sem hefur fengið vængi og í þetta sinn erum við að fá Fjölbrautaskólann í Breiðholti til samstarfs, það er mjög spennandi,“ segir hún og heldur áfram. „Sextán nemendur munu taka þátt og líklega verða töluð tíu til tólf tungumál því í hópnum eru nokkrir Nepalar. Þeir búa nefnilega æði margir í Breiðholtinu. Svo eru íslenskir krakkar sem hafa búið lengi erlendis, til dæmis tvær stúlkur sem áttu heima í Danmörku þegar þær voru litlar. Við gleymum því stundum að mörg íslensk ungmenni eiga þann fjársjóð að kunna annað tungumál en íslenskuna,“ segir Kristín og tekur fram að nemendurnir hafi verið mjög áhugasamir um undirbúninginn og duglegir að fræða hver annan um lífið í sínu ættlandi. Hingað til hafa þátttakendur í Café Lingua ýmist verið almennir borgarar eða háskólastúdentar, bæði erlendir og íslenskir, að sögn Kristínar sem tekur fram að allir séu velkomnir, bæði til að hlusta og miðla tungumálum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. mars 2017
Lífið Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Fleiri fréttir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Sjá meira